Sonni afar ósáttur við Jerv: „Það fáránlegasta sem ég hef lent í“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2022 11:30 Sonni Ragnar Nattestad lék síðast með Dundalk á Írlandi. getty/Ben McShane Færeyski fótboltamaðurinn Sonni Ragnar Nattested er afar ósáttur með vinnubrögð norska úrvalsdeildarliðsins Jerv sem rifti samningi sínum við hann, aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hann samdi við það. Hann segir þetta það fáránlegasta sem hann hafi lent í. Sonni átti að vera aðalvitni í nauðgunarmáli gegn Babacar Sarr, fyrrverandi samherja sínum hjá Molde. Hann mætti hins vegar ekki fyrir rétt líkt og Sarr sem enginn virðist vita hver er niðurkominn. Hann er eftirlýstur af Interpol sem biðlar til hverrar þeirrar þjóðar sem verður hans vör að framselja Sarr til Noregs svo hægt sé að sækja hann til saka. Stuðningsmenn Jerv voru afar ósáttir eftir að félagið tilkynnti að það hefði samið við Sonna. Og eftir mikinn þrýsting ákvað Jerv að rifta samningnum þótt blekið á pappírnum væri rétt svo þornað. Félagið baðst jafnframt afsökunar á að hafa ekki kannað bakgrunn Sonna betur og unnið heimavinnuna sína. Sonna tjáir sig um málavexti í viðtali við VG. Þar segir hann að hætt hafi verið við félagaskiptin að hans ósk og gagnrýnir Jerv harðlega fyrir hvernig félagið tók á málinu sem hann segir að allir hafi vitað af. „Þetta er það fáránlegasta sem ég hef upplifað. Fyrst sögðust þeir hafa hætt við félagaskiptin og ekki hafa vitað af málinu. Allir í Noregi vita af því. Það er leiðinlegt að þetta hljómi eins og ég hafi gert eitthvað af mér sem ég hef ekki. Ég er bara vitni. Þeir segjast ekki hafa rannsakað málið sem er kjaftæði. Þeir tóku ekki vel á þessu,“ sagði Sonni. Hann segist ekki hafa getað mætt fyrir áfrýjunardómstól í fyrstu tilraun en hafi hins vegar mætt fyrir héraðsdóm. Pósturinn sendur á rangt tölvupóstfang „Ég fékk tölvupóst tveimur dögum áður en ég þurfti að fara til Noregs þar sem ég bjó ekki. Fyrst svaraði ég og sagðist ekki geta mætt en svo sagðist ég geta mætt. Svo var mér sagt að þessu hefði verið frestað. Svo kom þriðja dagsetningin, í júní eða einhvern tímann. Ég fór í dómshúsið en var tjáð að þessu hefði verið frestað án þess að ég hafi verið látinn vita,“ sagði Sonni. „Ég mætti þarna í júní. Þeir sögðu að þessu hefði verið frestað og þeir hefðu sent póst á rangt tölvupóstfang. Ég fékk ekki að vita af þessu.“ Sonni hafnar því að vitnisburður hans í skýrslutöku hjá lögreglu og fyrir héraðsdómi hafi verið ólíkur. Hann segist hafa sagt það sama en hafi átt í vandræðum með norskuna. Þau vandamál hafi verið úr sögunni eftir að hann fékk túlk. Arne Sandstø, þjálfari Jerv, vildi ekki tjá sig mikið um ummæli Sonna. Hann sagði einfaldlega að Jerv hafi ekki aflað sér nægilega mikilla upplýsinga og ekki staðið sig í stykkinu. Sonni lék hér á landi sumarið 2016. Hann samdi upphaflega við FH en tókst ekki að festa sig í sessi hjá liðinu og var lánaður til Fylkis. Alls spilaði Sonni ellefu leiki í deild og bikar hér á landi. Sarr lék með Selfossi á árunum 2011-12 en fór svo til Noregs. Kona á þrítugsaldri kærði Sarr fyrir nauðgun 2017. Ári seinna var hann sýknaður af rétti í Molde en lét sig hverfa frá Noregi eftir að málinu var áfrýjað. Síðan hefur ekkert til hans spurst. Norski boltinn Noregur Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Sjá meira
Sonni átti að vera aðalvitni í nauðgunarmáli gegn Babacar Sarr, fyrrverandi samherja sínum hjá Molde. Hann mætti hins vegar ekki fyrir rétt líkt og Sarr sem enginn virðist vita hver er niðurkominn. Hann er eftirlýstur af Interpol sem biðlar til hverrar þeirrar þjóðar sem verður hans vör að framselja Sarr til Noregs svo hægt sé að sækja hann til saka. Stuðningsmenn Jerv voru afar ósáttir eftir að félagið tilkynnti að það hefði samið við Sonna. Og eftir mikinn þrýsting ákvað Jerv að rifta samningnum þótt blekið á pappírnum væri rétt svo þornað. Félagið baðst jafnframt afsökunar á að hafa ekki kannað bakgrunn Sonna betur og unnið heimavinnuna sína. Sonna tjáir sig um málavexti í viðtali við VG. Þar segir hann að hætt hafi verið við félagaskiptin að hans ósk og gagnrýnir Jerv harðlega fyrir hvernig félagið tók á málinu sem hann segir að allir hafi vitað af. „Þetta er það fáránlegasta sem ég hef upplifað. Fyrst sögðust þeir hafa hætt við félagaskiptin og ekki hafa vitað af málinu. Allir í Noregi vita af því. Það er leiðinlegt að þetta hljómi eins og ég hafi gert eitthvað af mér sem ég hef ekki. Ég er bara vitni. Þeir segjast ekki hafa rannsakað málið sem er kjaftæði. Þeir tóku ekki vel á þessu,“ sagði Sonni. Hann segist ekki hafa getað mætt fyrir áfrýjunardómstól í fyrstu tilraun en hafi hins vegar mætt fyrir héraðsdóm. Pósturinn sendur á rangt tölvupóstfang „Ég fékk tölvupóst tveimur dögum áður en ég þurfti að fara til Noregs þar sem ég bjó ekki. Fyrst svaraði ég og sagðist ekki geta mætt en svo sagðist ég geta mætt. Svo var mér sagt að þessu hefði verið frestað. Svo kom þriðja dagsetningin, í júní eða einhvern tímann. Ég fór í dómshúsið en var tjáð að þessu hefði verið frestað án þess að ég hafi verið látinn vita,“ sagði Sonni. „Ég mætti þarna í júní. Þeir sögðu að þessu hefði verið frestað og þeir hefðu sent póst á rangt tölvupóstfang. Ég fékk ekki að vita af þessu.“ Sonni hafnar því að vitnisburður hans í skýrslutöku hjá lögreglu og fyrir héraðsdómi hafi verið ólíkur. Hann segist hafa sagt það sama en hafi átt í vandræðum með norskuna. Þau vandamál hafi verið úr sögunni eftir að hann fékk túlk. Arne Sandstø, þjálfari Jerv, vildi ekki tjá sig mikið um ummæli Sonna. Hann sagði einfaldlega að Jerv hafi ekki aflað sér nægilega mikilla upplýsinga og ekki staðið sig í stykkinu. Sonni lék hér á landi sumarið 2016. Hann samdi upphaflega við FH en tókst ekki að festa sig í sessi hjá liðinu og var lánaður til Fylkis. Alls spilaði Sonni ellefu leiki í deild og bikar hér á landi. Sarr lék með Selfossi á árunum 2011-12 en fór svo til Noregs. Kona á þrítugsaldri kærði Sarr fyrir nauðgun 2017. Ári seinna var hann sýknaður af rétti í Molde en lét sig hverfa frá Noregi eftir að málinu var áfrýjað. Síðan hefur ekkert til hans spurst.
Norski boltinn Noregur Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Sjá meira