Segir að Barcelona geti náð Haaland í sumar þrátt fyrir miklar skuldir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2022 17:30 Erling Braut Haaland er enn bara 21 árs gamall og á því mörg frábær ár eftir á ferli sínum. EPA-EFE/Stian Lysberg Óhætt er að segja að tvennum sögum fari af Barcelona þessa dagana. Spænska félagið er stórskuldugt og í miklum vandræðum innan sem utan vallar en engu að síður er félagið með í baráttunni um einn feitasta bitann á félagsskiptamarkaðnum í sumar. Guillem Balague, einn helsti sérfræðingur breska ríkisútvarpsins í spænska fótboltanum, segir að Barcelona geti fundið peninga til að kaupa norska framherjann Erling Braut Haaland frá Borussia Dortmund. Barcelona skuldar meira en milljarð evra og þrátt fyrir að hafa keypt Ferran Torres frá Manchester City fyrir 46,3 milljónir punda á dögunum þá hefur félaginu enn ekki tekist að skrá hann inn vegna fjárhagsvandræða sinni. Despite Barcelona's debt, Borussia Dortmund's striker Erling Braut Haaland could join the side in the summer In full #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) January 7, 2022 Hvernig á Barcelona þá að geta keypt Haaland eða einhverja aðra af þeim leikmönnum sem þarf til að koma Barcelona liðinu aftur í hóp þeirra bestu í heimi? Samningur Erling Braut Haaland við Dortmund er þannig að félög geta keypt hann upp fyrir 75 milljónir evra í sumar en að sama skapi heimtar umboðsmaður hans ofurlaun, fyrir fram greiðslu og engin smá þjónustulaun fyrir sjálfan sig. Joan Laporta, forseti Barcelona, lofaði stuðningsmönnum félagsins og öðrum um það Barcelona gæti nú farið að berjast um bestu knattspyrnumenn heims á ný. Þeir eru fáir meira spennandi en hinn 21 árs gamli Erling Braut Haaland sem hefur raðað inn mörkum hvar sem hann hefur spilað þar af hefur hann skoraði 23 mörk í 19 leikjum í Meistaradeildinni og er kominn með 13 mörk í 11 leikjum í þýsku deildinni á þessari leiktíð. Guillem Balague hjá BBC segir að Laporta sé ekki að ljúga um það að Barcelona geti barist um Haaland í sumar. „Barcelona þarf að losna við það að borga nokkra háa launaseðla og losa sig við stóra leikmenn en þetta er möguleiki og þeir trúa því að það sé hægt. Laporta er að selja vongóða framtíð,“ sagði Guillem Balague á BBC Radio 5 Live. Barcelona er að ganga frá láni frá bandaríska fjárfestingabankanum Goldman Sachs um 1,5 miljarða evra sem eiga að fara í að endurbyggja Nývang og umhverfi hans en þeir skulda bankanum þegar 595 milljónir evra. Eitthvað af peningnum fer í að borga upp 1,3 milljarða evra skuld félagsins. „Hvernig fara þeir að þessu? Jú þeir losa sig við fullt af leikmönnum. Philippe Coutinho, Samuel Umtiti, Sergino Dest, Clement Lenglet, Frenkie de Jong, Martin Braithwaite, Oscar Mingueza og Luuk de Jong eru allir til sölu og um leið og þeir selja þá er möguleiki á að kaupa aðra í staðinn. Þetta er flókið en ekki ómögulegt,“ sagði Balague. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Fleiri fréttir Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Sjá meira
Guillem Balague, einn helsti sérfræðingur breska ríkisútvarpsins í spænska fótboltanum, segir að Barcelona geti fundið peninga til að kaupa norska framherjann Erling Braut Haaland frá Borussia Dortmund. Barcelona skuldar meira en milljarð evra og þrátt fyrir að hafa keypt Ferran Torres frá Manchester City fyrir 46,3 milljónir punda á dögunum þá hefur félaginu enn ekki tekist að skrá hann inn vegna fjárhagsvandræða sinni. Despite Barcelona's debt, Borussia Dortmund's striker Erling Braut Haaland could join the side in the summer In full #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) January 7, 2022 Hvernig á Barcelona þá að geta keypt Haaland eða einhverja aðra af þeim leikmönnum sem þarf til að koma Barcelona liðinu aftur í hóp þeirra bestu í heimi? Samningur Erling Braut Haaland við Dortmund er þannig að félög geta keypt hann upp fyrir 75 milljónir evra í sumar en að sama skapi heimtar umboðsmaður hans ofurlaun, fyrir fram greiðslu og engin smá þjónustulaun fyrir sjálfan sig. Joan Laporta, forseti Barcelona, lofaði stuðningsmönnum félagsins og öðrum um það Barcelona gæti nú farið að berjast um bestu knattspyrnumenn heims á ný. Þeir eru fáir meira spennandi en hinn 21 árs gamli Erling Braut Haaland sem hefur raðað inn mörkum hvar sem hann hefur spilað þar af hefur hann skoraði 23 mörk í 19 leikjum í Meistaradeildinni og er kominn með 13 mörk í 11 leikjum í þýsku deildinni á þessari leiktíð. Guillem Balague hjá BBC segir að Laporta sé ekki að ljúga um það að Barcelona geti barist um Haaland í sumar. „Barcelona þarf að losna við það að borga nokkra háa launaseðla og losa sig við stóra leikmenn en þetta er möguleiki og þeir trúa því að það sé hægt. Laporta er að selja vongóða framtíð,“ sagði Guillem Balague á BBC Radio 5 Live. Barcelona er að ganga frá láni frá bandaríska fjárfestingabankanum Goldman Sachs um 1,5 miljarða evra sem eiga að fara í að endurbyggja Nývang og umhverfi hans en þeir skulda bankanum þegar 595 milljónir evra. Eitthvað af peningnum fer í að borga upp 1,3 milljarða evra skuld félagsins. „Hvernig fara þeir að þessu? Jú þeir losa sig við fullt af leikmönnum. Philippe Coutinho, Samuel Umtiti, Sergino Dest, Clement Lenglet, Frenkie de Jong, Martin Braithwaite, Oscar Mingueza og Luuk de Jong eru allir til sölu og um leið og þeir selja þá er möguleiki á að kaupa aðra í staðinn. Þetta er flókið en ekki ómögulegt,“ sagði Balague.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Fleiri fréttir Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Sjá meira