Starfsfólk Landspítala biðlar til óbólusettra Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. desember 2021 16:18 Borgarspítalinn Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Farsóttanefnd og viðbragðsstjórn Landspítala kveðst nú hafa miklar áhyggjur af þeim hópi fólks sem ekki hefur látið bólusetja sig og starfsfólk Landspítala biðlar til óbólusettra að endurskoða ákvörðun sína. Ef ekki tekst að ná fjölda smitaðra niður má gera ráð fyrir að 60 manns verði inniliggjandi á spítala, þar af fimmtán á gjörgæslu, þann 10. janúar. Að því er kemur fram í tilkynngu frá farsóttarnefnd tala tölurnar um fjölda innlagna og alvarlegra veikinda fólks úr þessum hóp sínu máli. Alls eru nú 19 inniliggjandi á Landspítala en af þeim eru sex á gjörgæslu, þar af fimm í öndunarvél. Fimm af þeim sex sem eru nú á gjörgæslu eru óbólusettir. Frá upphafi fjórðu bylgjunnar hafa 110 óbólusettir einstaklingar þurft að leggjast inn og 140 fullbólusettir. Það er því ljóst að margfalt hærra hlutfall óbólusettra er að leggjast inn en 43 prósent innlagna hafa komið úr 27 þúsund manna hópi óbólusettra samanborið við 54 prósent úr hátt í 300 þúsund manna hópi bólusetra. Því hafa 0,4 prósent óbólusettra þurft að leggjast inn á spítala. Hlutfallið er hins vegar um tífalt minna hjá fullbólusettum. „Starfsfólk Landspítala biðlar til þeirra sem valið hafa að láta ekki bólusetja sig að endurskoða þá ákvörðun hið fyrsta; þeirra vegna, spítalans vegna og í þágu samfélagsins alls,“ segir í tilkynningunni. Metfjöldi greindist smitaður af veirunni í gær en í ljósi þess hve margir eru nú að greinast er viðbúið að róðurinn muni þyngjast. Samkvæmt spálíkan Landspítala má búast við að strax upp úr áramótum verði 25 Covid sjúklingar á legudeild og átta á gjörgæslu. Ef ekki tekst að draga úr fjölda smitaðra mun fjöldi inniliggjandi sjúklinga vaxa hratt og í kringum 10. janúar geta orðið allt að 60 Covid sjúklingar á legudeildum og 15 á gjörgæslu. Forsendur núverandi spár gera ráð fyrir innlagnarhlutfalli upp á 0,7 prósent sem er í samræmi við innlagnartíðni til dæmis í Danmörku og Bretlandi. Að öðru leyti tekur líkanið mið af sögulegum gögnum spítalans ásamt aldri og bólusetningarstöðu smitaðra. Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Þórólfur hringdi í Kára: Íslensk erfðagreining tekur sýnin innanlands að sér Íslensk erfðagreining hefur á nýjan leik tekið að sér greiningu á sýnum innanlands. Gríðarlegt álag hefur verið í greiningu sýna á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og biðtími verið allt að 72 klukkustundir eftir niðurstöðu. 30. desember 2021 12:08 Stefnir í að einangrun styttist í sjö daga Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að það skýrist í dag hvort einangrun einkennalítilla og -lausra með Covid-19 verði stytt í sjö daga. Þá munu í dag koma út reglur um vinnusóttkví sem fyrirtæki af öllum stærðum eiga að geta lagað sig að. 30. desember 2021 11:27 839 greindust innanlands 839 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna innanlands á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Fyrra met var 836 smit innanlands þann 27. desember. 30. desember 2021 10:40 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Að því er kemur fram í tilkynngu frá farsóttarnefnd tala tölurnar um fjölda innlagna og alvarlegra veikinda fólks úr þessum hóp sínu máli. Alls eru nú 19 inniliggjandi á Landspítala en af þeim eru sex á gjörgæslu, þar af fimm í öndunarvél. Fimm af þeim sex sem eru nú á gjörgæslu eru óbólusettir. Frá upphafi fjórðu bylgjunnar hafa 110 óbólusettir einstaklingar þurft að leggjast inn og 140 fullbólusettir. Það er því ljóst að margfalt hærra hlutfall óbólusettra er að leggjast inn en 43 prósent innlagna hafa komið úr 27 þúsund manna hópi óbólusettra samanborið við 54 prósent úr hátt í 300 þúsund manna hópi bólusetra. Því hafa 0,4 prósent óbólusettra þurft að leggjast inn á spítala. Hlutfallið er hins vegar um tífalt minna hjá fullbólusettum. „Starfsfólk Landspítala biðlar til þeirra sem valið hafa að láta ekki bólusetja sig að endurskoða þá ákvörðun hið fyrsta; þeirra vegna, spítalans vegna og í þágu samfélagsins alls,“ segir í tilkynningunni. Metfjöldi greindist smitaður af veirunni í gær en í ljósi þess hve margir eru nú að greinast er viðbúið að róðurinn muni þyngjast. Samkvæmt spálíkan Landspítala má búast við að strax upp úr áramótum verði 25 Covid sjúklingar á legudeild og átta á gjörgæslu. Ef ekki tekst að draga úr fjölda smitaðra mun fjöldi inniliggjandi sjúklinga vaxa hratt og í kringum 10. janúar geta orðið allt að 60 Covid sjúklingar á legudeildum og 15 á gjörgæslu. Forsendur núverandi spár gera ráð fyrir innlagnarhlutfalli upp á 0,7 prósent sem er í samræmi við innlagnartíðni til dæmis í Danmörku og Bretlandi. Að öðru leyti tekur líkanið mið af sögulegum gögnum spítalans ásamt aldri og bólusetningarstöðu smitaðra.
Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Þórólfur hringdi í Kára: Íslensk erfðagreining tekur sýnin innanlands að sér Íslensk erfðagreining hefur á nýjan leik tekið að sér greiningu á sýnum innanlands. Gríðarlegt álag hefur verið í greiningu sýna á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og biðtími verið allt að 72 klukkustundir eftir niðurstöðu. 30. desember 2021 12:08 Stefnir í að einangrun styttist í sjö daga Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að það skýrist í dag hvort einangrun einkennalítilla og -lausra með Covid-19 verði stytt í sjö daga. Þá munu í dag koma út reglur um vinnusóttkví sem fyrirtæki af öllum stærðum eiga að geta lagað sig að. 30. desember 2021 11:27 839 greindust innanlands 839 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna innanlands á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Fyrra met var 836 smit innanlands þann 27. desember. 30. desember 2021 10:40 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Þórólfur hringdi í Kára: Íslensk erfðagreining tekur sýnin innanlands að sér Íslensk erfðagreining hefur á nýjan leik tekið að sér greiningu á sýnum innanlands. Gríðarlegt álag hefur verið í greiningu sýna á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og biðtími verið allt að 72 klukkustundir eftir niðurstöðu. 30. desember 2021 12:08
Stefnir í að einangrun styttist í sjö daga Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að það skýrist í dag hvort einangrun einkennalítilla og -lausra með Covid-19 verði stytt í sjö daga. Þá munu í dag koma út reglur um vinnusóttkví sem fyrirtæki af öllum stærðum eiga að geta lagað sig að. 30. desember 2021 11:27
839 greindust innanlands 839 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna innanlands á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Fyrra met var 836 smit innanlands þann 27. desember. 30. desember 2021 10:40