Feðgarnir eiga ekki rétt á reynslulausn Samúel Karl Ólason og Árni Sæberg skrifa 7. janúar 2022 20:27 Travis McMichael eftir að hann var sakfelldur fyrir morð. EPA/Stephen B. Morton Feðgarnir Greg og Travis McMichael voru í dag dæmdir til að verja ævi þeirra í fangelsi. Dómari úrskurðaði að þeir ættu ekki rétt á reynslulausn eftir að þeir voru dæmdir fyrir að myrða hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery árið 2020. Nágranni þeirra og samverkamaður, William Bryan, mun hins vegar geta sótt um reynslulausn eftir þrjátíu ár. Þegar mennirnir voru dæmdir í nóvember voru þeir dæmdir í lífstíðarfangelsi. Í dag úrskurðaði dómarinn um það hvort mennirnir ættu rétt á reynslulausn eða ekki. Niðurstaðan var sú að feðgarnir eiga engan rétt til að sækja um reynslulausn og munu því verja ævinni bak við lás og slá. Nágranninn William Bryan mun hins vegar geta sótt um reynslulausn eftir að hafa afplánað minnst þrátíu ára fangelsisvist. Að sögn AP fréttaveitunnar er hann þó 52 ára gamall svo líkurnar á því að hann losni nokkurn tímann eru takmarkaðar. Lögmenn feðganna hafa sagt að niðurstöðunni verði áfrýjað. Þá stendur til að rétta yfir þeim fyrir hatursglæpi fyrir alríkisdómstól í næsta mánuði. Móðir Arbery hefur einnig kært mennina. Eftir að feðgarnir sáu Arbery hlaupa á hlaupum í hverfi þeirra í úthverfi Brunswick í Georgíu og eftir að Travis sá Arbery fara inn á svæði þar sem verið var að byggja hús í hverfinu. Þeir voru vopnaðir og sátu á endanum fyrir honum. Travis miðaði þá haglabyssu að Arbery sem reyndi að hlaupa framhjá honum en Travis elti hann. Þegar þeir mættust veittist Arbery að Travis og reyndi að taka af honum haglabyssuna. Við það skaut Travis Arbery þrisvar sinnum. Travis McMichael, sonur Greg, var sakfelldur fyrir morð að yfirlögðu ráði. Þeir Greg McMichael og Bryan voru sýknaðir af morði að yfirlögðu ráði en sakfelldir fyrir morð. Í heildina voru þeir allir ákærðir í þremur liðum. Travis var sakfelldur í öllum en eins og áður segir voru Greg og Bryan sýknaðir af morði að yfirlögðu ráði. Atvikið náðist á myndband sem Bryan tók þegar hann keyrði á eftir Arbery. Bryan hélt því í fyrstu fram að hann hefði ekki komið að morðinu heldur verið vitni. Hann sagði lögregluþjónum þó á vettvangi að hann hefði verið að hjálpa feðgunum og reynt að keyra fyrir og jafnvel á Arbery. Saksóknarar höfðu lýst því yfir að þeir væru mótfallnir því að mennirnir fengju reynslulausn. Birti sjálfur myndbandið Myndbandið sem leiddi til handtöku og dóms þremenninganna var birt á miðli útvarpsstöðvar í Brunswick, 72 dögum eftir að Arbery var myrtur. Tveimur dögum síðar höfðu feðgarnir og Bryan verið handteknir. Það var birt eftir að Barnhill, saksóknari, hafði lýst því yfir að feðgarnir yrðu ekki ákærðir. Í fyrra komst héraðsmiðillinn Channel 2 Action News í Atlanta í Georgíu að því að það hefði verið Greg McMichael sjálfur sem hefði útvegað útvarpsstöðinni myndbandið sem Bryan tók. Miðillinn segir að Greg hafi viljað birta myndbandið vegna orðróms um morð Arbery og grunaði hann ekki að það myndi vekja svo mikla athygli. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Þremenningarnir sakfelldir fyrir morðið á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið sakfelldir fyrir hatursglæpi og morð, fyrir að hafa skotið hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery til bana vegna litarháttar hans. 24. nóvember 2021 19:02 „Dömur og herrar, notið almenna skynsemi“ Enginn af þremenningunum sem eltu og sátu fyrir Ahmaud Arbery höfðu tilefni til að framkvæma borgaralega handtöku eftir að þeir sáu blökkumanninn í hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu í fyrra. Þeir ákváðu að elta hann „vegna þess að hann var blökkumaður á hlaupum eftir götum þeirra“. 22. nóvember 2021 15:53 Líkti samstöðufundi við aftöku án dóms og laga Kevin Gough, verjandi eins mannanna sem sakaðir eru um að myrða Ahmaud Arbery, sagði samstöðufund sem haldin var fyrir utan dómshúsið í Brunswick í Georgíu vera álíka aftöku mannanna þriggja. 