Forsíðufyrirsögnin: „Þyngdist um 15 kíló og hefur aldrei litið betur út” Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 6. janúar 2022 13:31 Í upphafi hvers árs fara þættir um mataræði og heilsu (þá aðallega heilsu tengda við vigt) að verða fyrirferðamiklir í sjónvarpinu og aðrir miðlar birta viðtöl við fólk (aðallega konur) sem hafa misst einhvern fjölda kílóa og eru í hinu svokallaða formi. Að gefnu tilefni langar mig að segja ykkur eina sanna sögu um samskipti mín við einn ákveðinn íslenskan fjölmiðil fyrir nokkrum árum. En þá hafði samband við mig kona úr ritstjórn tímarits sem reglulega birtir forsíðuviðtal við konur með fyrirsögn á borð við "Missti 25kg og hefur aldrei liðið betur" eða "Er 15kg léttari og full af sjálfstrausti". Blaðakonan spurði hvort ég væri til í að koma í forsíðuviðtal og var þá helst með heimsreisu, sem ég fór í 2012, í huga. Mér þótti svo sem vænt um það en sagði við hana að ég hafi eiginlega farið í nógu mörg fjölmiðlaviðtöl um það ævintýri að jafnvel væri komið nóg af því. En ég stakk upp á að ég kæmi í forsíðuviðtal og fyrirsögnin væri að ég hefði þyngst um 15 kg á 10 árum og hefði aldrei liðið tignarlegri og betur í eigin líkama. Hún sagðist ætla að hugsa málið og taka þetta upp á ritstjórnarfundi síðar um daginn og láta mig svo vita. Daginn eftir heyrði hún í mér og sagði ritstjórnina hafa komist að þeirri niðurstöðu að þessi hugmynd mín stangaðist alveg á við ritstjórnarstefnu tímaritsins og það yrði ekkert úr viðtalinu. Kom mér svo sem lítið sem ekkert á óvart. En það var áhugavert að fá þetta staðfest svart á hvítu. Það er að segja að fitufordómar séu hluti af stefnu heils fjölmiðils. Og þetta tiltekna tímarit er bara eitt af fjölmörgum fjölmiðlum um heim allan sem gera út á það sama. Ég veit ekki hvað ég er þung og ég hef ekki vitað það í mörg ár. Þessi tala hefur miklu oftar meitt mig og dregið mig niður en gert mér gagn. Svo ég hef valið að vita hana ekki né mæla eigin líðan og útgeislun út frá henni. Ég vildi óska að heimurinn myndi hætta að gera mér og okkur öllum svona erfitt fyrir að líða vel í eigin skinni.Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar og áhugamanneskja um að sporna gegn fitufordómum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Fjölmiðlar Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í upphafi hvers árs fara þættir um mataræði og heilsu (þá aðallega heilsu tengda við vigt) að verða fyrirferðamiklir í sjónvarpinu og aðrir miðlar birta viðtöl við fólk (aðallega konur) sem hafa misst einhvern fjölda kílóa og eru í hinu svokallaða formi. Að gefnu tilefni langar mig að segja ykkur eina sanna sögu um samskipti mín við einn ákveðinn íslenskan fjölmiðil fyrir nokkrum árum. En þá hafði samband við mig kona úr ritstjórn tímarits sem reglulega birtir forsíðuviðtal við konur með fyrirsögn á borð við "Missti 25kg og hefur aldrei liðið betur" eða "Er 15kg léttari og full af sjálfstrausti". Blaðakonan spurði hvort ég væri til í að koma í forsíðuviðtal og var þá helst með heimsreisu, sem ég fór í 2012, í huga. Mér þótti svo sem vænt um það en sagði við hana að ég hafi eiginlega farið í nógu mörg fjölmiðlaviðtöl um það ævintýri að jafnvel væri komið nóg af því. En ég stakk upp á að ég kæmi í forsíðuviðtal og fyrirsögnin væri að ég hefði þyngst um 15 kg á 10 árum og hefði aldrei liðið tignarlegri og betur í eigin líkama. Hún sagðist ætla að hugsa málið og taka þetta upp á ritstjórnarfundi síðar um daginn og láta mig svo vita. Daginn eftir heyrði hún í mér og sagði ritstjórnina hafa komist að þeirri niðurstöðu að þessi hugmynd mín stangaðist alveg á við ritstjórnarstefnu tímaritsins og það yrði ekkert úr viðtalinu. Kom mér svo sem lítið sem ekkert á óvart. En það var áhugavert að fá þetta staðfest svart á hvítu. Það er að segja að fitufordómar séu hluti af stefnu heils fjölmiðils. Og þetta tiltekna tímarit er bara eitt af fjölmörgum fjölmiðlum um heim allan sem gera út á það sama. Ég veit ekki hvað ég er þung og ég hef ekki vitað það í mörg ár. Þessi tala hefur miklu oftar meitt mig og dregið mig niður en gert mér gagn. Svo ég hef valið að vita hana ekki né mæla eigin líðan og útgeislun út frá henni. Ég vildi óska að heimurinn myndi hætta að gera mér og okkur öllum svona erfitt fyrir að líða vel í eigin skinni.Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar og áhugamanneskja um að sporna gegn fitufordómum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun