Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Njarðvík 92-109 | Bikarmeistararnir höfðu betur gegn Íslandsmeisturunum Atli Arason skrifar 7. janúar 2022 21:58 Njarðvíkingar unnu mikilvægan sigur í kvöld. Vísir/Bára Íslandsmeistarar Þórs lutu í lægra haldi gegn bikarmeisturum Njarðvíkur er liðin mættust í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 92-109, en liðin eru nú jöfn í öðru sæti deildarinnar. Leikurinn byrjaði af miklum hraða, Njarðvíkingar ná forskotinu eftir tvær mínútur en Þórsarar hrifsa forskotið á næstu tveimur mínútum og komust mest í 7 stiga forystu þegar rúmar 5 mínútur voru liðnar af leiknum, 17-10. Var þetta jafnframt mesta forskot sem Þór náði í leiknum því Njarðvík náði að jafna leikinn í stöðunni 20-20, þegar tvær mínútur lifðu eftir af leikhlutanum. 2-5 kafli hjá gestunum á síðustu tveimur mínútunum gerði að verkum að Njarðvík vann fyrsta leikhluta, 22-25. Annar leikhluti hélt áfram eins og sá fyrri. Bæði lið skiptust á að koma með áhlaup á hvort annað. Gestirnir voru þó skrefinu á undan en munurinn fór minnst niður í eitt stig í leikhlutanum og mest upp í tíu stig. Þökk sé góðum endi á fyrri hálfleik hjá heimamönnum og stigum Glynn Watson náðu þeir að minnka muninn niður í tvö stig áður en liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik í stöðunni 47-49. Watson var stigahæsti leikmaður vallarins í fyrri hálfleik með 19 stig. Massarelli jafnar leikinn með fyrstu körfu síðari hálfleiks en eftir það tóku Njarðvíkingar leikinn yfir. Tíu stiga áhlaup gestanna tók við sem bjó til mun á milli liðanna sem Þórsarar náðu aldrei að brúa það sem eftir lifði leiks. Njarðvíkingar héldu áfram að bæta í en í þriðja leikhluta fór munurinn á milli liðanna mest upp í 15 stig og minnst niður í 9 stig eftir þetta tíu stiga áhlaup Njarðvíkur. Fjórði leikhluti var nánast framlenging á þeim þriðja. Njarðvíkingar létu forystu sína aldrei af hendi heldur bættu enn þá meira í. Munurinn varð mest 20 stig í leiknum öllum þegar Dedrick Basile kastar niður þrist þegar þrjár mínútur voru eftir og staðan 84-104. Þór lagar stöðuna örlítið það sem eftir lifði leiks og lokaniðurstaðan var 17 stiga sigur gestanna, 92-109. Af hverju vann Njarðvík? Njarðvíkingar voru frábærir í seinni hálfleik og settu niður allskonar skot til þess að leyfa Þór aldrei að koma með einhverja stemningu og endurkomu. Skotnýting er þó það helsta sem skilur liðin í sundur í kvöld, 47% gegn 55%. Þór tók 5 skotum meira en Njarðvík í kvöld en liðin voru með jafn marga tapaða bolta og Njarðvík tók aðeins eitt frákast umfram Þór, 37-38. Hverjir stóðu upp úr? Dedrick Deon Basile og Nicolas Richotti voru frábærir í þessum leik. Basile var besti leikmaður vallarins með 24 stig, 8 fráköst og 9 stoðsendingar sem gera alls 38 framlagspunkta. Richotti var með stigahæstur með 28 stig ásamt því að taka 3 fráköst og gefa 2 stoðsendingar. Hvað gerist næst? Þór fer í heimsókn til Vestra á Ísafirði þann 20 janúar en sama dag taka Njarðvíkingar á móti Þór frá Akureyri í Ljónagryfjunni. „Þetta er allt annað lið en ég sá fyrir nokkrum dögum“ Benedikt GuðmundssonVísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var ákaflega ánægður með sigurinn í kvöld, sérstaklega eftir slæmt tap gegn Stjörnunni í síðasta leik. „Sáttur með það hvernig við komum inn í þennan leik. Sáttur með hvernig orkan, ákefðin og fleira var. Þetta er allt annað lið en ég sá fyrir nokkrum dögum,“ sagði Benedikt í viðtali við Vísi eftir leik. Benedikt sagði eftir tapið gegn Stjörnunni að hann þyrfti sennilega að berja liðið sitt saman fyrir leikinn í kvöld til að ná upp þeirri stemningu sem liðið ætti inni. „Ég þurfti ekkert að berja þá saman en ég reyndi. Við héldum vídeó fundi og fórum vel yfir allt. Gjörningurinn sem við framkvæmdum í síðasta leik – Þetta snýst ekki um hvort þú vinnur að tapar, þetta snýst um hvernig þú vinnur eða tapar. Ég get alveg sætt mig við tap ef liðið mitt er á fullu allan tímann og gera grunnatriðin rétt og framkvæma það sem við eigum að gera.