Marta Rós, Sigurður Ingi og Sólveig nýir stjórnendur hjá Orkustofnun Atli Ísleifsson skrifar 6. janúar 2022 16:25 Marta Rós Karlsdóttir, Sigurður Ingi Friðleifsson og Sólveig Skaptadóttir. Orkustofnun Marta Rós Karlsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri sjálfbærrar auðlindanýtingar hjá Orkustofnun, Sigurður Ingi Friðleifsson sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar og Sólveig Skaptadóttir samskiptastjóri stafrænnar miðlunar. Frá þessu segir í tilkynningu frá Orkustofnun. Ráðningarnar koma í kjölfar stefnuinnleiðingar og skipulagsbreytinga hjá Orkustofnun síðastliðið haust þegar þrjú ný stjórnendastörf voru auglýst hjá stofnuninni. „Marta Rós starfaði frá árinu 2014 hjá Orku nátúrunnar, meðal annars sem forstöðumaður auðlinda og nýsköpunar þar sem hún byggði upp sviðið og bar ábyrgð á auðlindanýtingu og grænni nýsköpun fyrirtækisins, sem og stefnumótun og samskiptum við hagsmunaaðila í tengslum við auðlindanýtingu og loftslagsmál. Þá sat hún í framkvæmdastjórn ON og fór með mannaforráð á sviðinu. Frá ársbyrjun 2021 hefur hún starfað sem fagleiðtogi sjálfbærni hjá Verkís þar sem hún hefur sinnt innleiðingu á sjálfbærni í hönnun og ráðgjöf fyrirtækisins. Marta Rós er með doktors- og meistaragráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands og hefur jafnframt verið fyrirlesari og leiðbeinandi við HÍ, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Akureyri og Jarðhitaskóla Sameinuðu Þjóðanna. Sigurður Ingi hefur starfað hjá Orkustofnun og verið framkvæmdastjóri Orkuseturs frá árinu 2006. Þar hefur hann verið virkur í upplýsingamiðlun, prófunum og innleiðingu nýrrar tækni á sviði orkuskipta bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Þá hefur hann tekið virkan þátt í rannsóknum og nýsköpun og skrifað fjölmargar greinar og víða haldið fyrirlestra um orku- og loftslagsmál. Ennfremur hefur Sigurður Ingi sinnt kennslu við Háskólann á Akureyri á árunum 2007-2010, og er sveitarstjórnarfulltrúi í Eyjafjarðarsveit frá 2016. Áður starfaði Sigurður Ingi m.a. sem sérfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu og við kennslu. Sigurður Ingi er með meistaragráðu í umhverfisvísindum frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð og BSc próf í líffræði og próf í uppeldis- og kennslufræðum frá Háskóla Íslands. Sólveig hefur undanfarið starfað hjá Norðurlandaráði sem pólitískur ráðgjafi flokkahóps jafnaðarmanna og sem aðstoðarmaður þingflokks Samfylkingarinnar á Alþingi allt frá árinu 2017, þar sem hún sá m.a. um samskiptamál og stafræna upplýsingamiðlun. Áður starfaði Sólveig m.a. sem verkefnastjóri og LEAN ráðgjafi og tók þátt í uppbyggingu stafræns miðlunar umhverfis hjá Upplýsingaskrifstofu Evrópuþingsins í Kaupmannahöfn. Sólveig er með meistaragráðu í alþjóðafræðum frá Háskólanum í Hróarskeldu í Danmörku og BA gráðu í Evrópufræðum frá Háskólanum í Málmey í Svíþjóð,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Orkumál Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Orkustofnun. Ráðningarnar koma í kjölfar stefnuinnleiðingar og skipulagsbreytinga hjá Orkustofnun síðastliðið haust þegar þrjú ný stjórnendastörf voru auglýst hjá stofnuninni. „Marta Rós starfaði frá árinu 2014 hjá Orku nátúrunnar, meðal annars sem forstöðumaður auðlinda og nýsköpunar þar sem hún byggði upp sviðið og bar ábyrgð á auðlindanýtingu og grænni nýsköpun fyrirtækisins, sem og stefnumótun og samskiptum við hagsmunaaðila í tengslum við auðlindanýtingu og loftslagsmál. Þá sat hún í framkvæmdastjórn ON og fór með mannaforráð á sviðinu. Frá ársbyrjun 2021 hefur hún starfað sem fagleiðtogi sjálfbærni hjá Verkís þar sem hún hefur sinnt innleiðingu á sjálfbærni í hönnun og ráðgjöf fyrirtækisins. Marta Rós er með doktors- og meistaragráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands og hefur jafnframt verið fyrirlesari og leiðbeinandi við HÍ, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Akureyri og Jarðhitaskóla Sameinuðu Þjóðanna. Sigurður Ingi hefur starfað hjá Orkustofnun og verið framkvæmdastjóri Orkuseturs frá árinu 2006. Þar hefur hann verið virkur í upplýsingamiðlun, prófunum og innleiðingu nýrrar tækni á sviði orkuskipta bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Þá hefur hann tekið virkan þátt í rannsóknum og nýsköpun og skrifað fjölmargar greinar og víða haldið fyrirlestra um orku- og loftslagsmál. Ennfremur hefur Sigurður Ingi sinnt kennslu við Háskólann á Akureyri á árunum 2007-2010, og er sveitarstjórnarfulltrúi í Eyjafjarðarsveit frá 2016. Áður starfaði Sigurður Ingi m.a. sem sérfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu og við kennslu. Sigurður Ingi er með meistaragráðu í umhverfisvísindum frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð og BSc próf í líffræði og próf í uppeldis- og kennslufræðum frá Háskóla Íslands. Sólveig hefur undanfarið starfað hjá Norðurlandaráði sem pólitískur ráðgjafi flokkahóps jafnaðarmanna og sem aðstoðarmaður þingflokks Samfylkingarinnar á Alþingi allt frá árinu 2017, þar sem hún sá m.a. um samskiptamál og stafræna upplýsingamiðlun. Áður starfaði Sólveig m.a. sem verkefnastjóri og LEAN ráðgjafi og tók þátt í uppbyggingu stafræns miðlunar umhverfis hjá Upplýsingaskrifstofu Evrópuþingsins í Kaupmannahöfn. Sólveig er með meistaragráðu í alþjóðafræðum frá Háskólanum í Hróarskeldu í Danmörku og BA gráðu í Evrópufræðum frá Háskólanum í Málmey í Svíþjóð,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Orkumál Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Sjá meira