Sautján ára Úsbeki felldi Carlsen af stallinum Atli Ísleifsson skrifar 29. desember 2021 11:36 Nodirbek Abdusattorov er nýr heimsmeistari í atskák. Getty Nodirbek Abdusattorov, sautján ára Úsbeki, varð í gær heimsmeistari í atskák í pólsku höfuðborginni Varsjá og batt þar með enda á sigurgöngu Norðmannsins Magnus Carlsen sem var fyrir mótið handhafi þriggja stærstu heimsmeistaratitlanna í skákíþróttinni. Carlsen var þó allt annað en sáttur og gagnrýndi fyrirkomulag og reglur mótsins harðlega, en fjórir skákmenn, Carlsen þeirra á meðal, höfðu verið jafnir að stigum að loknu mótinu. Grípa þurfti til einvígis til að skera úr um sigurvegara þar sem Abdusattorov hafði loks betur gegn Rússanum Ian Nepomniachtchi. Reglur mótsins gerðu ráð fyrir að í þeim aðstæðum að fleiri en tveir skákmenn væru jafnir að stigum skyldu þeir tveir mætast í einvígi sem væru með flest stig samkvæmt Sonneborn-Berger-reiknireglunni. Reiknireglan reiknar stig leikmanna með tilliti til styrkleika þeirra leikmanna sem viðkomandi hefur unnið eða gert jafntefli við. Þar mældust þeir Abdusattorov og Nepomniachtchi efstir, Carlsen þriðji og Fabiano Caruana fjórði, en allir voru þeir með 9,5 vinning að móti loknu. Squabbles about the rules aside, what an absolutely incredible acheviement! https://t.co/OGTtJMF4Xl— Magnus Carlsen (@MagnusCarlsen) December 28, 2021 „Heimskuleg regla“ „Þetta er heimskuleg regla,“ sagði Carlsen í samtali við NRK eftir að ljóst var að hann myndi missa af einvíginu. „Annað hvort eiga allir þeir sem eru efstir með jafnmarga vinninga í umspil, eða þá enginn.“ Í atskák eru leikmenn með fimmtán mínútur á klukkunni, auk tíu sekúndna fyrir hvern leik. Heimsmeistaramótið í hraðskák hefst svo í Varsjá í dag, en þar eru leikmenn með þrjár mínútur á klukkunni. Þar mun Carlsen einnig reyna að verja heimsmeistaratitil sinn. Carlsen varð heimsmeistari í skák í fimmta sinn þann 10. desember síðastliðinn þegar hann hafði betur gegn Rússanum Nepomniachtchi. Það mót fór fram í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Skák Úsbekistan Pólland Noregur Tengdar fréttir Magnus Carlsen heimsmeistari í fimmta sinn Norðmaðurinn Magnus Carlsen lagði í dag Ian Nepomniachtchi frá Rússlandi í elleftu skák þeirra um meistaratitilinn í skák og tryggði sér þar með sinn fimmta heimsmeistaratitil. 10. desember 2021 15:52 Gefur í skyn að hann ætli sér ekki að verja titilinn Norski heimsmeistarinn Magnus Carlsen hefur gefið í skyn að heimsmeistaraeinvígið sem haldið var í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á dögunum hafi verið hans síðasta. Hinn 31 árs gamli Carlsen hafði þar betur gegn Rússanum Ian Nepomniachtchi og vann þá sinn fimmta heimsmeistaratitil. 14. desember 2021 13:17 Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Carlsen var þó allt annað en sáttur og gagnrýndi fyrirkomulag og reglur mótsins harðlega, en fjórir skákmenn, Carlsen þeirra á meðal, höfðu verið jafnir að stigum að loknu mótinu. Grípa þurfti til einvígis til að skera úr um sigurvegara þar sem Abdusattorov hafði loks betur gegn Rússanum Ian Nepomniachtchi. Reglur mótsins gerðu ráð fyrir að í þeim aðstæðum að fleiri en tveir skákmenn væru jafnir að stigum skyldu þeir tveir mætast í einvígi sem væru með flest stig samkvæmt Sonneborn-Berger-reiknireglunni. Reiknireglan reiknar stig leikmanna með tilliti til styrkleika þeirra leikmanna sem viðkomandi hefur unnið eða gert jafntefli við. Þar mældust þeir Abdusattorov og Nepomniachtchi efstir, Carlsen þriðji og Fabiano Caruana fjórði, en allir voru þeir með 9,5 vinning að móti loknu. Squabbles about the rules aside, what an absolutely incredible acheviement! https://t.co/OGTtJMF4Xl— Magnus Carlsen (@MagnusCarlsen) December 28, 2021 „Heimskuleg regla“ „Þetta er heimskuleg regla,“ sagði Carlsen í samtali við NRK eftir að ljóst var að hann myndi missa af einvíginu. „Annað hvort eiga allir þeir sem eru efstir með jafnmarga vinninga í umspil, eða þá enginn.“ Í atskák eru leikmenn með fimmtán mínútur á klukkunni, auk tíu sekúndna fyrir hvern leik. Heimsmeistaramótið í hraðskák hefst svo í Varsjá í dag, en þar eru leikmenn með þrjár mínútur á klukkunni. Þar mun Carlsen einnig reyna að verja heimsmeistaratitil sinn. Carlsen varð heimsmeistari í skák í fimmta sinn þann 10. desember síðastliðinn þegar hann hafði betur gegn Rússanum Nepomniachtchi. Það mót fór fram í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Skák Úsbekistan Pólland Noregur Tengdar fréttir Magnus Carlsen heimsmeistari í fimmta sinn Norðmaðurinn Magnus Carlsen lagði í dag Ian Nepomniachtchi frá Rússlandi í elleftu skák þeirra um meistaratitilinn í skák og tryggði sér þar með sinn fimmta heimsmeistaratitil. 10. desember 2021 15:52 Gefur í skyn að hann ætli sér ekki að verja titilinn Norski heimsmeistarinn Magnus Carlsen hefur gefið í skyn að heimsmeistaraeinvígið sem haldið var í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á dögunum hafi verið hans síðasta. Hinn 31 árs gamli Carlsen hafði þar betur gegn Rússanum Ian Nepomniachtchi og vann þá sinn fimmta heimsmeistaratitil. 14. desember 2021 13:17 Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Magnus Carlsen heimsmeistari í fimmta sinn Norðmaðurinn Magnus Carlsen lagði í dag Ian Nepomniachtchi frá Rússlandi í elleftu skák þeirra um meistaratitilinn í skák og tryggði sér þar með sinn fimmta heimsmeistaratitil. 10. desember 2021 15:52
Gefur í skyn að hann ætli sér ekki að verja titilinn Norski heimsmeistarinn Magnus Carlsen hefur gefið í skyn að heimsmeistaraeinvígið sem haldið var í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á dögunum hafi verið hans síðasta. Hinn 31 árs gamli Carlsen hafði þar betur gegn Rússanum Ian Nepomniachtchi og vann þá sinn fimmta heimsmeistaratitil. 14. desember 2021 13:17