Hvetur landsmenn til að styðja við bakið á björgunarsveitum eftir annasamt ár Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. desember 2021 14:31 Framkvæmdastjóri Landsbjargar á von á að flugeldasalan í ár verði svipuð og í fyrra. Vísir/Egill Flugeldasala björgunarsveitanna hófst í dag og stendur yfir fram á gamlársdag. Framkvæmdastjóri Landsbjargar segir alla flugelda hafa skilað sér til landsins fyrir jól og gera björgunarsveitirnar ráð fyrir mikilli sölu í ár. Árleg flugeldasala björgunarsveitanna hófst klukkan tíu í morgun og verður opin til 22 næstu þrjá daga, en til 16 á gamlársdag. Líkt og í fyrra er gert ráð fyrir mikilli sölu í ár. Kristján Þór Harðarson, framkvæmdastjóri slysavarnarfélagsins Landsbjargar, segir björgunarsveitirnar spenntar fyrir næstu dögum. „Þetta lítur bara mjög vel út hjá okkur, allir flugeldar skiluðu sér til landsins fyrir jól og búið að dreifa þeim öllum á sölustaði um allt land, þannig við erum bara bjartsýnir,“ segir Kristján en vegna framleiðslu- og flutningsvanda erlendis var tvísýnt hvort það tækist að fá flugeldana senda í tæka tíð. Flugeldasalan er einn stærsti fjáröflunarliður Landsbjargar og segir Kristján mikið undir. „Þetta er búið að vera mjög annasamt ár hjá okkur,“ segir Kristján. „Það kostar að reka þann búnað sem við rekum og því fleiri útköll því hærri kostnaður þannig að flugeldasalan skiptir okkur gríðarlega miklu máli.“ „Við hvetjum alla landsmenn til að styðja við bakið á okkar sjálfboðaliðum og versla við félagið,“ segir Kristján. Kristján ítrekar að öllum sóttvörnum verði fylgt á sölustöðunum auk þess sem hægt verður að versla í gegnum vefverslun. „Við biðjum bara fólk um að fara varlega, það eru náttúrulega fjöldatakmarkanir og því verður framfylgt hjá okkur,“ segir Kristján. Að sögn Kristjáns ætti að vera nóg til fyrir alla. Þannig allir geta sprengt árið 2021 í loft upp? Já, og ekki vanþörf á held ég. Fagna vonandi betra ári,“ segir Kristján og hlær en tekur þó fram að það sé mikilvægt að fólk fari varlega. „Ég vil bara hvetja landsmenn til að fara varlega og muna eftir öryggisgleraugunum, og að áfengi og flugeldar fara ekki saman,“ segir Kristján. Áramót Björgunarsveitir Flugeldar Tengdar fréttir Greinanleg aukning í sölu á flugeldum Greinanleg aukning er í sölu á flugeldum í kringum nýliðin áramót að sögn formanns Slysavarnafélagsins Landsbjargar. 2. janúar 2021 15:35 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Árleg flugeldasala björgunarsveitanna hófst klukkan tíu í morgun og verður opin til 22 næstu þrjá daga, en til 16 á gamlársdag. Líkt og í fyrra er gert ráð fyrir mikilli sölu í ár. Kristján Þór Harðarson, framkvæmdastjóri slysavarnarfélagsins Landsbjargar, segir björgunarsveitirnar spenntar fyrir næstu dögum. „Þetta lítur bara mjög vel út hjá okkur, allir flugeldar skiluðu sér til landsins fyrir jól og búið að dreifa þeim öllum á sölustaði um allt land, þannig við erum bara bjartsýnir,“ segir Kristján en vegna framleiðslu- og flutningsvanda erlendis var tvísýnt hvort það tækist að fá flugeldana senda í tæka tíð. Flugeldasalan er einn stærsti fjáröflunarliður Landsbjargar og segir Kristján mikið undir. „Þetta er búið að vera mjög annasamt ár hjá okkur,“ segir Kristján. „Það kostar að reka þann búnað sem við rekum og því fleiri útköll því hærri kostnaður þannig að flugeldasalan skiptir okkur gríðarlega miklu máli.“ „Við hvetjum alla landsmenn til að styðja við bakið á okkar sjálfboðaliðum og versla við félagið,“ segir Kristján. Kristján ítrekar að öllum sóttvörnum verði fylgt á sölustöðunum auk þess sem hægt verður að versla í gegnum vefverslun. „Við biðjum bara fólk um að fara varlega, það eru náttúrulega fjöldatakmarkanir og því verður framfylgt hjá okkur,“ segir Kristján. Að sögn Kristjáns ætti að vera nóg til fyrir alla. Þannig allir geta sprengt árið 2021 í loft upp? Já, og ekki vanþörf á held ég. Fagna vonandi betra ári,“ segir Kristján og hlær en tekur þó fram að það sé mikilvægt að fólk fari varlega. „Ég vil bara hvetja landsmenn til að fara varlega og muna eftir öryggisgleraugunum, og að áfengi og flugeldar fara ekki saman,“ segir Kristján.
Áramót Björgunarsveitir Flugeldar Tengdar fréttir Greinanleg aukning í sölu á flugeldum Greinanleg aukning er í sölu á flugeldum í kringum nýliðin áramót að sögn formanns Slysavarnafélagsins Landsbjargar. 2. janúar 2021 15:35 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Greinanleg aukning í sölu á flugeldum Greinanleg aukning er í sölu á flugeldum í kringum nýliðin áramót að sögn formanns Slysavarnafélagsins Landsbjargar. 2. janúar 2021 15:35