Ísland á sterkt mót í Bandaríkjunum í febrúar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. janúar 2022 17:25 Íslenska landsliðið tekur þátt á sterku æfingamóti í Bandaríkjunum í febrúar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu verður meðal þátttökuliða á SheBelieves Cup (í. HúnTrúir mótinu) sem fram fer í Bandaríkjunum í febrúar á þessu ári. Knattspyrnusamband Íslands hefur staðfest að íslenska landsliðið muni spila þrjá leiki gegn mjög sterkum andstæðingum í febrúar á þessu ári. Eru leikirnir liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni HM og Evrópumótið sem fram fer í Englandi í sumar. A kvenna verður á meðal þátttökuliða á SheBelieves Cup, sem fram fer í Bandaríkjunum í febrúar 2022. Auk Íslands taka landslið Bandaríkjanna, Nýja-Sjálands og Tékklands þátt og eru leikdagarnir 17., 20. og 23. febrúar.#dottir #LeiðinTilEnglands pic.twitter.com/t82XGfclDD— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 5, 2022 Íslenska kvennalandsliðið tekur þátt í hinu gríðarsterka æfingamóti SheBelieves Cup sem fram fer í Bandaríkjunum frá 17. til 23. febrúar. Ásamt Íslandi eru Bandaríkin, Nýja-Sjáland og Tékkland meðal þátttökuliða. Ísland mætir Nýja-Sjálandi þann 17. febrúar á Dignity Health Sports-vellinum í Los Angeles, Kaliforníu. Þann 20. febrúar mætast Ísland og Tékkland á sama velli. Ekki er langt síðan Ísland rótburstaði Tékkland í undankeppni HM, lokatölur á Laugardalsvelli 4-0 stelpunum okkar í vil. Að lokum mætast svo Ísland og Bandaríkin þann 23. febrúar á Toyota-vellinum í Frisco, Texas. Sá er engin smásmíð og tekur 20.500 manns í sæti. „SheBelieves Cup er boðsmót fyrir A landslið kvenna á vegum Knattspyrnusambands Bandaríkjanna. Mótið hefur verið haldið árlega síðan 2016 og þar hafa tekið þátt mörg af sterkustu landsliðum heims,“ segir á vef KSÍ. Mótið er einkar sterkt enda trónir heimaliðið, Bandaríkin, á toppi heimslista FIFA. Ísland er í 16. sæti, Nýja-Sjáland í 22. sæti og Tékkland tveimur sætum þar fyrir neðan. Fótbolti KSÍ Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands hefur staðfest að íslenska landsliðið muni spila þrjá leiki gegn mjög sterkum andstæðingum í febrúar á þessu ári. Eru leikirnir liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni HM og Evrópumótið sem fram fer í Englandi í sumar. A kvenna verður á meðal þátttökuliða á SheBelieves Cup, sem fram fer í Bandaríkjunum í febrúar 2022. Auk Íslands taka landslið Bandaríkjanna, Nýja-Sjálands og Tékklands þátt og eru leikdagarnir 17., 20. og 23. febrúar.#dottir #LeiðinTilEnglands pic.twitter.com/t82XGfclDD— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 5, 2022 Íslenska kvennalandsliðið tekur þátt í hinu gríðarsterka æfingamóti SheBelieves Cup sem fram fer í Bandaríkjunum frá 17. til 23. febrúar. Ásamt Íslandi eru Bandaríkin, Nýja-Sjáland og Tékkland meðal þátttökuliða. Ísland mætir Nýja-Sjálandi þann 17. febrúar á Dignity Health Sports-vellinum í Los Angeles, Kaliforníu. Þann 20. febrúar mætast Ísland og Tékkland á sama velli. Ekki er langt síðan Ísland rótburstaði Tékkland í undankeppni HM, lokatölur á Laugardalsvelli 4-0 stelpunum okkar í vil. Að lokum mætast svo Ísland og Bandaríkin þann 23. febrúar á Toyota-vellinum í Frisco, Texas. Sá er engin smásmíð og tekur 20.500 manns í sæti. „SheBelieves Cup er boðsmót fyrir A landslið kvenna á vegum Knattspyrnusambands Bandaríkjanna. Mótið hefur verið haldið árlega síðan 2016 og þar hafa tekið þátt mörg af sterkustu landsliðum heims,“ segir á vef KSÍ. Mótið er einkar sterkt enda trónir heimaliðið, Bandaríkin, á toppi heimslista FIFA. Ísland er í 16. sæti, Nýja-Sjáland í 22. sæti og Tékkland tveimur sætum þar fyrir neðan.
Fótbolti KSÍ Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Sjá meira