Vardy fékk aðhlynningu á vellinum eftir samstuð við varnarmann Liverpool, Joel Matip, en framherjinn kláraði þó leikinn. Vardy meiddist aftan í læri, en hann var ekki með í 6-3 tapi Leicester gegn Manchester City á öðrum degi jóla vegna sömu meiðsla.
Jamie Vardy er áttunda nafnið sem bætist á meiðslalista Leicester og næstu vikurnar verður erfitt fyrir Brendan Rodgers, þjálfara liðsins, að stilla upp sinni sterkustu framlínu.
Patson Daka verður frá næstu tvær til þrjár vikurnar og þá er Kelechi Iheanacho á leið á Afríkumótið með Nígeríu sem hefst þann 9. janúar, en úrslitaleikurinn fer fram þann 6. febrúar.
Ademola Lookman og Ayoze Perez verða því að manna framherjastöðurnar næstu vikurnar.