„Aldrei að fara að tapa þessum leik“ Atli Arason skrifar 9. janúar 2022 21:09 Dagný Lísa Davíðsdóttir í baráttunni undir körfunni. Vísir/Hulda Margrét Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður Fjölnis, var ánægð að hafa sótt tvö stig gegn Breiðablik í kvöld í sigri sem var tæpari en hún bjóst við. „Tvö stig eru tvö stig. Þetta er tæpari leikur en við lögðum upp með en sigur er sigur og við förum sáttar heim,“ sagði Dagný í viðtali við Vísi eftir leik. „Við náðum svolítið að viðhalda góðri sókn í gegnum leikinn, þrátt fyrir að við dettum kannski aðeins niður í öðrum leikhluta þá gerum við vel í síðari hálfleik“ Fjölnir virtist vera með leikinn í sínum höndum framan af en undir lok leiksins náði Breiðablik að minnka muninn niður í tvö stig. Það var þó aldrei spurning um hvoru megin sigurinn myndi enda í huga Dagnýjar. „Á stigatöflunni var þetta ansi tæpt og kannski sérstaklega þegar ein mínúta var eftir. Að sama skapi má maður ekki stressa sig of mikið á því. Við vorum búnar að vera yfir allan leikinn og búnar að vera með yfirhöndina í gegnum allan leikinn. Fyrir mér þá var ég aldrei að fara að tapa þessum leik. Maður má ekki stressa sig yfir einhverjum stigum þarna alveg í lokin.“ Dagný varð að taka á sig nokkur þung högg í kvöld en kemur þó eiginlega heil út úr leiknum. „Mér er aðeins illt í hnjánum. Ég kannski datt aðeins meira í þessum leik en vanalega. Það er samt bara skemmtilegra að spila leik þar sem maður fær einhver högg. Þetta var líkamlegur leikur en samt alveg mjög skemmtilegur,“ svaraði Dagný, aðspurð út í allar bylturnar sem hún fékk á sig í kvöld. Með sigrinum í kvöld tekur Fjölnir á topp sæti deildarinnar af Njarðvík en Njarðvík á leik inni gegn Keflavík næsta miðvikudag. Í næstu umferð mætast þó þessi tvö efstu lið deildarinnar innbyrðis og Dagný segist hlakka mikið til þess leiks. „Það leggst alltaf vel í mann að spila gegn toppliðinu, þetta verður barátta í 40 mínútur. Við höfum ekki unnið þær í vetur og það er eitthvað sem við þurfum að stíla inn á. Við þurfum að nota næstu daga í stífar æfingar til þess að undirbúa okkur fyrir þennan leik. Við tökum ekkert annað í mál en að fara heim með tvö stig úr þeim leik líka,“ sagði Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður Fjölnis. Fjölnir Subway-deild kvenna Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Sjá meira
„Tvö stig eru tvö stig. Þetta er tæpari leikur en við lögðum upp með en sigur er sigur og við förum sáttar heim,“ sagði Dagný í viðtali við Vísi eftir leik. „Við náðum svolítið að viðhalda góðri sókn í gegnum leikinn, þrátt fyrir að við dettum kannski aðeins niður í öðrum leikhluta þá gerum við vel í síðari hálfleik“ Fjölnir virtist vera með leikinn í sínum höndum framan af en undir lok leiksins náði Breiðablik að minnka muninn niður í tvö stig. Það var þó aldrei spurning um hvoru megin sigurinn myndi enda í huga Dagnýjar. „Á stigatöflunni var þetta ansi tæpt og kannski sérstaklega þegar ein mínúta var eftir. Að sama skapi má maður ekki stressa sig of mikið á því. Við vorum búnar að vera yfir allan leikinn og búnar að vera með yfirhöndina í gegnum allan leikinn. Fyrir mér þá var ég aldrei að fara að tapa þessum leik. Maður má ekki stressa sig yfir einhverjum stigum þarna alveg í lokin.“ Dagný varð að taka á sig nokkur þung högg í kvöld en kemur þó eiginlega heil út úr leiknum. „Mér er aðeins illt í hnjánum. Ég kannski datt aðeins meira í þessum leik en vanalega. Það er samt bara skemmtilegra að spila leik þar sem maður fær einhver högg. Þetta var líkamlegur leikur en samt alveg mjög skemmtilegur,“ svaraði Dagný, aðspurð út í allar bylturnar sem hún fékk á sig í kvöld. Með sigrinum í kvöld tekur Fjölnir á topp sæti deildarinnar af Njarðvík en Njarðvík á leik inni gegn Keflavík næsta miðvikudag. Í næstu umferð mætast þó þessi tvö efstu lið deildarinnar innbyrðis og Dagný segist hlakka mikið til þess leiks. „Það leggst alltaf vel í mann að spila gegn toppliðinu, þetta verður barátta í 40 mínútur. Við höfum ekki unnið þær í vetur og það er eitthvað sem við þurfum að stíla inn á. Við þurfum að nota næstu daga í stífar æfingar til þess að undirbúa okkur fyrir þennan leik. Við tökum ekkert annað í mál en að fara heim með tvö stig úr þeim leik líka,“ sagði Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður Fjölnis.
Fjölnir Subway-deild kvenna Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Sjá meira