Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins biðlar til fólks um að hætta að skjóta upp flugeldum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. janúar 2022 00:28 Vaktmaður hjá slökkviliðinu segir ástandið skelfilegt. Sírenuvæl hefur borist víða um borgina í kvöld og nótt. „Þetta er bara skelfilegt,“ sagði vaktmaður hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu þegar fréttastofa náði tali af honum rétt í þessu. Vísi hefur borist fjöldi ábendinga um gróðurelda sem hafa kviknað útfrá brennum eða flugeldum og samkvæmt upplýsingum frá vakt slökkviliðsins hefur mannskapurinn farið í 50 útköll það sem af er kvöldi. „Þetta er bara út um allt, það er bara þannig,“ sagði vaktmaðurinn, sem er nafnlaus þar sem hann hafði ekki tíma til að svara spurningum blaðamanns. Hann sagði sum útköllin hafa verið vegna smærri uppákoma en önnur vegna mikilla elda. Allt tiltækt lið væri nú úti að berjast við eld og skilaboð vaktmannsins einföld: Hættið að skjóta flugeldum. Vísir heyrði í íbúa í Grafarvogi sem hóf árið á sótsvörtum skóm og í sviðnuðum náttbuxum en sá hljóp út þegar hann varð var við eld við Víkurskóla í Grafarvogi. Tókst honum að slökkva eldinn en sagði að illa hefði getað farið. Nágrannar höfðu hringt á slökkvilið en manninum var ekki kunnugt um hvort það hefði komið á staðinn. Sagði hann eldinn líklega hafa kviknað vegna flugelda. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, staðfesti í samtali við Vísi um klukkan 00.40 að björgunarsveitir hefðu verið kallaðar út á höfuðborgarsvæðinu og í Árnessýslu til að aðstoða við slökkvistörf. Sagði hann fordæmi fyrir því að sveitirnar veittu slökkviliðinu hjálparhönd en það hefði síðast gerst þegar gróðureldar geisuðu í Heiðmörk í vor. Samkvæmt upplýsingum Vísis hafa nokkrir eldar kviknað í Grafarvogi og í Mosfellsbæ. Þá hafa fregnir einnig borist af eldum á Selfossi, í Grímsnesi, á Patreksfirði og víðar. Hafnarfréttir hafa meðal annars greint frá sinubruna vestan Eyjahrauns en þar virðist slökkvistarf ganga vel. Þá logar mikill eldur í Tjarnabyggð skammt frá Eyrarbakka. Slökkvilið Áramót Flugeldar Gróðureldar á Íslandi Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Þetta er bara út um allt, það er bara þannig,“ sagði vaktmaðurinn, sem er nafnlaus þar sem hann hafði ekki tíma til að svara spurningum blaðamanns. Hann sagði sum útköllin hafa verið vegna smærri uppákoma en önnur vegna mikilla elda. Allt tiltækt lið væri nú úti að berjast við eld og skilaboð vaktmannsins einföld: Hættið að skjóta flugeldum. Vísir heyrði í íbúa í Grafarvogi sem hóf árið á sótsvörtum skóm og í sviðnuðum náttbuxum en sá hljóp út þegar hann varð var við eld við Víkurskóla í Grafarvogi. Tókst honum að slökkva eldinn en sagði að illa hefði getað farið. Nágrannar höfðu hringt á slökkvilið en manninum var ekki kunnugt um hvort það hefði komið á staðinn. Sagði hann eldinn líklega hafa kviknað vegna flugelda. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, staðfesti í samtali við Vísi um klukkan 00.40 að björgunarsveitir hefðu verið kallaðar út á höfuðborgarsvæðinu og í Árnessýslu til að aðstoða við slökkvistörf. Sagði hann fordæmi fyrir því að sveitirnar veittu slökkviliðinu hjálparhönd en það hefði síðast gerst þegar gróðureldar geisuðu í Heiðmörk í vor. Samkvæmt upplýsingum Vísis hafa nokkrir eldar kviknað í Grafarvogi og í Mosfellsbæ. Þá hafa fregnir einnig borist af eldum á Selfossi, í Grímsnesi, á Patreksfirði og víðar. Hafnarfréttir hafa meðal annars greint frá sinubruna vestan Eyjahrauns en þar virðist slökkvistarf ganga vel. Þá logar mikill eldur í Tjarnabyggð skammt frá Eyrarbakka.
Slökkvilið Áramót Flugeldar Gróðureldar á Íslandi Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira