The Power of the Dog hlaut verðlaunin fyrir besta drama auk þess sem Jane Campion hlaut fékk verðlaunin fyrir bestu leikstjórn. Þá hlaut leikarinn Kodi Smit-McPhee verðlaunin fyrir besta leik í aukahlutverki.
Will Smith hlaut verðlaunin fyrir besta leik í aðalhlutverki í drama fyrir hlutverk sitt í King Richard og Nicole Kidman fyrir Being the Ricardos, þar sem Kidman fer með hlutverk Lucille Ball.
West Side Story gerði einnig gott mót og hlaut verðlaunin fyrir bestu söngleikja- eða gamanmynd og leikkonan Rachel Zegler fékk verðlaunin fyrir besta leik í aukahlutverki.

Dramaþáttaröðin Succession var valin best í sínum flokki og þá fengu Jeremy Strong og Sarah Snook verðlaunin fyrir besta leikara í aðalhlutverki og bestu leikkonu í aukahlutverki. Hacks var útnefnd besta gamanþáttaröðin og Jean Smart sem besta leikkonan í aðalhlutverki. Þá hlaut Jason Sudeikis verðlaunin fyrir besta leik í aðahlutverki í þáttunum Ted Lasso og O Yeong-Su fyrir besta leik í aukahlutverki fyrir hina gríðarvinsælu þáttaröð Squid Games.
Kate Winslet var verðlaunuð fyrir hlutverk sitt í Mare of Easttown og Michale Keaton fyrir Dopesick. Þá hlaut tónlistarkonan Billie Eilish verðlaunin fyrir besta lag, fyrir No Time To Die úr samnefndri Bond-mynd.
Golden Globe-verðlaunahátíðin hefur mátt sæta mikilli gagnrýni síðustu misseri, ekki síst fyrir afar einsleitan hóp meðal þeirra sem greiða atkvæði um verðlaunin; Hollywood Foreign Press Association. Samtökin hafa gert tilraunir til að gera úrbætur en án mikils árangurs.