Sláandi en ánægjuleg tíðindi leynist í Covid-tölum síðustu daga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. janúar 2022 22:00 Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans. Vísir/Vilhelm. Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræđideildar Landspítala og professor í ónæmisfræđi viđ læknadeild HÍ, segir að sláandi en ánægjuleg tíðindi birtist þegar rýnt er í Covid-19 tölfræði frá 29. desember til gærdagsins. Hann var til viðtals í Reykjavík síðdegis, nú síðdegis, þar sem hann fór snögglega yfir Covid-19 tengda tölfræði. Faraldurinn hefur verið á mikilli siglingu undanfarna daga og vikur, drifinn áfram af ómíkrónafbrigðinu. Nærri tíu þúsund eru í einangrun og yfir þúsund hafa greinst á degi hverjum undanfarna daga. Björn Rúnar segir þó að þegar rýnt sé nánar í tölfræðina komi bæði merkilegar og ánægjulegar niðurstöður í ljós „Í fyrsta lagi þá virðist það vera að af þeim sem eru óbólusettir, eru svona 2,4-2,5 prósent sem eru að leggjast inn á spítala. Sem er náttúrulega alltof hátt en það er hins vegar helmingi minna en var á fyrri stigum þannig að við erum að ná greinilega betri tökum held ég á meðferðinni og árangurinn á Covid-göngudeildinni að skila sér þarna,“ sagði Björn Rúnar sem vakti mikla lukku þáttastjórnanda þegar hann greindi frá því að yngsti sonur hans kallaði ómíkronafbrigðið „jólíkron“. Eitt merkilegra en annað Þá sagði Björn Rúnar að ein staðreynd sem birtist í tölunum væri merkilegri en aðrar. „Miðað við þessar tölur sem ég hef verið að rýna í núna þá er innlagnartíðni hjá bólusettum ekki nema 0,2 prósent. Það er tífalt minna heldur en hjá þeim sem eru óbólusettir,“ sagði Björn Rúnar. Með ákveðnum fyrirvara sagði hann einnig líklegt að þessi tala væri enn lægri hjá þríbólusettum. Þetta væru sláandi, en ánægjulegar niðurstöður, samanborið við fyrri bylgjur. „Þeir sem eru þríbólusettir eru lægstir þannig að líklega er innlagnartíðnin hjá þríbólusettum enn lægri heldur en þetta. Þetta eru mjög sláandi niðurstöður en ánægjulegt og þetta er töluvert minna en var hjá bólusettum í fyrri bylgjunum, eiginlega tífalt lægra innlagnarhlutfall. Þetta er miklu miklu lægra heldur en hefur verið að birtast erlendis þannig að við erum greinilega að gera eitthvað gott hérna á Íslandi,“ sagði Björn Rúnar. 52 óbólusettir lagst inn á móti ellefu bólusettum á umræddu tímabili Sagði Björn Rúnar að þetta væri til marks um gildi bólusetningar, tölurnar síðustu níu daga, frá 29. desember, sýndu það svart á hvítu. „Þá eru þetta 5.300 sem eru bólusettir og hafa sýkst en af þeim eru bara ellefu sem hafa lagst inn. Fyrir óbólusetta þá eru þetta 2.200 tæplega sem hafa sýkst. Þið sjáið það að miðað við hlutfallið, bólusettir eru 280 þúsund og þar hafa 5.300 smitast en óbólusettir eru 24 þúsund um það bil og af þeim eru 2.200 sýktir. Þið sjáið hvað hlutfallið er margfalt meira hjá óbólusettum. Það eru 52 á þessu tímabili sem hafa lagst inn á spítalann meðan það eru ellefu á meðal bólusettra,“ sagði Björn Rúnar sem bætti einnig við að langstærsti hluti þeirra sem þarf á gjörgæslu að halda vegna Covid-19 væri óbólusettur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík síðdegis Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Hann var til viðtals í Reykjavík síðdegis, nú síðdegis, þar sem hann fór snögglega yfir Covid-19 tengda tölfræði. Faraldurinn hefur verið á mikilli siglingu undanfarna daga og vikur, drifinn áfram af ómíkrónafbrigðinu. Nærri tíu þúsund eru í einangrun og yfir þúsund hafa greinst á degi hverjum undanfarna daga. Björn Rúnar segir þó að þegar rýnt sé nánar í tölfræðina komi bæði merkilegar og ánægjulegar niðurstöður í ljós „Í fyrsta lagi þá virðist það vera að af þeim sem eru óbólusettir, eru svona 2,4-2,5 prósent sem eru að leggjast inn á spítala. Sem er náttúrulega alltof hátt en það er hins vegar helmingi minna en var á fyrri stigum þannig að við erum að ná greinilega betri tökum held ég á meðferðinni og árangurinn á Covid-göngudeildinni að skila sér þarna,“ sagði Björn Rúnar sem vakti mikla lukku þáttastjórnanda þegar hann greindi frá því að yngsti sonur hans kallaði ómíkronafbrigðið „jólíkron“. Eitt merkilegra en annað Þá sagði Björn Rúnar að ein staðreynd sem birtist í tölunum væri merkilegri en aðrar. „Miðað við þessar tölur sem ég hef verið að rýna í núna þá er innlagnartíðni hjá bólusettum ekki nema 0,2 prósent. Það er tífalt minna heldur en hjá þeim sem eru óbólusettir,“ sagði Björn Rúnar. Með ákveðnum fyrirvara sagði hann einnig líklegt að þessi tala væri enn lægri hjá þríbólusettum. Þetta væru sláandi, en ánægjulegar niðurstöður, samanborið við fyrri bylgjur. „Þeir sem eru þríbólusettir eru lægstir þannig að líklega er innlagnartíðnin hjá þríbólusettum enn lægri heldur en þetta. Þetta eru mjög sláandi niðurstöður en ánægjulegt og þetta er töluvert minna en var hjá bólusettum í fyrri bylgjunum, eiginlega tífalt lægra innlagnarhlutfall. Þetta er miklu miklu lægra heldur en hefur verið að birtast erlendis þannig að við erum greinilega að gera eitthvað gott hérna á Íslandi,“ sagði Björn Rúnar. 52 óbólusettir lagst inn á móti ellefu bólusettum á umræddu tímabili Sagði Björn Rúnar að þetta væri til marks um gildi bólusetningar, tölurnar síðustu níu daga, frá 29. desember, sýndu það svart á hvítu. „Þá eru þetta 5.300 sem eru bólusettir og hafa sýkst en af þeim eru bara ellefu sem hafa lagst inn. Fyrir óbólusetta þá eru þetta 2.200 tæplega sem hafa sýkst. Þið sjáið það að miðað við hlutfallið, bólusettir eru 280 þúsund og þar hafa 5.300 smitast en óbólusettir eru 24 þúsund um það bil og af þeim eru 2.200 sýktir. Þið sjáið hvað hlutfallið er margfalt meira hjá óbólusettum. Það eru 52 á þessu tímabili sem hafa lagst inn á spítalann meðan það eru ellefu á meðal bólusettra,“ sagði Björn Rúnar sem bætti einnig við að langstærsti hluti þeirra sem þarf á gjörgæslu að halda vegna Covid-19 væri óbólusettur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík síðdegis Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira