Lukaku áfram hjá Chelsea eftir sáttafund Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2022 08:30 Romelu Lukaku kom til Chelsea í sumar og virðist ekki vera á förum neitt. Getty/James Williamson Belgíski framherjinn Romelu Lukaku verður ekki seldur eða lánaður frá Chelsea í janúar eða næsta sumar, þrátt fyrir viðtalið við Sky á Ítalíu sem fór illa í forráðamenn enska knattspyrnufélagsins. Lukaku og knattspyrnustjórinn Thomas Tuchel áttu sáttafund í gær vegna málsins þar sem Lukaku viðurkenndi að fyrrnefnt viðtal hefði verið mistök. Frá þessu greinir meðal annars Sky Sports. Í viðtalinu, sem var tekið upp fyrir nokkrum vikum en fyrst sýnt síðastliðinn fimmtudag, sagðist Lukaku óánægður með hlutverk sitt hjá Chelsea og að hann vildi snúa aftur til Inter Mílanó í náinni framtíð. Lukaku sagðist aðeins hafa farið frá Inter til Chelsea í sumar vegna þess að beiðni hans um nýjan samning hjá ítalska félaginu hefði verið hafnað. Lukaku segist núna sjá eftir þessum ummælum og að hann hafi viljað fara til Chelsea, og gert það ótilneyddur. Þeir Tuchel eru sammála um það að málið sé búið og að nú taki við barátta um að koma Chelsea nær Manchester City í titilbaráttunni á Englandi. Been told Romelu Lukaku explained to Thomas Tuchel and Chelsea board that he has no intention of leaving the club in January. #CFCAnyway, Chelsea won t allow any discussion with other clubs over loan on permanent move. Romelu also had very good training session yesterday.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 4, 2022 Chelsea gerði 2-2 jafntefli við Liverpool á sunnudaginn en Tuchel var þá með Lukaku utan hóps vegna málsins. Aldrei hefur komið til umræðu að Lukaku verði seldur en hann sneri aftur til Chelsea í sumar eftir að hafa orðið ítalskur meistari með Inter. Samkvæmt Sky Sports kemur ekki til greina að Lukaku verði seldur í janúar né næsta sumar. Miðillinn segir ekkert hæft í fréttum frá Ítalíu þess efnis að hann vilji endurnýja kynni sín við Antonio Conte með því að fara til Tottenham. Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Sjá meira
Lukaku og knattspyrnustjórinn Thomas Tuchel áttu sáttafund í gær vegna málsins þar sem Lukaku viðurkenndi að fyrrnefnt viðtal hefði verið mistök. Frá þessu greinir meðal annars Sky Sports. Í viðtalinu, sem var tekið upp fyrir nokkrum vikum en fyrst sýnt síðastliðinn fimmtudag, sagðist Lukaku óánægður með hlutverk sitt hjá Chelsea og að hann vildi snúa aftur til Inter Mílanó í náinni framtíð. Lukaku sagðist aðeins hafa farið frá Inter til Chelsea í sumar vegna þess að beiðni hans um nýjan samning hjá ítalska félaginu hefði verið hafnað. Lukaku segist núna sjá eftir þessum ummælum og að hann hafi viljað fara til Chelsea, og gert það ótilneyddur. Þeir Tuchel eru sammála um það að málið sé búið og að nú taki við barátta um að koma Chelsea nær Manchester City í titilbaráttunni á Englandi. Been told Romelu Lukaku explained to Thomas Tuchel and Chelsea board that he has no intention of leaving the club in January. #CFCAnyway, Chelsea won t allow any discussion with other clubs over loan on permanent move. Romelu also had very good training session yesterday.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 4, 2022 Chelsea gerði 2-2 jafntefli við Liverpool á sunnudaginn en Tuchel var þá með Lukaku utan hóps vegna málsins. Aldrei hefur komið til umræðu að Lukaku verði seldur en hann sneri aftur til Chelsea í sumar eftir að hafa orðið ítalskur meistari með Inter. Samkvæmt Sky Sports kemur ekki til greina að Lukaku verði seldur í janúar né næsta sumar. Miðillinn segir ekkert hæft í fréttum frá Ítalíu þess efnis að hann vilji endurnýja kynni sín við Antonio Conte með því að fara til Tottenham.
Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Sjá meira