Schmeichel skoðaði spyrnur Salah ekki fyrir leikinn: „Ég fékk bara einhverja tilfinningu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. desember 2021 23:31 Kasper Schmeichel varði vítaspyrnu frá Mohamed Salah í kvöld. Malcolm Couzens/Getty Images Kasper Schmeichel, markvörður Leicester, var algjörlega frábær er liðið vann 1-0 sigur gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Hann varði meðal annars víti frá Mohamed Salah, en segist ekki hafa skoðað spyrnur Egyptans sérstaklega fyrir leikinn. „Þetta er mikilvægur sigur, mjög mikilvægur sigur,“ sagði Schmeichel að leik loknum. „Að mæta til leiks í seinni hálfleik gegn Manchester City eins og við gerðum um helgina og eiga svo svona leik með þreytta fætur og þreyttan huga. Það er stórt hrós á liðið. Eins og kannski flestir aðrir leikmenn deildarinnar veit Schmeichel að það er erfitt að halda boltanum á móit liðum eins og Liverpool og City. Hann segir að þrátt fyrir að liðið hafi reynt að halda boltanum hafi uppleggið verið að nýta skyndisóknir. „Við viljum halda boltanum en á móti liðum eins og Liverpool og City þá koma alltaf kaflar þar sem að við erum ekki með boltann. Þú verður að vera ógnandi í skyndisóknum.“ „Þetta er virkilega ánægjulegur sigur. Nú þurfum við bara að hvíla okkur og halda áfram. Það er lykilatriði fyrir okkur að ná að tengja saman sigra, við höfum ekki verið að því. Við erum að reyna að bæta alla þætti leiksins hjá okkur. Við vorum aðeins heppnir í dag og vonandi getur það sparkað okkur í gang.“ Að lokum var Schmeichel spurður út í vítið sem hann varði frá Mohamed Salah, en markvörðurinn segist ekki hafa skoðað spyrnur Salah sérstaklega fyrir leikinn. „Nei, alls ekki. Ég fékk bara einhverja tilfinningu og fylgdi henni. Seinasta víti sem ég varði hérna á King Power vellinum þá náðu þeir frákastinu og skoruðu. Þú þarft að hafa smá heppni með þér stundum. Við höfðum hana ekki með okkur á móti City, en hún var með okkur í dag.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool mistókst að halda í við toppliðið Leicester varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna sigur gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni síðan 7. nóvember. Lokatölur urðu 1-0, en þetta var annar leikurinn í röð sem Liverpool tekst ekki að vinna. 28. desember 2021 21:57 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Sjá meira
„Þetta er mikilvægur sigur, mjög mikilvægur sigur,“ sagði Schmeichel að leik loknum. „Að mæta til leiks í seinni hálfleik gegn Manchester City eins og við gerðum um helgina og eiga svo svona leik með þreytta fætur og þreyttan huga. Það er stórt hrós á liðið. Eins og kannski flestir aðrir leikmenn deildarinnar veit Schmeichel að það er erfitt að halda boltanum á móit liðum eins og Liverpool og City. Hann segir að þrátt fyrir að liðið hafi reynt að halda boltanum hafi uppleggið verið að nýta skyndisóknir. „Við viljum halda boltanum en á móti liðum eins og Liverpool og City þá koma alltaf kaflar þar sem að við erum ekki með boltann. Þú verður að vera ógnandi í skyndisóknum.“ „Þetta er virkilega ánægjulegur sigur. Nú þurfum við bara að hvíla okkur og halda áfram. Það er lykilatriði fyrir okkur að ná að tengja saman sigra, við höfum ekki verið að því. Við erum að reyna að bæta alla þætti leiksins hjá okkur. Við vorum aðeins heppnir í dag og vonandi getur það sparkað okkur í gang.“ Að lokum var Schmeichel spurður út í vítið sem hann varði frá Mohamed Salah, en markvörðurinn segist ekki hafa skoðað spyrnur Salah sérstaklega fyrir leikinn. „Nei, alls ekki. Ég fékk bara einhverja tilfinningu og fylgdi henni. Seinasta víti sem ég varði hérna á King Power vellinum þá náðu þeir frákastinu og skoruðu. Þú þarft að hafa smá heppni með þér stundum. Við höfðum hana ekki með okkur á móti City, en hún var með okkur í dag.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool mistókst að halda í við toppliðið Leicester varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna sigur gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni síðan 7. nóvember. Lokatölur urðu 1-0, en þetta var annar leikurinn í röð sem Liverpool tekst ekki að vinna. 28. desember 2021 21:57 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Sjá meira
Liverpool mistókst að halda í við toppliðið Leicester varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna sigur gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni síðan 7. nóvember. Lokatölur urðu 1-0, en þetta var annar leikurinn í röð sem Liverpool tekst ekki að vinna. 28. desember 2021 21:57