„Mér finnst alltaf jafn gaman að fá rokk stigin“ Atli Arason skrifar 3. janúar 2022 22:27 Hilmar Smári Henningsson segir að troðslan í traffík komi við gott tækifæri. Mynd/FIBA Hilmar Smári Henningsson, leikmaður Stjörnunnar, var kampakátur með 20 stiga sigur á Njarðvík í kvöld, 97-77. „Þetta var frábært, mjög góður sigur. Loksins byrjum við leik frá fyrstu mínútu og náum að setja saman fjörutíu mínútur þó það komu nokkrar mínútur undir lokin þar sem við döluðum aðeins. Þrátt fyrir það er ég þvílíkt sáttur með sigurinn,“ sagði Hilmar í viðtali við Vísi eftir leik. Stjarnan byrjaði leikin vel og leiddi alveg frá upphafi til enda en heimamenn komust mest í 26 stiga forskot í upphafi síðari hálfleiks. „Að sjálfsögðu hjálpar það [að byrja vel] en eins og við vitum í þessari deild og hefur marg oft komið fyrir, þá geta lið komið til baka. Eins og við sjálfir í síðasta leik gegn Blikum þegar við vorum 18 stigum undir og komum til baka til að sigra. Það er ekkert sjálfsagt að vinna leikin þegar maður er 20 stigum yfir. Það þarf þvílíkan kjark, metnað og einbeitingu til að halda þessu forskoti. Ég er þvílíkt sáttur með liðið að ná að halda þessari forystu í þennan tíma.“ Hilmar átti mjög fínan leik í kvöld með 14 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. Það komu alls fjórar fallegar troðslur í þessum leik en enginn þeirra kom frá Hilmari. Sigurður Orri Kristjánsson og Tómas Steindórsson í útvarpsþættinum Boltinn Lýgur Ekki hafa mikið verið að kalla eftir því að Hilmar troði í traffík og Hilmar hefur orðið var við þá umræðu og hafði mikið gaman af er hann var spurður út í þessi ummæli þeirra BLE bræðra. „Það kemur bara við gott tækifæri,“ sagði Hilmar og hló mikið áður en hann bætti við, „ég er ekki að reyna að þrýsta neinu, þetta er bara tvö stig. Mér finnst alltaf jafn gaman að fá rokk stigin. Það kannski styttist í þetta, við sjáum til,“ svaraði Hilmar með stórt glott út af eyrum. Næsta leik Stjörnunnar í deildinni gegn ÍR hefur verið frestað og Stjarnan þarf að sitja hjá í næstu umferð áður en þeir leika bikarleik gegn Keflavík þann 12. janúar. „Þetta er kannski aðeins of löng pása en eins og allir vita þá eru þetta skrítnir tímar og við þurfum að vera tilbúnir í hvað sem er, hvort sem það er lítil pása eða löng pása. Við fengum litla pásu fyrir þennan leik og svo verður lengri pása fyrir næsta leik. Við aðlögumst bara aðstæðum og æfum harðar. Arnar elskar allavegana að láta okkur æfa hart,“ sagði Hilmar Smári Henningsson að endingu. Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Sjá meira
„Þetta var frábært, mjög góður sigur. Loksins byrjum við leik frá fyrstu mínútu og náum að setja saman fjörutíu mínútur þó það komu nokkrar mínútur undir lokin þar sem við döluðum aðeins. Þrátt fyrir það er ég þvílíkt sáttur með sigurinn,“ sagði Hilmar í viðtali við Vísi eftir leik. Stjarnan byrjaði leikin vel og leiddi alveg frá upphafi til enda en heimamenn komust mest í 26 stiga forskot í upphafi síðari hálfleiks. „Að sjálfsögðu hjálpar það [að byrja vel] en eins og við vitum í þessari deild og hefur marg oft komið fyrir, þá geta lið komið til baka. Eins og við sjálfir í síðasta leik gegn Blikum þegar við vorum 18 stigum undir og komum til baka til að sigra. Það er ekkert sjálfsagt að vinna leikin þegar maður er 20 stigum yfir. Það þarf þvílíkan kjark, metnað og einbeitingu til að halda þessu forskoti. Ég er þvílíkt sáttur með liðið að ná að halda þessari forystu í þennan tíma.“ Hilmar átti mjög fínan leik í kvöld með 14 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. Það komu alls fjórar fallegar troðslur í þessum leik en enginn þeirra kom frá Hilmari. Sigurður Orri Kristjánsson og Tómas Steindórsson í útvarpsþættinum Boltinn Lýgur Ekki hafa mikið verið að kalla eftir því að Hilmar troði í traffík og Hilmar hefur orðið var við þá umræðu og hafði mikið gaman af er hann var spurður út í þessi ummæli þeirra BLE bræðra. „Það kemur bara við gott tækifæri,“ sagði Hilmar og hló mikið áður en hann bætti við, „ég er ekki að reyna að þrýsta neinu, þetta er bara tvö stig. Mér finnst alltaf jafn gaman að fá rokk stigin. Það kannski styttist í þetta, við sjáum til,“ svaraði Hilmar með stórt glott út af eyrum. Næsta leik Stjörnunnar í deildinni gegn ÍR hefur verið frestað og Stjarnan þarf að sitja hjá í næstu umferð áður en þeir leika bikarleik gegn Keflavík þann 12. janúar. „Þetta er kannski aðeins of löng pása en eins og allir vita þá eru þetta skrítnir tímar og við þurfum að vera tilbúnir í hvað sem er, hvort sem það er lítil pása eða löng pása. Við fengum litla pásu fyrir þennan leik og svo verður lengri pása fyrir næsta leik. Við aðlögumst bara aðstæðum og æfum harðar. Arnar elskar allavegana að láta okkur æfa hart,“ sagði Hilmar Smári Henningsson að endingu.
Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Sjá meira