Gera ráð fyrir 60 á legudeild og 20 á gjörgæsludeild fyrir 20. janúar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. janúar 2022 10:42 Ef spá Landspítalans gengur eftir munu 80 þúsund manns hafa smitast af SARS-CoV-2 í byrjun mars. Samkvæmt svartsýnustu spá Landspítala um innlagnir á legudeild vegna Covid-19 gætu allt að 90 sjúklingar lagst inn fyrir 20. janúar næstkomandi. Líkleg spá er 72 sjúklingar en bjartsýn spá 57. Innlagnir á gjörgæslu gætu orðið nærri 30. Þetta kemur fram í spálíkani sem kynnt var á fundi forsvarsmanna Landspítala með fjölmiðlum í gær. Fram kom á fundinum að ekki er um að ræða sama spálíkan og Thor Aspelund og vísindamenn við HÍ hafa verið að vinna en það byggi að hluta á vinnu Thors og kollega. Talsmenn spítalans sögðu á fundinum að innlagnir á legudeild hefðu jafnan verið nær bjartsýnu spánni, sem er sem áður segir 57 sjúklingar fyrir 20. janúar, en að innlagnir á gjörgæsludeild hefðu verið nær líklegu spánni; um 20 í þessu tilviki. Ítrekað var á fundinum að spáin næði aðeins til þeirra sem legðust inn beinlínis vegna Covid-veikinda og gerði ekki ráð fyrir þeim sem greindust á spítalanum eftir innlögn vegna annarra veikinda. Enginn lagður inn nema vera alvarlega veikur Samkvæmt spánni mun daglegur fjöldi greindra ná hámarki fyrir miðjan janúarmánuð og verða í kringum 1.200 smit. Það er svipaður fjöldi og hefur verið að greinast undanfarið. Smitum mun svo fara hægt fækkandi og verða í kringum 800 í byrjun mars. Gert er ráð fyrir að í byrjun mars muni um 80 þúsund manns hafa greinst með Covid-19. Á fundinum var farið yfir það hvers vegna það hefur reynst svo erfitt að gera greinamun á milli þeirra sem liggja inni vegna Covid og þeirra sem liggja inni með Covid. Má til að mynda hugsa sér manneskju sem hefur fengið hjartaáfall en einnig greinst með Covid. Í tilviki á borð við þetta getur verið erfitt að segja til um hvor veikindin eru að valda sjúkrahúsdvölinni; hvort það eru önnur veikindin yfirhöfð eða samlegðaráhrif. Þá kom einnig fram að það hefði stundum reynst erfitt að gefa upp stöðuna á ákveðnum tíma þar sem flæði sjúklinga væri mjög hratt, bæði inn og út af spítalanum og á milli deilda. Þeir sem greindust á spítalanum hefðu til að mynda margir útskrifast fljótt og farið heim eða á farsóttarhús, þar sem veikindi þeirra gáfu ekki tilefni til áframhaldandi dvalar á spítalanum. Fram kom að vel hefði gengið að koma í veg fyrir innlagnir og að mikið veikt fólk á göngudeild Covid-19 fengi mikla þjónustu heima. Fólk væri í raun ekki lagt inn nema það væri mjög alvarlega veikt. Sömuleiðis væri afar fátítt að þeir sem væru lagðir inn á gjörgæsludeild enduðu ekki í öndunarvél. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Þetta kemur fram í spálíkani sem kynnt var á fundi forsvarsmanna Landspítala með fjölmiðlum í gær. Fram kom á fundinum að ekki er um að ræða sama spálíkan og Thor Aspelund og vísindamenn við HÍ hafa verið að vinna en það byggi að hluta á vinnu Thors og kollega. Talsmenn spítalans sögðu á fundinum að innlagnir á legudeild hefðu jafnan verið nær bjartsýnu spánni, sem er sem áður segir 57 sjúklingar fyrir 20. janúar, en að innlagnir á gjörgæsludeild hefðu verið nær líklegu spánni; um 20 í þessu tilviki. Ítrekað var á fundinum að spáin næði aðeins til þeirra sem legðust inn beinlínis vegna Covid-veikinda og gerði ekki ráð fyrir þeim sem greindust á spítalanum eftir innlögn vegna annarra veikinda. Enginn lagður inn nema vera alvarlega veikur Samkvæmt spánni mun daglegur fjöldi greindra ná hámarki fyrir miðjan janúarmánuð og verða í kringum 1.200 smit. Það er svipaður fjöldi og hefur verið að greinast undanfarið. Smitum mun svo fara hægt fækkandi og verða í kringum 800 í byrjun mars. Gert er ráð fyrir að í byrjun mars muni um 80 þúsund manns hafa greinst með Covid-19. Á fundinum var farið yfir það hvers vegna það hefur reynst svo erfitt að gera greinamun á milli þeirra sem liggja inni vegna Covid og þeirra sem liggja inni með Covid. Má til að mynda hugsa sér manneskju sem hefur fengið hjartaáfall en einnig greinst með Covid. Í tilviki á borð við þetta getur verið erfitt að segja til um hvor veikindin eru að valda sjúkrahúsdvölinni; hvort það eru önnur veikindin yfirhöfð eða samlegðaráhrif. Þá kom einnig fram að það hefði stundum reynst erfitt að gefa upp stöðuna á ákveðnum tíma þar sem flæði sjúklinga væri mjög hratt, bæði inn og út af spítalanum og á milli deilda. Þeir sem greindust á spítalanum hefðu til að mynda margir útskrifast fljótt og farið heim eða á farsóttarhús, þar sem veikindi þeirra gáfu ekki tilefni til áframhaldandi dvalar á spítalanum. Fram kom að vel hefði gengið að koma í veg fyrir innlagnir og að mikið veikt fólk á göngudeild Covid-19 fengi mikla þjónustu heima. Fólk væri í raun ekki lagt inn nema það væri mjög alvarlega veikt. Sömuleiðis væri afar fátítt að þeir sem væru lagðir inn á gjörgæsludeild enduðu ekki í öndunarvél.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira