Jafnræði var með liðunum framan af í fyrri hálfleik og liðin héldust í hendur alveg þangað til í stöðunni 10-10. Þá skoruðu Frakkar fjögur mörk í röð og liðið hélt þeirri forystu út hálfleikinn, en þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 18-14, Frökkum í vil.
Þýska liðið saxaði hægt og bítandi á forystu Frakka í síðari hálfleik og komst loksins yfir í fyrsta skipti í leiknum í stöðunni 27-26. Þjóðverjar létu þá forystu aldrei af hendi og unnu að lokum nauman eins marks sigur, 35-34.
Þjóðverjar hefja leik á Evrópumótinu næsta föstudag gegn Hvíta-Rússlandi, en Frakkar leika sinn fyrsta leik gegn Króötum á fimmtudaginn.