Rússneskur risi kaupir meirihluta í Vélfagi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. janúar 2022 15:28 Hjónin Bjarnar og Ólöf stýra áfram fyrirtækinu. Silfá Huld Bjarmadóttir Rússneska sjávarútvegsfyrirtækið Norebo hefur keypt meirihluta í Vélfagi ehf. Akureyringurinn Finnbogi Baldvinsson, sem rekur ráðgjafafyrirtæki í Þýskalandi, hafði milligöngu um kaupin og sest í stjórn Vélfags fyrir hönd stofnendanna, hjónanna Bjarma Sigurgarðarssonar og Ólafar Ýrar Lárusdóttur. Þau eiga eftir viðskiptin 45,5% í félaginu. Staðarmiðillinn Akureyri.net greindi frá kaupunum eftir hádegið og í framhaldinu sendi Vélfag frá sér tilkynningu. Þar kemur fram að Norebo, eitt stærsta útgerðarfélag heims, hafi keypt 54,5 prósenta hlut í félaginu. Stofnendurnir Bjarmi og Ólöf Ýr seldu hlut í félaginu og um leið var hlutafé aukið. Kaupverð er trúnaðarmál. „Viðskiptin eru afar ánægjuleg fyrir Vélfag og gríðarleg viðurkenning fyrir eigendur og starfsfólk fyrirtækisins. Mikill fengur er í Norebo sem hluthafa og samstarfsaðila, kaupin styrkja mjög stoðir Vélfags og búa fyrirtækið undir aukið þróunarstarf og verulega aukningu í framleiðslu. Vélfag var stofnað árið 1995 af þeim Bjarma og Ólöfu. Fyrst í stað var fyrirtækið í þjónustu við fyrirtæki í sjávarútvegi en fljótlega hófu starfsmenn Vélfags að þróa og framleiða vélar fyrir fiskvinnslu. „Óhætt er þó að segja að fyrirtækið hafi lagt mikinn metnað og kraft í þróun á vélum, sem hefur skilað mjög góðum árangri. Vélfag er framsækið nýsköpunarfyrirtæki, sem byggir á öflugu frumkvöðlastarfi. Fyrirtækið hefur hlotið nýsköpunarverðlaun og á síðasta ári fékk það nýsköpunarstyrk að upphæð 50 milljónir frá Rannís Tækniþróunarsjóði til þróunar á vél, sem er í einkaleyfisferli. Í farvatninu eru stórir sölusamningar og óhætt að segja að framundan séu mjög áhugaverðir og bjartir tímar hjá Vélfagi.“ Stofnendur Vélfags, Bjarmi og Ólöf, gleðjast mjög á þessum tímamótum. „Við fögnum þessum merka og mikilvæga áfanga í sögu Vélfags. Við erum sannfærð um að þetta sé mikið gæfuspor enda mun aðkoma Norebo skjóta styrkum stoðum undir Vélfag til að takast á við krefjandi framtíð og tryggja jafnframt áframhaldandi þjónustu og gæði fyrir bæði núverandi og framtíðar viðskiptavini. Framundan eru gríðarmiklar áskoranir í vinnslu og meðferð sjávarafurða í breyttri heimsmynd. Við hlökkum mikið til að takast á við þessi spennandi tækifæri með því öfluga og metnaðarfulla fyrirtæki sem Norebo er.“ Stjórn félagsins munu skipa Finnbogi Baldvinsson fyrir hönd Bjarma og Ólafar, en aðrir í stjórn eru Soling Yip, fjármálastjóri Norebo Overseas Holding og Pavel Kosolapov, framkvæmdastjóri tæknimála hjá Norebo Group. Framkvæmdastjórar Vélfags verða sem áður Bjarmi Arnfjörð Sigurgarðarsson og Ólöf Ýr Lárusdóttir. Akureyri Sjávarútvegur Rússland Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira
Staðarmiðillinn Akureyri.net greindi frá kaupunum eftir hádegið og í framhaldinu sendi Vélfag frá sér tilkynningu. Þar kemur fram að Norebo, eitt stærsta útgerðarfélag heims, hafi keypt 54,5 prósenta hlut í félaginu. Stofnendurnir Bjarmi og Ólöf Ýr seldu hlut í félaginu og um leið var hlutafé aukið. Kaupverð er trúnaðarmál. „Viðskiptin eru afar ánægjuleg fyrir Vélfag og gríðarleg viðurkenning fyrir eigendur og starfsfólk fyrirtækisins. Mikill fengur er í Norebo sem hluthafa og samstarfsaðila, kaupin styrkja mjög stoðir Vélfags og búa fyrirtækið undir aukið þróunarstarf og verulega aukningu í framleiðslu. Vélfag var stofnað árið 1995 af þeim Bjarma og Ólöfu. Fyrst í stað var fyrirtækið í þjónustu við fyrirtæki í sjávarútvegi en fljótlega hófu starfsmenn Vélfags að þróa og framleiða vélar fyrir fiskvinnslu. „Óhætt er þó að segja að fyrirtækið hafi lagt mikinn metnað og kraft í þróun á vélum, sem hefur skilað mjög góðum árangri. Vélfag er framsækið nýsköpunarfyrirtæki, sem byggir á öflugu frumkvöðlastarfi. Fyrirtækið hefur hlotið nýsköpunarverðlaun og á síðasta ári fékk það nýsköpunarstyrk að upphæð 50 milljónir frá Rannís Tækniþróunarsjóði til þróunar á vél, sem er í einkaleyfisferli. Í farvatninu eru stórir sölusamningar og óhætt að segja að framundan séu mjög áhugaverðir og bjartir tímar hjá Vélfagi.“ Stofnendur Vélfags, Bjarmi og Ólöf, gleðjast mjög á þessum tímamótum. „Við fögnum þessum merka og mikilvæga áfanga í sögu Vélfags. Við erum sannfærð um að þetta sé mikið gæfuspor enda mun aðkoma Norebo skjóta styrkum stoðum undir Vélfag til að takast á við krefjandi framtíð og tryggja jafnframt áframhaldandi þjónustu og gæði fyrir bæði núverandi og framtíðar viðskiptavini. Framundan eru gríðarmiklar áskoranir í vinnslu og meðferð sjávarafurða í breyttri heimsmynd. Við hlökkum mikið til að takast á við þessi spennandi tækifæri með því öfluga og metnaðarfulla fyrirtæki sem Norebo er.“ Stjórn félagsins munu skipa Finnbogi Baldvinsson fyrir hönd Bjarma og Ólafar, en aðrir í stjórn eru Soling Yip, fjármálastjóri Norebo Overseas Holding og Pavel Kosolapov, framkvæmdastjóri tæknimála hjá Norebo Group. Framkvæmdastjórar Vélfags verða sem áður Bjarmi Arnfjörð Sigurgarðarsson og Ólöf Ýr Lárusdóttir.
Akureyri Sjávarútvegur Rússland Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira