Schmeichel skoðaði spyrnur Salah ekki fyrir leikinn: „Ég fékk bara einhverja tilfinningu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. desember 2021 23:31 Kasper Schmeichel varði vítaspyrnu frá Mohamed Salah í kvöld. Malcolm Couzens/Getty Images Kasper Schmeichel, markvörður Leicester, var algjörlega frábær er liðið vann 1-0 sigur gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Hann varði meðal annars víti frá Mohamed Salah, en segist ekki hafa skoðað spyrnur Egyptans sérstaklega fyrir leikinn. „Þetta er mikilvægur sigur, mjög mikilvægur sigur,“ sagði Schmeichel að leik loknum. „Að mæta til leiks í seinni hálfleik gegn Manchester City eins og við gerðum um helgina og eiga svo svona leik með þreytta fætur og þreyttan huga. Það er stórt hrós á liðið. Eins og kannski flestir aðrir leikmenn deildarinnar veit Schmeichel að það er erfitt að halda boltanum á móit liðum eins og Liverpool og City. Hann segir að þrátt fyrir að liðið hafi reynt að halda boltanum hafi uppleggið verið að nýta skyndisóknir. „Við viljum halda boltanum en á móti liðum eins og Liverpool og City þá koma alltaf kaflar þar sem að við erum ekki með boltann. Þú verður að vera ógnandi í skyndisóknum.“ „Þetta er virkilega ánægjulegur sigur. Nú þurfum við bara að hvíla okkur og halda áfram. Það er lykilatriði fyrir okkur að ná að tengja saman sigra, við höfum ekki verið að því. Við erum að reyna að bæta alla þætti leiksins hjá okkur. Við vorum aðeins heppnir í dag og vonandi getur það sparkað okkur í gang.“ Að lokum var Schmeichel spurður út í vítið sem hann varði frá Mohamed Salah, en markvörðurinn segist ekki hafa skoðað spyrnur Salah sérstaklega fyrir leikinn. „Nei, alls ekki. Ég fékk bara einhverja tilfinningu og fylgdi henni. Seinasta víti sem ég varði hérna á King Power vellinum þá náðu þeir frákastinu og skoruðu. Þú þarft að hafa smá heppni með þér stundum. Við höfðum hana ekki með okkur á móti City, en hún var með okkur í dag.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool mistókst að halda í við toppliðið Leicester varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna sigur gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni síðan 7. nóvember. Lokatölur urðu 1-0, en þetta var annar leikurinn í röð sem Liverpool tekst ekki að vinna. 28. desember 2021 21:57 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
„Þetta er mikilvægur sigur, mjög mikilvægur sigur,“ sagði Schmeichel að leik loknum. „Að mæta til leiks í seinni hálfleik gegn Manchester City eins og við gerðum um helgina og eiga svo svona leik með þreytta fætur og þreyttan huga. Það er stórt hrós á liðið. Eins og kannski flestir aðrir leikmenn deildarinnar veit Schmeichel að það er erfitt að halda boltanum á móit liðum eins og Liverpool og City. Hann segir að þrátt fyrir að liðið hafi reynt að halda boltanum hafi uppleggið verið að nýta skyndisóknir. „Við viljum halda boltanum en á móti liðum eins og Liverpool og City þá koma alltaf kaflar þar sem að við erum ekki með boltann. Þú verður að vera ógnandi í skyndisóknum.“ „Þetta er virkilega ánægjulegur sigur. Nú þurfum við bara að hvíla okkur og halda áfram. Það er lykilatriði fyrir okkur að ná að tengja saman sigra, við höfum ekki verið að því. Við erum að reyna að bæta alla þætti leiksins hjá okkur. Við vorum aðeins heppnir í dag og vonandi getur það sparkað okkur í gang.“ Að lokum var Schmeichel spurður út í vítið sem hann varði frá Mohamed Salah, en markvörðurinn segist ekki hafa skoðað spyrnur Salah sérstaklega fyrir leikinn. „Nei, alls ekki. Ég fékk bara einhverja tilfinningu og fylgdi henni. Seinasta víti sem ég varði hérna á King Power vellinum þá náðu þeir frákastinu og skoruðu. Þú þarft að hafa smá heppni með þér stundum. Við höfðum hana ekki með okkur á móti City, en hún var með okkur í dag.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool mistókst að halda í við toppliðið Leicester varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna sigur gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni síðan 7. nóvember. Lokatölur urðu 1-0, en þetta var annar leikurinn í röð sem Liverpool tekst ekki að vinna. 28. desember 2021 21:57 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Liverpool mistókst að halda í við toppliðið Leicester varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna sigur gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni síðan 7. nóvember. Lokatölur urðu 1-0, en þetta var annar leikurinn í röð sem Liverpool tekst ekki að vinna. 28. desember 2021 21:57