19. nóvember 2021 23:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Þegar mennirnir voru dæmdir í nóvember voru þeir dæmdir í lífstíðarfangelsi. Í dag úrskurðaði dómarinn um það hvort mennirnir ættu rétt á reynslulausn eða ekki. Niðurstaðan var sú að feðgarnir eiga engan rétt til að sækja um reynslulausn og munu því verja ævinni bak við lás og slá. Nágranninn William Bryan mun hins vegar geta sótt um reynslulausn eftir að hafa afplánað minnst þrátíu ára fangelsisvist. Að sögn AP fréttaveitunnar er hann þó 52 ára gamall svo líkurnar á því að hann losni nokkurn tímann eru takmarkaðar. Lögmenn feðganna hafa sagt að niðurstöðunni verði áfrýjað. Þá stendur til að rétta yfir þeim fyrir hatursglæpi fyrir alríkisdómstól í næsta mánuði. Móðir Arbery hefur einnig kært mennina. Eftir að feðgarnir sáu Arbery hlaupa á hlaupum í hverfi þeirra í úthverfi Brunswick í Georgíu og eftir að Travis sá Arbery fara inn á svæði þar sem verið var að byggja hús í hverfinu. Þeir voru vopnaðir og sátu á endanum fyrir honum. Travis miðaði þá haglabyssu að Arbery sem reyndi að hlaupa framhjá honum en Travis elti hann. Þegar þeir mættust veittist Arbery að Travis og reyndi að taka af honum haglabyssuna. Við það skaut Travis Arbery þrisvar sinnum. Travis McMichael, sonur Greg, var sakfelldur fyrir morð að yfirlögðu ráði. Þeir Greg McMichael og Bryan voru sýknaðir af morði að yfirlögðu ráði en sakfelldir fyrir morð. Í heildina voru þeir allir ákærðir í þremur liðum. Travis var sakfelldur í öllum en eins og áður segir voru Greg og Bryan sýknaðir af morði að yfirlögðu ráði. Atvikið náðist á myndband sem Bryan tók þegar hann keyrði á eftir Arbery. Bryan hélt því í fyrstu fram að hann hefði ekki komið að morðinu heldur verið vitni. Hann sagði lögregluþjónum þó á vettvangi að hann hefði verið að hjálpa feðgunum og reynt að keyra fyrir og jafnvel á Arbery. Saksóknarar höfðu lýst því yfir að þeir væru mótfallnir því að mennirnir fengju reynslulausn. Birti sjálfur myndbandið Myndbandið sem leiddi til handtöku og dóms þremenninganna var birt á miðli útvarpsstöðvar í Brunswick, 72 dögum eftir að Arbery var myrtur. Tveimur dögum síðar höfðu feðgarnir og Bryan verið handteknir. Það var birt eftir að Barnhill, saksóknari, hafði lýst því yfir að feðgarnir yrðu ekki ákærðir. Í fyrra komst héraðsmiðillinn Channel 2 Action News í Atlanta í Georgíu að því að það hefði verið Greg McMichael sjálfur sem hefði útvegað útvarpsstöðinni myndbandið sem Bryan tók. Miðillinn segir að Greg hafi viljað birta myndbandið vegna orðróms um morð Arbery og grunaði hann ekki að það myndi vekja svo mikla athygli.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Þremenningarnir sakfelldir fyrir morðið á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið sakfelldir fyrir hatursglæpi og morð, fyrir að hafa skotið hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery til bana vegna litarháttar hans. 24. nóvember 2021 19:02 „Dömur og herrar, notið almenna skynsemi“ Enginn af þremenningunum sem eltu og sátu fyrir Ahmaud Arbery höfðu tilefni til að framkvæma borgaralega handtöku eftir að þeir sáu blökkumanninn í hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu í fyrra. Þeir ákváðu að elta hann „vegna þess að hann var blökkumaður á hlaupum eftir götum þeirra“. 22. nóvember 2021 15:53 Líkti samstöðufundi við aftöku án dóms og laga Kevin Gough, verjandi eins mannanna sem sakaðir eru um að myrða Ahmaud Arbery, sagði samstöðufund sem haldin var fyrir utan dómshúsið í Brunswick í Georgíu vera álíka aftöku mannanna þriggja. 19. nóvember 2021 23:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Þremenningarnir sakfelldir fyrir morðið á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið sakfelldir fyrir hatursglæpi og morð, fyrir að hafa skotið hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery til bana vegna litarháttar hans. 24. nóvember 2021 19:02
„Dömur og herrar, notið almenna skynsemi“ Enginn af þremenningunum sem eltu og sátu fyrir Ahmaud Arbery höfðu tilefni til að framkvæma borgaralega handtöku eftir að þeir sáu blökkumanninn í hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu í fyrra. Þeir ákváðu að elta hann „vegna þess að hann var blökkumaður á hlaupum eftir götum þeirra“. 22. nóvember 2021 15:53
Líkti samstöðufundi við aftöku án dóms og laga Kevin Gough, verjandi eins mannanna sem sakaðir eru um að myrða Ahmaud Arbery, sagði samstöðufund sem haldin var fyrir utan dómshúsið í Brunswick í Georgíu vera álíka aftöku mannanna þriggja. 19. nóvember 2021 23:00