Hrapaði af stjörnuhimninum og gæti átt yfir höfði sér tuttugu ára fangelsi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. janúar 2022 22:20 Elizabeth Holmes skaust upp á stjörnuhimininn þegar hún boðaði byltingar í heilbrigðisvísindum. Fallið var álíka snöggt þegar skyggnst var í raunverulega starfsemi Theranos. Getty/Justin Sullivan Frumkvöðullinn Elizabeth Holmes var í vikunni sakfelld fyrir fjársvik en hún var lengi álitin ein skærasta stjarna Sílíkondals í Bandaríkjunum. Holmes stofnaði fyrirtækið Theranos árið 2003 þegar hún var aðeins nítján ára gömul. Hún vakti fljótt mikla athygli, hún klæddi sig eins og Steve Jobs og talaði með einkennandi lágri röddu. Og fjöldi fólks heillaðist að henni. Markmið Holmes var að finna betri og ódýrari leið til að greina hundruð sjúkdóma úr aðeins nokkrum dropum af blóði. Þá átti að vera hægt að greina blóðsýnin með sérstökum tækjum úr smiðju Theranos, sem hægt væri að setja upp í apótekum og tækju mun styttri tíma en að senda blóðsýni á rannsóknarstofur. Aðferðin var af mörgum talin byltingarkennd og fékk Holmes til liðs við sig fjárfesta, allt frá fjölmiðlamógúlnum Rupert Murdoch yfir í Waltons fjölskylduna sem á og rekur Walmart verslanirnar í Bandaríkjunum, sem vörðu milljörðum í fyrirtækið. Draumur sem byggður var á sandi Það sem síðar kom í ljós var að niðurstöður úr blóðsýnagreiningum Theranos voru mjög ónákvæmar og leiddu oft til þess að fólk þurfti að fara í venjulegar blóðprufur í framhaldinu sem Theranos rannsakaði leynilega í venjulegum rannsóknarstofum. Fingurstungan dugði ekki til, þveröfugt við það sem Holmes hélt fram. Sönnunargögn sem lögð voru fyrir dóminn sýndu jafnframt að Holmes hafi logið til um að hafa samið við stórfyrirtæki á borð við Pfizer og Bandaríkjaher um notkun á tækni hennar. Höfuðstöðvar Theranos í sílíkondal voru lengi vel sveipaðar leyndarhjúp.Getty/Jason Doiy Þegar fyrirtækið var á hæsta tindi var það metið á níu milljarða dala en það stóð ekki lengi. Árið 2015 kom í ljós, eftir að Wall Street Journal birti röð frétta um blekkingar Holmes, að ekki væri allt sem sýndist. Hún og Ramesh Sunny Balwani, framkvæmdastjóri Theranos og fyrrverandi kærasti hennar, voru árið 2018 ákærð fyrir svik og fyrirtækið leyst upp. Réttarhöldin yfir Holmes stóðu yfir í nokkra mánuði en hún var að lokum sakfelld fyrir fjóra af ellefu ákæruliðum, þrír þeirra sneru að póstsvikum og eitt að fjársvikum. Hún var sýknuð af fjórum ákæruliðum um svik við almenning en kviðdómendum tókst ekki að komast að sameiginlegri niðurstöðu um þrjá ákæruliðanna. Holmes gæti átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi fyrir hvern ákæruliðanna sem hún var sakfelld fyrir en það er þó talið ólíklegt. Bandaríkin Tækni Elizabeth Holmes og Theranos Fréttaskýringar Tengdar fréttir Elizabeth Holmes fundin sek um fjársvik Dómstóll í Bandaríkjunum sakfelldi í gær Elizabeth Holmes, stofnanda Theranos, af ákæru um að hafa svikið fé út úr fjárfestum. Réttarhöld í máli Holmes hafa staðið yfir í Kaliforníu síðustu mánuði. 4. janúar 2022 07:42 Saksóknarar lýstu stofnanda Theranos sem gráðugum svikahrappi Réttarhöld yfir Elizabeth Holmes, stofnanda Theranos sem átti að umbylta blóðrannsóknum, hófust í Kaliforníu í gær. Saksóknarar lýstu Holmes þar sem gráðugum svikahrappi en verjendurnir sögðu hana ástríðufullan lítilmagna. 9. september 2021 10:04 Lofaði tæknibyltingu en svarar til saka fyrir svik og pretti Búast má við fjölmiðlasirkus þegar réttarhöld yfir Elizabeth Holmes, stofnanda nýsköpunarfyrirtækisins Theranos, hefjast í Kaliforníu í dag. Holmes boðaði byltingu í tækni við blóðprufur en gæti nú átt yfir höfði sér áralangt fangelsi fyrir stórfelld svik og blekkingar. 8. september 2021 00:02 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 183.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Holmes stofnaði fyrirtækið Theranos árið 2003 þegar hún var aðeins nítján ára gömul. Hún vakti fljótt mikla athygli, hún klæddi sig eins og Steve Jobs og talaði með einkennandi lágri röddu. Og fjöldi fólks heillaðist að henni. Markmið Holmes var að finna betri og ódýrari leið til að greina hundruð sjúkdóma úr aðeins nokkrum dropum af blóði. Þá átti að vera hægt að greina blóðsýnin með sérstökum tækjum úr smiðju Theranos, sem hægt væri að setja upp í apótekum og tækju mun styttri tíma en að senda blóðsýni á rannsóknarstofur. Aðferðin var af mörgum talin byltingarkennd og fékk Holmes til liðs við sig fjárfesta, allt frá fjölmiðlamógúlnum Rupert Murdoch yfir í Waltons fjölskylduna sem á og rekur Walmart verslanirnar í Bandaríkjunum, sem vörðu milljörðum í fyrirtækið. Draumur sem byggður var á sandi Það sem síðar kom í ljós var að niðurstöður úr blóðsýnagreiningum Theranos voru mjög ónákvæmar og leiddu oft til þess að fólk þurfti að fara í venjulegar blóðprufur í framhaldinu sem Theranos rannsakaði leynilega í venjulegum rannsóknarstofum. Fingurstungan dugði ekki til, þveröfugt við það sem Holmes hélt fram. Sönnunargögn sem lögð voru fyrir dóminn sýndu jafnframt að Holmes hafi logið til um að hafa samið við stórfyrirtæki á borð við Pfizer og Bandaríkjaher um notkun á tækni hennar. Höfuðstöðvar Theranos í sílíkondal voru lengi vel sveipaðar leyndarhjúp.Getty/Jason Doiy Þegar fyrirtækið var á hæsta tindi var það metið á níu milljarða dala en það stóð ekki lengi. Árið 2015 kom í ljós, eftir að Wall Street Journal birti röð frétta um blekkingar Holmes, að ekki væri allt sem sýndist. Hún og Ramesh Sunny Balwani, framkvæmdastjóri Theranos og fyrrverandi kærasti hennar, voru árið 2018 ákærð fyrir svik og fyrirtækið leyst upp. Réttarhöldin yfir Holmes stóðu yfir í nokkra mánuði en hún var að lokum sakfelld fyrir fjóra af ellefu ákæruliðum, þrír þeirra sneru að póstsvikum og eitt að fjársvikum. Hún var sýknuð af fjórum ákæruliðum um svik við almenning en kviðdómendum tókst ekki að komast að sameiginlegri niðurstöðu um þrjá ákæruliðanna. Holmes gæti átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi fyrir hvern ákæruliðanna sem hún var sakfelld fyrir en það er þó talið ólíklegt.
Bandaríkin Tækni Elizabeth Holmes og Theranos Fréttaskýringar Tengdar fréttir Elizabeth Holmes fundin sek um fjársvik Dómstóll í Bandaríkjunum sakfelldi í gær Elizabeth Holmes, stofnanda Theranos, af ákæru um að hafa svikið fé út úr fjárfestum. Réttarhöld í máli Holmes hafa staðið yfir í Kaliforníu síðustu mánuði. 4. janúar 2022 07:42 Saksóknarar lýstu stofnanda Theranos sem gráðugum svikahrappi Réttarhöld yfir Elizabeth Holmes, stofnanda Theranos sem átti að umbylta blóðrannsóknum, hófust í Kaliforníu í gær. Saksóknarar lýstu Holmes þar sem gráðugum svikahrappi en verjendurnir sögðu hana ástríðufullan lítilmagna. 9. september 2021 10:04 Lofaði tæknibyltingu en svarar til saka fyrir svik og pretti Búast má við fjölmiðlasirkus þegar réttarhöld yfir Elizabeth Holmes, stofnanda nýsköpunarfyrirtækisins Theranos, hefjast í Kaliforníu í dag. Holmes boðaði byltingu í tækni við blóðprufur en gæti nú átt yfir höfði sér áralangt fangelsi fyrir stórfelld svik og blekkingar. 8. september 2021 00:02 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 183.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Elizabeth Holmes fundin sek um fjársvik Dómstóll í Bandaríkjunum sakfelldi í gær Elizabeth Holmes, stofnanda Theranos, af ákæru um að hafa svikið fé út úr fjárfestum. Réttarhöld í máli Holmes hafa staðið yfir í Kaliforníu síðustu mánuði. 4. janúar 2022 07:42
Saksóknarar lýstu stofnanda Theranos sem gráðugum svikahrappi Réttarhöld yfir Elizabeth Holmes, stofnanda Theranos sem átti að umbylta blóðrannsóknum, hófust í Kaliforníu í gær. Saksóknarar lýstu Holmes þar sem gráðugum svikahrappi en verjendurnir sögðu hana ástríðufullan lítilmagna. 9. september 2021 10:04
Lofaði tæknibyltingu en svarar til saka fyrir svik og pretti Búast má við fjölmiðlasirkus þegar réttarhöld yfir Elizabeth Holmes, stofnanda nýsköpunarfyrirtækisins Theranos, hefjast í Kaliforníu í dag. Holmes boðaði byltingu í tækni við blóðprufur en gæti nú átt yfir höfði sér áralangt fangelsi fyrir stórfelld svik og blekkingar. 8. september 2021 00:02