“ Það var enginn breyting á leikplani hjá Njarðvík á milli hálfleika heldur gekk það einfaldlega betur upp í síðari hálfleiknum að mati Benedikts. „Við byrjuðum leikin vel en enduðum fyrri hálfleik illa. Við vorum ekkert að örvænta þó við misstum leikinn niður í tvö stig heldur héldum við bara áfram. Við ætluðum að gera það nákvæmlega sama og við gerðum í fyrri hálfleik og ég þurfti ekkert að segja við mína menn í hálfleik eða breyta neinu. Við bara héldum okkur við leikplanið okkar og það gekk ljómandi vel í seinni,“ svaraði Benedikt Guðmundsson, Þjálfari Njarðvíkur, aðspurður út í hálfleiksræðu sína í kvöld. „Það vantaði alla hörku í okkur sem lið“ Lárus Jónssonvísir/hulda margrét Lárus Jónsson, þjálfari Þór Þorlákshafnar, var ekki sáttur með leik sinna manna í kvöld og taldi Njarðvíkinga eiga sigurinn skilið. „Við vorum ekki neitt spes í dag þó við náðum smá skorpu í lok annars leikhluta. Ég verð bara að setja hrós á Njarðvík, þeir voru rosalega góðir í dag. Þeir voru að hitta vel og að setja erfið skot. Þegar við ætluðum að reyna að klukka þá í lokin þá var þetta ekki að falla fyrir okkur þegar við náðum ekki að setja niður auðveldar körfur,“ sagði Lárus í viðtali við Vísi eftir leik. „Mér fannst Njarðvík vera ákveðnari en við í alla bolta en þeir voru grimmari í fráköstunum. Það er þetta dæmigerða, það vantaði alla hörku í okkur sem lið. Þeir vildu þetta meira en við í kvöld.“ Þór fer næst í heimsókn til Ísafjarðar og það er margt sem liðið getur lagað fyrir þann leik samkvæmt Lárusi. „Það er margt sem við getum lagað en við erum að fara að spila á móti allt öðruvísi liði á Ísafirði en við spiluðum á móti í kvöld. Við þurfum að vilja þetta meira á móti Vestra en við gerðum í kvöld,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, að endingu. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Njarðvík
Íslandsmeistarar Þórs lutu í lægra haldi gegn bikarmeisturum Njarðvíkur er liðin mættust í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 92-109, en liðin eru nú jöfn í öðru sæti deildarinnar. Leikurinn byrjaði af miklum hraða, Njarðvíkingar ná forskotinu eftir tvær mínútur en Þórsarar hrifsa forskotið á næstu tveimur mínútum og komust mest í 7 stiga forystu þegar rúmar 5 mínútur voru liðnar af leiknum, 17-10. Var þetta jafnframt mesta forskot sem Þór náði í leiknum því Njarðvík náði að jafna leikinn í stöðunni 20-20, þegar tvær mínútur lifðu eftir af leikhlutanum. 2-5 kafli hjá gestunum á síðustu tveimur mínútunum gerði að verkum að Njarðvík vann fyrsta leikhluta, 22-25. Annar leikhluti hélt áfram eins og sá fyrri. Bæði lið skiptust á að koma með áhlaup á hvort annað. Gestirnir voru þó skrefinu á undan en munurinn fór minnst niður í eitt stig í leikhlutanum og mest upp í tíu stig. Þökk sé góðum endi á fyrri hálfleik hjá heimamönnum og stigum Glynn Watson náðu þeir að minnka muninn niður í tvö stig áður en liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik í stöðunni 47-49. Watson var stigahæsti leikmaður vallarins í fyrri hálfleik með 19 stig. Massarelli jafnar leikinn með fyrstu körfu síðari hálfleiks en eftir það tóku Njarðvíkingar leikinn yfir. Tíu stiga áhlaup gestanna tók við sem bjó til mun á milli liðanna sem Þórsarar náðu aldrei að brúa það sem eftir lifði leiks. Njarðvíkingar héldu áfram að bæta í en í þriðja leikhluta fór munurinn á milli liðanna mest upp í 15 stig og minnst niður í 9 stig eftir þetta tíu stiga áhlaup Njarðvíkur. Fjórði leikhluti var nánast framlenging á þeim þriðja. Njarðvíkingar létu forystu sína aldrei af hendi heldur bættu enn þá meira í. Munurinn varð mest 20 stig í leiknum öllum þegar Dedrick Basile kastar niður þrist þegar þrjár mínútur voru eftir og staðan 84-104. Þór lagar stöðuna örlítið það sem eftir lifði leiks og lokaniðurstaðan var 17 stiga sigur gestanna, 92-109. Af hverju vann Njarðvík? Njarðvíkingar voru frábærir í seinni hálfleik og settu niður allskonar skot til þess að leyfa Þór aldrei að koma með einhverja stemningu og endurkomu. Skotnýting er þó það helsta sem skilur liðin í sundur í kvöld, 47% gegn 55%. Þór tók 5 skotum meira en Njarðvík í kvöld en liðin voru með jafn marga tapaða bolta og Njarðvík tók aðeins eitt frákast umfram Þór, 37-38. Hverjir stóðu upp úr? Dedrick Deon Basile og Nicolas Richotti voru frábærir í þessum leik. Basile var besti leikmaður vallarins með 24 stig, 8 fráköst og 9 stoðsendingar sem gera alls 38 framlagspunkta. Richotti var með stigahæstur með 28 stig ásamt því að taka 3 fráköst og gefa 2 stoðsendingar. Hvað gerist næst? Þór fer í heimsókn til Vestra á Ísafirði þann 20 janúar en sama dag taka Njarðvíkingar á móti Þór frá Akureyri í Ljónagryfjunni. „Þetta er allt annað lið en ég sá fyrir nokkrum dögum“ Benedikt GuðmundssonVísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var ákaflega ánægður með sigurinn í kvöld, sérstaklega eftir slæmt tap gegn Stjörnunni í síðasta leik. „Sáttur með það hvernig við komum inn í þennan leik. Sáttur með hvernig orkan, ákefðin og fleira var. Þetta er allt annað lið en ég sá fyrir nokkrum dögum,“ sagði Benedikt í viðtali við Vísi eftir leik. Benedikt sagði eftir tapið gegn Stjörnunni að hann þyrfti sennilega að berja liðið sitt saman fyrir leikinn í kvöld til að ná upp þeirri stemningu sem liðið ætti inni. „Ég þurfti ekkert að berja þá saman en ég reyndi. Við héldum vídeó fundi og fórum vel yfir allt. Gjörningurinn sem við framkvæmdum í síðasta leik – Þetta snýst ekki um hvort þú vinnur að tapar, þetta snýst um hvernig þú vinnur eða tapar. Ég get alveg sætt mig við tap ef liðið mitt er á fullu allan tímann og gera grunnatriðin rétt og framkvæma það sem við eigum að gera.“ Það var enginn breyting á leikplani hjá Njarðvík á milli hálfleika heldur gekk það einfaldlega betur upp í síðari hálfleiknum að mati Benedikts. „Við byrjuðum leikin vel en enduðum fyrri hálfleik illa. Við vorum ekkert að örvænta þó við misstum leikinn niður í tvö stig heldur héldum við bara áfram. Við ætluðum að gera það nákvæmlega sama og við gerðum í fyrri hálfleik og ég þurfti ekkert að segja við mína menn í hálfleik eða breyta neinu. Við bara héldum okkur við leikplanið okkar og það gekk ljómandi vel í seinni,“ svaraði Benedikt Guðmundsson, Þjálfari Njarðvíkur, aðspurður út í hálfleiksræðu sína í kvöld. „Það vantaði alla hörku í okkur sem lið“ Lárus Jónssonvísir/hulda margrét Lárus Jónsson, þjálfari Þór Þorlákshafnar, var ekki sáttur með leik sinna manna í kvöld og taldi Njarðvíkinga eiga sigurinn skilið. „Við vorum ekki neitt spes í dag þó við náðum smá skorpu í lok annars leikhluta. Ég verð bara að setja hrós á Njarðvík, þeir voru rosalega góðir í dag. Þeir voru að hitta vel og að setja erfið skot. Þegar við ætluðum að reyna að klukka þá í lokin þá var þetta ekki að falla fyrir okkur þegar við náðum ekki að setja niður auðveldar körfur,“ sagði Lárus í viðtali við Vísi eftir leik. „Mér fannst Njarðvík vera ákveðnari en við í alla bolta en þeir voru grimmari í fráköstunum. Það er þetta dæmigerða, það vantaði alla hörku í okkur sem lið. Þeir vildu þetta meira en við í kvöld.“ Þór fer næst í heimsókn til Ísafjarðar og það er margt sem liðið getur lagað fyrir þann leik samkvæmt Lárusi. „Það er margt sem við getum lagað en við erum að fara að spila á móti allt öðruvísi liði á Ísafirði en við spiluðum á móti í kvöld. Við þurfum að vilja þetta meira á móti Vestra en við gerðum í kvöld,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, að endingu.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum