Aubameyang missir nú líka af leikjum með landsliðinu eftir partýhöld í Dúbaí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2022 16:31 Pierre-Emerick Aubameyang spilaði síðast með Arsenal 6. desember síðastliðinn. EPA-EFE/NEIL HALL Arsenal maðurinn Pierre-Emerick Aubameyang er kominn með kórónuveiruna en hann fékk jákvæða niðurstöðu úr próf þegar hann mætti til leiks í Afríkukeppninni í Kamerún. Aubameyang er að fara að spila með Gabon í Afríkukeppninni sem áttu að verða fyrstu leikir hans í nokkurn tíma því hann var út í kuldanum hjá Arsenal nær allan desembermánuð. Pierre-Emerick Aubameyang has tested positive for COVID-19 upon arriving for the Africa Cup of Nations after a video emerged of him partying in Dubai. pic.twitter.com/unVCoFtNw3— ESPN FC (@ESPNFC) January 6, 2022 Áður en Aubameyang kom til Kamerún þá höfðu birst myndir af honum að skemmta sér í Dúbaí með félögum sínum. Það er ekki vitað hvar hann náði sér í veiruna en Mario Lemina, sem var með honum út á lífinu í Dúbaí, er líka smitaður. Nú missir Aubameyang væntanlega af tveimur fyrstu leikjum Gabon sem eru á móti Kómoreyjum á mánudaginn og Gana fjórum dögum síðar. Hann gæti jafnvel misst af öllu mótinu. Mario Lemina & Pierre Emerick Aubameyang videoed partying in Dubai 4 days before AFCON begins, seemingly without a care for COVID-19. Both have now tested positive for the virus. ( @Stockton928) pic.twitter.com/V4xA1W7uqo— Get French Football News (@GFFN) January 6, 2022 Arsenal hafði gefið honum leyfi til að fara fyrr á Afríkumótið þar sem knattspyrnustjórinn Mikel Arteta hafði ákveðið að nota hann ekki í leiknum á móti Manchester City. Aubameyang missti fyrirliðabandið hjá Arsenal í byrjun desember en hann spilaði síðast fyrir Arsenal 6. desember þegar hann kom inn á sem varamaður fimm mínútum fyrir leikslok í tapi á móti Everton. Aubameyang er með 4 mörk í 14 deildarleikjum með Arsenal á leiktíðinni. Hann er langstærsta stjarna Gabon-liðsins þar sem hann hefur skorað 29 mörk í 71 landsleik og er sá markahæsti í sögu landsliðsins. Aubameyang skoraði tvö af átta mörkum liðsins í undankeppninni. Mikel Arteta had grown tired of repeated disciplinary breaches and believed Pierre-Emerick Aubameyang was not setting the right example to the rest of the squad, claiming he lacked the "commitment and passion" to play for Arsenal. [@JamesOlley].https://t.co/TZMwZeZc28— Connor Humm (@TikiTakaConnor) January 6, 2022 Enski boltinn Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira
Aubameyang er að fara að spila með Gabon í Afríkukeppninni sem áttu að verða fyrstu leikir hans í nokkurn tíma því hann var út í kuldanum hjá Arsenal nær allan desembermánuð. Pierre-Emerick Aubameyang has tested positive for COVID-19 upon arriving for the Africa Cup of Nations after a video emerged of him partying in Dubai. pic.twitter.com/unVCoFtNw3— ESPN FC (@ESPNFC) January 6, 2022 Áður en Aubameyang kom til Kamerún þá höfðu birst myndir af honum að skemmta sér í Dúbaí með félögum sínum. Það er ekki vitað hvar hann náði sér í veiruna en Mario Lemina, sem var með honum út á lífinu í Dúbaí, er líka smitaður. Nú missir Aubameyang væntanlega af tveimur fyrstu leikjum Gabon sem eru á móti Kómoreyjum á mánudaginn og Gana fjórum dögum síðar. Hann gæti jafnvel misst af öllu mótinu. Mario Lemina & Pierre Emerick Aubameyang videoed partying in Dubai 4 days before AFCON begins, seemingly without a care for COVID-19. Both have now tested positive for the virus. ( @Stockton928) pic.twitter.com/V4xA1W7uqo— Get French Football News (@GFFN) January 6, 2022 Arsenal hafði gefið honum leyfi til að fara fyrr á Afríkumótið þar sem knattspyrnustjórinn Mikel Arteta hafði ákveðið að nota hann ekki í leiknum á móti Manchester City. Aubameyang missti fyrirliðabandið hjá Arsenal í byrjun desember en hann spilaði síðast fyrir Arsenal 6. desember þegar hann kom inn á sem varamaður fimm mínútum fyrir leikslok í tapi á móti Everton. Aubameyang er með 4 mörk í 14 deildarleikjum með Arsenal á leiktíðinni. Hann er langstærsta stjarna Gabon-liðsins þar sem hann hefur skorað 29 mörk í 71 landsleik og er sá markahæsti í sögu landsliðsins. Aubameyang skoraði tvö af átta mörkum liðsins í undankeppninni. Mikel Arteta had grown tired of repeated disciplinary breaches and believed Pierre-Emerick Aubameyang was not setting the right example to the rest of the squad, claiming he lacked the "commitment and passion" to play for Arsenal. [@JamesOlley].https://t.co/TZMwZeZc28— Connor Humm (@TikiTakaConnor) January 6, 2022
Enski boltinn Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira