„Eilífðarfanginn“ Zubaydah fær milljónir frá Litháen vegna pyntinga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. janúar 2022 10:43 Zubaydah er enn haldið í Guantanamo. Til vinstri má sjá stillu úr heimildarmynd Amnesty International um vatnspyntingar. Stjórnvöld í Litháen hafa greitt Abu Zubaydah, „eilífðarfanganum“, meira en 110 þúsund dollara í bætur fyrir að hafa heimilað bandarísku leyniþjónustunni að hafa haldið honum og pyntað á „svörtum stað“ skammt frá borginni Vilníus. Rúm þrjú ár eru liðin frá því að Mannréttindadómstóll Evrópu fyrirskipaði greiðslu bótanna vegna brota stjórnvalda gegn evrópskum lögum gegn pyntingum. Zubaydah hefur verið haldið af Bandaríkjamönnum í meira en 20 ár án ákæru. hann var handtekinn í Pakistan um sex mánuðum eftir árásirnar 11. september 2001. Lögmenn Bush-stjórnarinnar freistuðu þess að réttlæta pyntingarnar á þeirri forsendu að Zubaydah væri háttsettur liðsmaður Al Kaída en í ljós kom að hann var hvorki meðlimur samtakanna né hefur hann nokkurn tímann verið ákærður fyrir aðild að árásunum 2001. Lögmenn Zubaydah segja víst að stjórnvöld í Litháen hefðu ekki greitt bæturnar nema fá grænt ljós frá Washington og að því sé uppgjörið til marks um að Bandaríkjamenn séu að mildast í afstöðu sinni til svokallaðra „eilífðarfanga“. Í október síðastliðnum hlýddi Hæstiréttur Bandaríkjanna á mál þar sem stjórnvöld vestanhafs eru að reyna að koma í veg fyrir að tveir verktakar CIA beri vitni í dómsmáli í Póllandi sem sömuleiðis varðar pyntingar á Zubaydah. Við málflutninginn notuðu dómararnir nokkrum sinnum orðið „pyntingar“, sem einnig þykir til marks um ákveðna viðhofsbreytingu vestra. Zubaydah var haldið á nokkrum svörtum stöðum víða um heim en verstu pyntingarnar mátti hann þola í Taílandi. Þeirra á meðal voru vatnspyntingar, þar sem líkt er eftir drukknun, en þær voru framkvæmdar á Zubaydah að minnsta kosti 83 sinnum á einum mánuði. Þá var hann látinn dúsa í kassa á stærð við líkistu dögum saman. Fjármunirnir frá Litháen voru lagðir inn á bankareikning en Zubaydah getur ekki tekið við þeim þar sem honum er enn haldið í Guantanamo og þá hafa eignir hans verið frystar af bandarískum stjórnvöldum. Frysting eigna hans af hálfu Sameinuðu þjóðanna var aflétt fyrir tveimur árum, að kröfu lögmanna Zubaydah. Bandaríkin Litháen Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Rúm þrjú ár eru liðin frá því að Mannréttindadómstóll Evrópu fyrirskipaði greiðslu bótanna vegna brota stjórnvalda gegn evrópskum lögum gegn pyntingum. Zubaydah hefur verið haldið af Bandaríkjamönnum í meira en 20 ár án ákæru. hann var handtekinn í Pakistan um sex mánuðum eftir árásirnar 11. september 2001. Lögmenn Bush-stjórnarinnar freistuðu þess að réttlæta pyntingarnar á þeirri forsendu að Zubaydah væri háttsettur liðsmaður Al Kaída en í ljós kom að hann var hvorki meðlimur samtakanna né hefur hann nokkurn tímann verið ákærður fyrir aðild að árásunum 2001. Lögmenn Zubaydah segja víst að stjórnvöld í Litháen hefðu ekki greitt bæturnar nema fá grænt ljós frá Washington og að því sé uppgjörið til marks um að Bandaríkjamenn séu að mildast í afstöðu sinni til svokallaðra „eilífðarfanga“. Í október síðastliðnum hlýddi Hæstiréttur Bandaríkjanna á mál þar sem stjórnvöld vestanhafs eru að reyna að koma í veg fyrir að tveir verktakar CIA beri vitni í dómsmáli í Póllandi sem sömuleiðis varðar pyntingar á Zubaydah. Við málflutninginn notuðu dómararnir nokkrum sinnum orðið „pyntingar“, sem einnig þykir til marks um ákveðna viðhofsbreytingu vestra. Zubaydah var haldið á nokkrum svörtum stöðum víða um heim en verstu pyntingarnar mátti hann þola í Taílandi. Þeirra á meðal voru vatnspyntingar, þar sem líkt er eftir drukknun, en þær voru framkvæmdar á Zubaydah að minnsta kosti 83 sinnum á einum mánuði. Þá var hann látinn dúsa í kassa á stærð við líkistu dögum saman. Fjármunirnir frá Litháen voru lagðir inn á bankareikning en Zubaydah getur ekki tekið við þeim þar sem honum er enn haldið í Guantanamo og þá hafa eignir hans verið frystar af bandarískum stjórnvöldum. Frysting eigna hans af hálfu Sameinuðu þjóðanna var aflétt fyrir tveimur árum, að kröfu lögmanna Zubaydah.
Bandaríkin Litháen Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira