Bein útsending: Vindmyllan í Þykkvabæ sprengd Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. janúar 2022 11:51 Vindmyllurnar voru tvær í rekstri í Þykkvabæ. Önnur brann 2017 og hin nú um áramótin. Vísir/Arnar Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar stefnir á að sprengja upp úr hádegi vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Sprengingin verður í beinni útsendingu á Vísi. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Hábæs, segir nauðsynlegt að fella mylluna til að koma í veg fyrir að hún valdi skaða. Vindmyllan var í eigu fyrirtækisins Biokraft sem gangsetti tvær vindmyllur í Þykkvabæ sumarið 2014. Þær höfðu áður staðið í Þýskalandi. Önnur vindmyllan brann í eldsvoða í júlí 2017 og hefur verið ónothæf síðan. Biokraft varð gjaldþrota árið 2019 og eru vindmyllurnar í eigu Háblæs í dag. Beina útsendingu má sjá að neðan en hún er aðgengileg á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Lesa má nýjustu vendingar í vaktinni hér neðst í fréttinni. Um heljarinnar mannvirki er að ræða. Sextíu metrar á hæð og fleiri tugir tonna að þyngd. „Spaðarnir á henni snúast og engin leið til að stoppa það. Það er ekki þorandi að fara upp í turninn því þar er allt brunnið. Hún gæti í miklu roki farið að snúast af miklu afli og hugsanlega brotnað. Þess vegna ætlum við að fella mylluna af öryggisástæðum,“ segir Ásgeir. Allt í turni myllunnar sé ónýtt. „Mastrið er í sjálfu sér heilt en við verðum að tryggja að ekki verði frekari skaði eða tjón af. Hún fari að snúast á yfirsnúningi og hugsanlega brotna af henni hlutir sem gæti haft slæmar afleiðingar. Því verður hún felld til að forðast skaða eða tjón.“ Sprengjusveit gæslunnar sér um framkvæmd sprengingarinnar. Varðandi öryggi á svæðinu segir Ásgeir lögreglu standa þá vakt. Ásgeir segir vinnu hafa staðið yfir varðandi endurbyggingu á vindmyllunum eftir að kviknaði í þeirri fyrri. Nú hafi sú síðari brunnið. Þessar tvær hverfi en væntanlega komi aðrar í staðinn. „Já, það er ætlunin. Það voru áform um að endurnýja þessar myllur. Þau eru óbreytt varðandi aðra þeirra. Svo brennur hin á nýársdag. Það eru áform um að endurnýja hana.“ Tíminn verði að leiða í ljós nákvæmlega hvað verði en mikil tækifæri séu á nýtingu vinds á Íslandi til raforkuframleiðslu til að uppfylla þörf markaðarins fyrir rafmagnsnotkun.
Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Hábæs, segir nauðsynlegt að fella mylluna til að koma í veg fyrir að hún valdi skaða. Vindmyllan var í eigu fyrirtækisins Biokraft sem gangsetti tvær vindmyllur í Þykkvabæ sumarið 2014. Þær höfðu áður staðið í Þýskalandi. Önnur vindmyllan brann í eldsvoða í júlí 2017 og hefur verið ónothæf síðan. Biokraft varð gjaldþrota árið 2019 og eru vindmyllurnar í eigu Háblæs í dag. Beina útsendingu má sjá að neðan en hún er aðgengileg á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Lesa má nýjustu vendingar í vaktinni hér neðst í fréttinni. Um heljarinnar mannvirki er að ræða. Sextíu metrar á hæð og fleiri tugir tonna að þyngd. „Spaðarnir á henni snúast og engin leið til að stoppa það. Það er ekki þorandi að fara upp í turninn því þar er allt brunnið. Hún gæti í miklu roki farið að snúast af miklu afli og hugsanlega brotnað. Þess vegna ætlum við að fella mylluna af öryggisástæðum,“ segir Ásgeir. Allt í turni myllunnar sé ónýtt. „Mastrið er í sjálfu sér heilt en við verðum að tryggja að ekki verði frekari skaði eða tjón af. Hún fari að snúast á yfirsnúningi og hugsanlega brotna af henni hlutir sem gæti haft slæmar afleiðingar. Því verður hún felld til að forðast skaða eða tjón.“ Sprengjusveit gæslunnar sér um framkvæmd sprengingarinnar. Varðandi öryggi á svæðinu segir Ásgeir lögreglu standa þá vakt. Ásgeir segir vinnu hafa staðið yfir varðandi endurbyggingu á vindmyllunum eftir að kviknaði í þeirri fyrri. Nú hafi sú síðari brunnið. Þessar tvær hverfi en væntanlega komi aðrar í staðinn. „Já, það er ætlunin. Það voru áform um að endurnýja þessar myllur. Þau eru óbreytt varðandi aðra þeirra. Svo brennur hin á nýársdag. Það eru áform um að endurnýja hana.“ Tíminn verði að leiða í ljós nákvæmlega hvað verði en mikil tækifæri séu á nýtingu vinds á Íslandi til raforkuframleiðslu til að uppfylla þörf markaðarins fyrir rafmagnsnotkun.
Vindmyllur í Þykkvabæ Rangárþing ytra Vindorka Tengdar fréttir Vindmyllan í Þykkvabæ brann á nýársdag Önnur vindmyllanna sem stendur við Þykkvabæ brann í gær. Þær hafa nú báðar eyðilagst í eldi en hin brann sumarið 2017. 2. janúar 2022 13:05 Fær ekki að reisa tvær nýjar og hærri vindmyllur í Þykkvabæ Vindmyllur BioKraft í Þykkvabæ hafa skilað góðum afköstum að sögn eigandans. 23. október 2017 06:00 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Sjá meira
Vindmyllan í Þykkvabæ brann á nýársdag Önnur vindmyllanna sem stendur við Þykkvabæ brann í gær. Þær hafa nú báðar eyðilagst í eldi en hin brann sumarið 2017. 2. janúar 2022 13:05
Fær ekki að reisa tvær nýjar og hærri vindmyllur í Þykkvabæ Vindmyllur BioKraft í Þykkvabæ hafa skilað góðum afköstum að sögn eigandans. 23. október 2017 06:00