Krummi og Hermann biðja Sölva líka um að birta ekki viðtölin Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. desember 2021 23:05 Sölvi Tryggvason til vinstri, Krummi í Mínus í miðjunni og Hermann Hreiðarsson lengst til hægri. Vísir/Instagram Hermann Hreiðarsson knattspyrnukappi og Krummi í Mínus hafa óskað eftir því að viðtal sem Sölvi Tryggvason tók við þá fyrr á árinu verði ekki birt. Fréttastofa greindi frá því fyrr í kvöld að Bogi Ágústsson sjónvarpsmaður hefði óskað eftir því sama. Sölvi hyggst fara með hlaðvarp sitt í loftið að nýju innan skamms, en hann dró sig úr sviðsljósinu fyrr á þessu ári þegar fram komu ásakanir á hendur Sölva um að hafa framið kynferðisbrot gegn tveimur konum. Í kjölfar ásakananna, sem fram komu í maí á þessu ári, dró Sölvi sig alfarið í hlé og tók alla fyrri þætti hlaðvarps síns úr birtingu. Ekki látnir vita Hermann Hreiðarsson segir í samtali við fréttastofu að hann hafi óskað eftir því að viðtalið við hann yrði ekki birt. Hann segist hafa heyrt af því í fréttum í gær að til stæði að birta viðtalið, en hafi að öðru leyti ekki verið látinn vita. Viðtalið væri þar að auki gamalt og tekið upp í vor, áður en ásakanir á hendur Sölva komu fram. Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson, betur þekktur sem Krummi í Mínus, tekur í sama streng og Hermann. Hann hefur einnig óskað eftir því að viðtal Sölva við sig verði ekki birt og furðaði sig á því að ekki hafa ekki verið látinn vita af því að til stæði að birta viðtalið. „Þetta var bara tekið upp einhvern tímann í byrjun árs,“ segir Krummi og kveðst hafa sent skilaboð á Sölva fyrr í dag. Krummi kom hálfpartinn af fjöllum í samtali við fréttastofu. Vísir greindi frá því fyrr í kvöld að Bogi Ágústsson, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, hafi óskað eftir því að sambærilegt viðtal Sölva yrði ekki birt. Viðmælendurnir þrír vilja lítið tjá sig efnislega um málið en segja að forsendur hafi eðli málsins samkvæmt breyst frá því að viðtölin voru tekin upp. Viðtölin hafi þar að auki verið gömul en eins og fyrr segir voru þau öll tekin upp í vor, áður en ásakanir á hendur Sölva komu fram í sviðsljósið. Eins og fréttastofa greindi frá í gær er Hannes Hólmsteinn Gissurarson líklega meðal væntanlegra gesta Sölva. Ekki náðist í Hannes við vinnslu fréttarinnar. Mál Sölva Tryggvasonar Samfélagsmiðlar MeToo Podcast með Sölva Tryggva Tengdar fréttir Sölvi Tryggva snýr aftur með hlaðvarp sitt Sölvi Tryggvason, sem rak um skeið langvinsælasta hlaðvarp landsins, mun taka upp þráðinn þar sem frá var horfið á nýju ári. Þetta er samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. 29. desember 2021 16:32 Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu: Edda Falak, Sölvi Tryggva, hraðpróf og AirFryer Stafræna auglýsingastofan Sahara hefur tekið saman óformlegan lista yfir það sem Íslendingar hafa leitað mest að á leitarvélinni Google á árinu sem er að líða. 30. desember 2021 20:14 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Sölvi hyggst fara með hlaðvarp sitt í loftið að nýju innan skamms, en hann dró sig úr sviðsljósinu fyrr á þessu ári þegar fram komu ásakanir á hendur Sölva um að hafa framið kynferðisbrot gegn tveimur konum. Í kjölfar ásakananna, sem fram komu í maí á þessu ári, dró Sölvi sig alfarið í hlé og tók alla fyrri þætti hlaðvarps síns úr birtingu. Ekki látnir vita Hermann Hreiðarsson segir í samtali við fréttastofu að hann hafi óskað eftir því að viðtalið við hann yrði ekki birt. Hann segist hafa heyrt af því í fréttum í gær að til stæði að birta viðtalið, en hafi að öðru leyti ekki verið látinn vita. Viðtalið væri þar að auki gamalt og tekið upp í vor, áður en ásakanir á hendur Sölva komu fram. Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson, betur þekktur sem Krummi í Mínus, tekur í sama streng og Hermann. Hann hefur einnig óskað eftir því að viðtal Sölva við sig verði ekki birt og furðaði sig á því að ekki hafa ekki verið látinn vita af því að til stæði að birta viðtalið. „Þetta var bara tekið upp einhvern tímann í byrjun árs,“ segir Krummi og kveðst hafa sent skilaboð á Sölva fyrr í dag. Krummi kom hálfpartinn af fjöllum í samtali við fréttastofu. Vísir greindi frá því fyrr í kvöld að Bogi Ágústsson, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, hafi óskað eftir því að sambærilegt viðtal Sölva yrði ekki birt. Viðmælendurnir þrír vilja lítið tjá sig efnislega um málið en segja að forsendur hafi eðli málsins samkvæmt breyst frá því að viðtölin voru tekin upp. Viðtölin hafi þar að auki verið gömul en eins og fyrr segir voru þau öll tekin upp í vor, áður en ásakanir á hendur Sölva komu fram í sviðsljósið. Eins og fréttastofa greindi frá í gær er Hannes Hólmsteinn Gissurarson líklega meðal væntanlegra gesta Sölva. Ekki náðist í Hannes við vinnslu fréttarinnar.
Mál Sölva Tryggvasonar Samfélagsmiðlar MeToo Podcast með Sölva Tryggva Tengdar fréttir Sölvi Tryggva snýr aftur með hlaðvarp sitt Sölvi Tryggvason, sem rak um skeið langvinsælasta hlaðvarp landsins, mun taka upp þráðinn þar sem frá var horfið á nýju ári. Þetta er samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. 29. desember 2021 16:32 Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu: Edda Falak, Sölvi Tryggva, hraðpróf og AirFryer Stafræna auglýsingastofan Sahara hefur tekið saman óformlegan lista yfir það sem Íslendingar hafa leitað mest að á leitarvélinni Google á árinu sem er að líða. 30. desember 2021 20:14 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Sölvi Tryggva snýr aftur með hlaðvarp sitt Sölvi Tryggvason, sem rak um skeið langvinsælasta hlaðvarp landsins, mun taka upp þráðinn þar sem frá var horfið á nýju ári. Þetta er samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. 29. desember 2021 16:32
Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu: Edda Falak, Sölvi Tryggva, hraðpróf og AirFryer Stafræna auglýsingastofan Sahara hefur tekið saman óformlegan lista yfir það sem Íslendingar hafa leitað mest að á leitarvélinni Google á árinu sem er að líða. 30. desember 2021 20:14