Innlent

Fylgstu með lægðinni í skjóli

Eiður Þór Árnason skrifar
Útsýnið við Hafnarfjarðarós á Hornafirði á tólfta tímanum.
Útsýnið við Hafnarfjarðarós á Hornafirði á tólfta tímanum. Skjáskot

Djúp lægð gengur nú yfir landið og geisaði víða stormur af fullum þunga í nótt. Að sögn Veðurstofunnar er versta veðrið nú afstaðið en ekki er búist við því að lægðin taki að grynnast og fjarlægjast landið fyrr en seint í dag. 

Fjöldi vefmyndavéla hefur verið settur upp á seinustu árum sem gera landsmönnum kleift að fylgjast með birtingarmynd vetrarlægðarinnar víða um land, án þess að yfirgefa skjólgóða mannabústaði. Vísir tekur hér saman nokkur streymi sem áhugavert gæti verið að fylgjast með næstu klukkustundirnar.

Upplýsingatæknifyrirtækið Advania hefur sett vefmyndavél út í glugga á skrifstofum sínum í Borgartúni í Reykjavík. Myndavélin sýnir vel strandlengjuna með fram Sæbraut.

Hér má sjá myndavél sem er staðsett hjá innsiglingunni við Hafnarfjarðarós á Hornafirði.

Esjan og staðan úti fyrir Faxaflóa

Óseyrarhöfn í Hafnarfirði

Grundarfjörður

Skarfabakki í Reykjavík

Borgarneshöfn

Borgarfjarðarhöfn

Hér má sjá hvernig lægðin gengur yfir landið

Hafnarsvæðið í Dalvíkurbyggð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×