Segir ósanngjarnt ef Fallon Sherrock fær sæti í úrvalsdeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. janúar 2022 14:01 Fallon Sherrock tapaði fyrir reynsluboltanum Steve Beaton, 3-2, í 1. umferð heimsmeistaramótsins í pílukasti. getty/Tom Dulat Skiptar skoðanir eru á því hvort Fallon Sherrock eigi að fá keppnisrétt í úrvalsdeildinni í pílukasti. Sherrock hefur vakið athygli fyrir vasklega framgöngu á mótum og komst meðal annars í 3. umferð á HM 2020. Þar varð hún fyrsta konan til að vinna leik á HM. Hún komst einnig í átta manna úrslit á Grand Slam of Darts síðasta haust. Þá er Sherrock gríðarlega vinsæl og líklega einn vinsælasti pílukastari heims. Hún tapaði hins vegar í 1. umferð á nýafstöðnu heimsmeistaramóti og ekki eru allir sáttir með að hún fái sæti í úrvalsdeildinni þar sem tíu af bestu kepppendum heims leiða saman hesta sína. Ekki hefur enn verið tilkynnt hverjir munu keppa í úrvalsdeildinni en talið er að forsvarsmenn hennar bíði eftir því hvort Sherrock muni tryggja sér sæti á PDC mótaröðinni. John Part, þrefaldur heimsmeistari og einn sérfræðinga Sky Sports um pílukast, er mótfallinn því að Sherrock fái sæti í úrvalsdeildinni. „Með núgildandi fyrirkomulagi er erfitt að velja hana. Hún er sannarlega fær um að spila. En ef ég væri hún eða einhver tengdur henni myndi ég sennilega ekki vilja að hún færi í úrvalsdeildinni. Ég þekki það af eigin reynslu hversu erfitt þetta er. Þetta hefur ekki góð áhrif á sjálfstraust viðkomandi. Við höfum séð það hjá leikmönnum á borð við Kim Huybrechts, Mark Webster og Michael Smith,“ sagði Part. Hann er sannfærður um að það myndi auka áhuga á úrvalsdeildinni að bjóða Sherrock sæti í henni en ókostirnir séu líka til staðar og vegi sennilega þyngra. „Það yrði að mörgu leyti gott að hafa hana þarna en ég held að það væri ekki gott fyrir hana og er ekki viss um að það væri sanngjarnt fyrir aðra. Þú getur ekki gert þetta á kostnað einhvers sem á það fullkomlega skilið án þess að spyrja hvort þetta hafi eitthvað með athygli á mótinu að gera. Og það þarf ekki endilega að vera jákvæð athygli,“ sagði Part um Sherrock sem er í 90. sæti heimslistans. Pílukast Mest lesið Leik lokið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Man. United - Brighton | Rauðu djöflarnir í leit að þriðja deildarsigrinum í röð Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Víkingur - Valur | Verðlaun afhent í Víkinni Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Sjá meira
Sherrock hefur vakið athygli fyrir vasklega framgöngu á mótum og komst meðal annars í 3. umferð á HM 2020. Þar varð hún fyrsta konan til að vinna leik á HM. Hún komst einnig í átta manna úrslit á Grand Slam of Darts síðasta haust. Þá er Sherrock gríðarlega vinsæl og líklega einn vinsælasti pílukastari heims. Hún tapaði hins vegar í 1. umferð á nýafstöðnu heimsmeistaramóti og ekki eru allir sáttir með að hún fái sæti í úrvalsdeildinni þar sem tíu af bestu kepppendum heims leiða saman hesta sína. Ekki hefur enn verið tilkynnt hverjir munu keppa í úrvalsdeildinni en talið er að forsvarsmenn hennar bíði eftir því hvort Sherrock muni tryggja sér sæti á PDC mótaröðinni. John Part, þrefaldur heimsmeistari og einn sérfræðinga Sky Sports um pílukast, er mótfallinn því að Sherrock fái sæti í úrvalsdeildinni. „Með núgildandi fyrirkomulagi er erfitt að velja hana. Hún er sannarlega fær um að spila. En ef ég væri hún eða einhver tengdur henni myndi ég sennilega ekki vilja að hún færi í úrvalsdeildinni. Ég þekki það af eigin reynslu hversu erfitt þetta er. Þetta hefur ekki góð áhrif á sjálfstraust viðkomandi. Við höfum séð það hjá leikmönnum á borð við Kim Huybrechts, Mark Webster og Michael Smith,“ sagði Part. Hann er sannfærður um að það myndi auka áhuga á úrvalsdeildinni að bjóða Sherrock sæti í henni en ókostirnir séu líka til staðar og vegi sennilega þyngra. „Það yrði að mörgu leyti gott að hafa hana þarna en ég held að það væri ekki gott fyrir hana og er ekki viss um að það væri sanngjarnt fyrir aðra. Þú getur ekki gert þetta á kostnað einhvers sem á það fullkomlega skilið án þess að spyrja hvort þetta hafi eitthvað með athygli á mótinu að gera. Og það þarf ekki endilega að vera jákvæð athygli,“ sagði Part um Sherrock sem er í 90. sæti heimslistans.
Pílukast Mest lesið Leik lokið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Man. United - Brighton | Rauðu djöflarnir í leit að þriðja deildarsigrinum í röð Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Víkingur - Valur | Verðlaun afhent í Víkinni Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Sjá meira
Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Íslenski boltinn
Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Íslenski boltinn