Watford neitar að hleypa Dennis á Afríkumótið Arnar Geir Halldórsson skrifar 2. janúar 2022 11:01 Dennis efur verið einn besti leikmaður deildarinnar á tímabilinu. EPA-EFE/VICKIE FLORES Skærasta stjarna enska úrvalsdeildarliðsins Watford, Emmanuel Dennis, mun ekki taka þátt í Afríkumótinu með Nígeríu þrátt fyrir að óskað hafi verið eftir hans kröftum. Þetta varð niðurstaðan eftir langar viðræður enska úrvalsdeildarfélagsins og knattspyrnusambands Nígeríu en Watford, sem er í harðri fallbaráttu, nýtti sér óviðráðanlegar aðstæður Nígeríumanna til að meina Dennis þátttöku á mótinu. Þannig er mál með vexti að Nígeríumenn skiptu óvænt um landsliðsþjálfara í desember en Dennis var ekki í 30 manna hópi fyrrum þjálfara þegar skila þurfti inn 30 manna lista með ákveðnum fyrirvara. Nýr þjálfari, Augustine Eguavoen, tók við þann 12.desember síðastliðinn og hann ætlaði að bæta Dennis við þegar hann tilkynnti um 28 manna lokahóp sinn fyrir mótið. Þar sem Dennis var ekki í upphaflegum hópi Nígeríumanna, sem fyrrum þjálfari valdi, gat Watford komið í veg fyrir að hleypa kappanum á mótið. "He wanted to go and play." Claudio Ranieri insists Watford have not disrespected the Africa Cup of Nations by not allowing Emmanuel Dennis to be part of Nigeria's squad at the tournament... pic.twitter.com/M4dYuMlnzT— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 31, 2021 Fát kom á Claudio Ranieri, stjóra Watford, þegar hann var spurður út í málið á blaðamannafundi á Gamlársdag eins og sjá mér að ofan en þar staðfestir hann einnig að Dennis vilji taka þátt í mótinu líkt og Eguavoen, þjálfari Nígeríumanna fullyrðir. „Hann sagðist hafa reynt sitt besta og ég veit að hann gerði það. Við reyndum að ná samkomulagi við klúbbinn en þeir neita að hleypa honum í burtu. Dennis sagði mér að klúbburinn væri að gera allt til að koma í veg fyrir að hann kæmist á mótið,“ sagði Eguavoen. „Dennis vill fara á mótið en klúbburinn hans er að hóta honum, svo hvað getum við gert?“ segir Eguavoen og augljóst að Nígeríumenn eru afar ósáttir við vinnubrögð Watford. Nígeríumenn verða einnig án Victor Oshimen sem er frá vegna meiðsla. Þrátt fyrir að vera án þeirra tveggja eru öflugir sóknarmenn í hópnum á borð við Kelechi Iheanacho, Samuel Chukwueze og Odion Ighalo. Fyrir Watford þýðir þetta að Dennis getur tekið þátt í mikilvægum leikjum liðsins í fallbaráttunni þar sem þeir mæta Newcastle og Norwich á meðan Afríkumótið stendur yfir. Eftir sem áður verða þeir án Ismaila Sarr en hann er í hópi Senegal. Samkvæmt afrískum fjölmiðlum gerðu forráðamenn Watford einnig allt sem þeir gátu til að reyna að koma í veg fyrir að Sarr tæki þátt í mótinu með Senegal en höfðu ekki erindi sem erfiði. Enski boltinn Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Sjá meira
Þetta varð niðurstaðan eftir langar viðræður enska úrvalsdeildarfélagsins og knattspyrnusambands Nígeríu en Watford, sem er í harðri fallbaráttu, nýtti sér óviðráðanlegar aðstæður Nígeríumanna til að meina Dennis þátttöku á mótinu. Þannig er mál með vexti að Nígeríumenn skiptu óvænt um landsliðsþjálfara í desember en Dennis var ekki í 30 manna hópi fyrrum þjálfara þegar skila þurfti inn 30 manna lista með ákveðnum fyrirvara. Nýr þjálfari, Augustine Eguavoen, tók við þann 12.desember síðastliðinn og hann ætlaði að bæta Dennis við þegar hann tilkynnti um 28 manna lokahóp sinn fyrir mótið. Þar sem Dennis var ekki í upphaflegum hópi Nígeríumanna, sem fyrrum þjálfari valdi, gat Watford komið í veg fyrir að hleypa kappanum á mótið. "He wanted to go and play." Claudio Ranieri insists Watford have not disrespected the Africa Cup of Nations by not allowing Emmanuel Dennis to be part of Nigeria's squad at the tournament... pic.twitter.com/M4dYuMlnzT— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 31, 2021 Fát kom á Claudio Ranieri, stjóra Watford, þegar hann var spurður út í málið á blaðamannafundi á Gamlársdag eins og sjá mér að ofan en þar staðfestir hann einnig að Dennis vilji taka þátt í mótinu líkt og Eguavoen, þjálfari Nígeríumanna fullyrðir. „Hann sagðist hafa reynt sitt besta og ég veit að hann gerði það. Við reyndum að ná samkomulagi við klúbbinn en þeir neita að hleypa honum í burtu. Dennis sagði mér að klúbburinn væri að gera allt til að koma í veg fyrir að hann kæmist á mótið,“ sagði Eguavoen. „Dennis vill fara á mótið en klúbburinn hans er að hóta honum, svo hvað getum við gert?“ segir Eguavoen og augljóst að Nígeríumenn eru afar ósáttir við vinnubrögð Watford. Nígeríumenn verða einnig án Victor Oshimen sem er frá vegna meiðsla. Þrátt fyrir að vera án þeirra tveggja eru öflugir sóknarmenn í hópnum á borð við Kelechi Iheanacho, Samuel Chukwueze og Odion Ighalo. Fyrir Watford þýðir þetta að Dennis getur tekið þátt í mikilvægum leikjum liðsins í fallbaráttunni þar sem þeir mæta Newcastle og Norwich á meðan Afríkumótið stendur yfir. Eftir sem áður verða þeir án Ismaila Sarr en hann er í hópi Senegal. Samkvæmt afrískum fjölmiðlum gerðu forráðamenn Watford einnig allt sem þeir gátu til að reyna að koma í veg fyrir að Sarr tæki þátt í mótinu með Senegal en höfðu ekki erindi sem erfiði.
Enski boltinn Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti