Ítrekað kallaðir út vegna sinuelda í Árnessýslu sem raktir voru til óleyfisbrenna Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2022 13:54 Slökkviliðsmenn beittu jarðýtum og gröfum til að ná tökum á gróðureldunum í Tjarnabyggð í nótt. Brunavarnir Árnessýslu Liðsmenn Brunavarna Árnessýslu þurftu að sinna alls 54 útköllum, meðal annars vegna gróðurelda sem blossuðu upp víða í umdæminu, í gærkvöldi og í nótt. Stærsti gróðureldurinn kom upp í Tjarnabyggð, suðvestur af Selfossi, og ógnaði hann um tíma þremur húsum. Þá var talsvert um óleyfisbrennur í umdæminu þar sem glóð hafði leitað í sinu. Þetta segir Lárus Kristinn Guðmundsson, settur varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, í samtali við Vísi. „Þetta byrjar þarna 17:58 og fer svo mjög hratt að stað. Við sáum smá lægð í kringum Skaupið en svo fór allt á fullt og náði hámarki í kringum miðnætti.“ Brunavarnir Árnessýslu Lárus segir að eldarnir hafi verið af ýmsum toga, allt frá mjög litlum þar sem kviknað hafi í út frá skreytingum og í risastóra elda líkt og þann í Tjarnabyggð. „Þar mátti litlu muna að færi mjög illa. Eldurinn ógnaði þarna þremur húsum og vorum við farin að beita jarðýtum og gröfum til að stöðva útbreiðsluna.“ Lárus segir að um tíma hafi allar stöðvar Brunavarna Árnessýslu verið að sinna útkalli á sama tíma, ef frá er talin sú á Laugarvatni. „Þetta var frekar svakalegt á tímabili en róaðist svo þarna um þrjú eða fjögur leytið. En þá tók auðvitað bara við frágangur og þrif, sem einnig tekur sinn tíma. Það kom svo annað útkall í Hveragerði í morgun þar sem kviknað hafði í gróðri í Hamrinum.“ Brunavarnir Árnessýslu Hann segir að veðrið hafi um tíma gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir þar sem það var talsvert vindasamt. „Það var mikið rok og við þurftum að hafa mjög hraðar hendur. Það var svo líka talsvert af óleyfisbrennum þar sem glóð var að fjúka úr þeim og kviknaði svo í sinu. Stundum þurftum við að mæta oftar en einu sinni á sama staðinn.“ Lárus biðlar til fólks að passa sig áfram þannig að sinueldarnir verði ekki fleiri. Enn séu þurrt og að mörgu leyti kjöraðstæður fyrir sinuelda. Slökkvilið Árborg Ölfus Hveragerði Grímsnes- og Grafningshreppur Áramót Tengdar fréttir „Búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt“ „Ég er búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu hjá höfuðborgarsvæðinu, aðspurður um hvernig nóttin hafi verið. 1. janúar 2022 07:19 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Stærsti gróðureldurinn kom upp í Tjarnabyggð, suðvestur af Selfossi, og ógnaði hann um tíma þremur húsum. Þá var talsvert um óleyfisbrennur í umdæminu þar sem glóð hafði leitað í sinu. Þetta segir Lárus Kristinn Guðmundsson, settur varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, í samtali við Vísi. „Þetta byrjar þarna 17:58 og fer svo mjög hratt að stað. Við sáum smá lægð í kringum Skaupið en svo fór allt á fullt og náði hámarki í kringum miðnætti.“ Brunavarnir Árnessýslu Lárus segir að eldarnir hafi verið af ýmsum toga, allt frá mjög litlum þar sem kviknað hafi í út frá skreytingum og í risastóra elda líkt og þann í Tjarnabyggð. „Þar mátti litlu muna að færi mjög illa. Eldurinn ógnaði þarna þremur húsum og vorum við farin að beita jarðýtum og gröfum til að stöðva útbreiðsluna.“ Lárus segir að um tíma hafi allar stöðvar Brunavarna Árnessýslu verið að sinna útkalli á sama tíma, ef frá er talin sú á Laugarvatni. „Þetta var frekar svakalegt á tímabili en róaðist svo þarna um þrjú eða fjögur leytið. En þá tók auðvitað bara við frágangur og þrif, sem einnig tekur sinn tíma. Það kom svo annað útkall í Hveragerði í morgun þar sem kviknað hafði í gróðri í Hamrinum.“ Brunavarnir Árnessýslu Hann segir að veðrið hafi um tíma gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir þar sem það var talsvert vindasamt. „Það var mikið rok og við þurftum að hafa mjög hraðar hendur. Það var svo líka talsvert af óleyfisbrennum þar sem glóð var að fjúka úr þeim og kviknaði svo í sinu. Stundum þurftum við að mæta oftar en einu sinni á sama staðinn.“ Lárus biðlar til fólks að passa sig áfram þannig að sinueldarnir verði ekki fleiri. Enn séu þurrt og að mörgu leyti kjöraðstæður fyrir sinuelda.
Slökkvilið Árborg Ölfus Hveragerði Grímsnes- og Grafningshreppur Áramót Tengdar fréttir „Búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt“ „Ég er búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu hjá höfuðborgarsvæðinu, aðspurður um hvernig nóttin hafi verið. 1. janúar 2022 07:19 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
„Búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt“ „Ég er búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu hjá höfuðborgarsvæðinu, aðspurður um hvernig nóttin hafi verið. 1. janúar 2022 07:19