Fyrirhugaður ísfirskur milljarðakláfur þarf í umhverfismat Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. desember 2021 15:42 Hér sést glitta í hlíðar Eyrafjalls, en fyrirhugað er að kláfurinn verði settur þar upp. Vísir/Egill Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur staðfest ákvörðun Skipulagsstofnunar þess efnis að fyrirhugaður kláfur í hlíðum Eyrarfjalls í Ísafirði þurfi í umhverfismat. Vísir greindi frá því árið 2019 að hópur fjárfesta væri tilbúinn til að verja tveimur og hálfum milljarði til að reisa kláfalyftu á Ísafirði, í hlíðum Eyrarfjalls. Rekstrargrundvöllurinn var meðal annars byggður á fjölda skemmtiferðaskipa sem koma við á Ísafirði á hverju sumri. Skipulagsstofnun ákvað í sumar að framkvæmdin væri háð umhverfismati en forsvarsmenn Eyrarkláfs ehf., sem standa að hinni fyrirhuguðu uppbyggingu, kærðu á niðurstöðu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og vildu fá hana fellda úr gildi. Skíðabann í kláfnum Félagið hélt því fram að kláfalyfta væri einmitt tilfallin til þess að valda sem minnstu umhverfisraski. Einn staur yrði settur upp á leiðinni upp. Þá væri að mati félagsins ekki séð að kláfurinn kæmi til með að valda grjót- eða snjóflóðum, ekki síst þar sem kláfurinn yrði ekki starfræktur á veturna. Auk þess yrði bannað að fara með skíði í kláfinn. Afstöðumynd frá Odin Skylift sem sýnir hvernig lyftan mun liggja upp Eyrarhlíð fyrir ofan bæinn. Einnig yrðu engir slóðar, vegir eða skurðir gerðar í hlíðar fjallsins. Af hálfu Skipulagsstofnunar var tekið fram að ástæða þess að stofnunin telji framkvæmdina háða mati á umhverfisáhrifum sé fyrst og fremst möguleg áhrif hennar á ásýnd og landslag. Ráðist það af því að fyrirhugað sé að koma fyrir umfangsmiklum mannvirkjum í hlíð og á toppi fjalls nálægt þéttbýli sem ásamt kláfhúsi kunni að vera sýnileg víða úr Ísafjarðarbæ, en fyrir liggi að útlit byrjunar- og endastöðva sé á hönnunarstigi. Í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar segir að með hliðsjón af gögnum málsins verði ekki annað séð en að Skipulagsstofnun hafi séð til þess að málið væri nægjanlega upplýst áður en ákvörðun um að framkvæmdin þyrfti í umhverfismat væri tekin. Var kröfunni því hafnað og því ljóst að umhverfismat þarf að fara fram svo kláfalyftan eigi að verða að veruleika. Umhverfismál Skipulag Ísafjarðarbær Fjallamennska Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vilja reisa kláfalyftu á Ísafirði fyrir tvo og hálfan milljarð króna Á toppi Eyrarfjalls yrði veitingastaður sem tæki 250 manns í sæti. 27. nóvember 2019 13:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Vísir greindi frá því árið 2019 að hópur fjárfesta væri tilbúinn til að verja tveimur og hálfum milljarði til að reisa kláfalyftu á Ísafirði, í hlíðum Eyrarfjalls. Rekstrargrundvöllurinn var meðal annars byggður á fjölda skemmtiferðaskipa sem koma við á Ísafirði á hverju sumri. Skipulagsstofnun ákvað í sumar að framkvæmdin væri háð umhverfismati en forsvarsmenn Eyrarkláfs ehf., sem standa að hinni fyrirhuguðu uppbyggingu, kærðu á niðurstöðu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og vildu fá hana fellda úr gildi. Skíðabann í kláfnum Félagið hélt því fram að kláfalyfta væri einmitt tilfallin til þess að valda sem minnstu umhverfisraski. Einn staur yrði settur upp á leiðinni upp. Þá væri að mati félagsins ekki séð að kláfurinn kæmi til með að valda grjót- eða snjóflóðum, ekki síst þar sem kláfurinn yrði ekki starfræktur á veturna. Auk þess yrði bannað að fara með skíði í kláfinn. Afstöðumynd frá Odin Skylift sem sýnir hvernig lyftan mun liggja upp Eyrarhlíð fyrir ofan bæinn. Einnig yrðu engir slóðar, vegir eða skurðir gerðar í hlíðar fjallsins. Af hálfu Skipulagsstofnunar var tekið fram að ástæða þess að stofnunin telji framkvæmdina háða mati á umhverfisáhrifum sé fyrst og fremst möguleg áhrif hennar á ásýnd og landslag. Ráðist það af því að fyrirhugað sé að koma fyrir umfangsmiklum mannvirkjum í hlíð og á toppi fjalls nálægt þéttbýli sem ásamt kláfhúsi kunni að vera sýnileg víða úr Ísafjarðarbæ, en fyrir liggi að útlit byrjunar- og endastöðva sé á hönnunarstigi. Í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar segir að með hliðsjón af gögnum málsins verði ekki annað séð en að Skipulagsstofnun hafi séð til þess að málið væri nægjanlega upplýst áður en ákvörðun um að framkvæmdin þyrfti í umhverfismat væri tekin. Var kröfunni því hafnað og því ljóst að umhverfismat þarf að fara fram svo kláfalyftan eigi að verða að veruleika.
Umhverfismál Skipulag Ísafjarðarbær Fjallamennska Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vilja reisa kláfalyftu á Ísafirði fyrir tvo og hálfan milljarð króna Á toppi Eyrarfjalls yrði veitingastaður sem tæki 250 manns í sæti. 27. nóvember 2019 13:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Vilja reisa kláfalyftu á Ísafirði fyrir tvo og hálfan milljarð króna Á toppi Eyrarfjalls yrði veitingastaður sem tæki 250 manns í sæti. 27. nóvember 2019 13:00