Mæting barna í bólusetningu langt fram úr vonum Árni Sæberg skrifar 10. janúar 2022 18:26 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir segir um átta þúsund manns hafa verið bólusetta í Laugardalshöll í dag en alls fengu um tólf þúsund manns Pfizer bóluefnið á landinu í dag. Vísir/Vilhelm Um fimmtán hundruð grunnskólabörn á aldrinum fimm til ellefu ára mættu í Laugardalshöll í dag til að þiggja bólusetningu gegn Covid-19. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir mætinguna hafa farið fram úr björtustu vonum. Alls voru nítján hundruð börn úr tólf grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu boðuð í bólusetningu í dag. „Þetta er miklu betri mæting en við höfðum þorað að vona enda er hálft höfuðborgarsvæðið í sóttkví eða einangrun. Og það auðvitað sérstaklega tengt skólunum,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þá segir hún að góð mæting í dag sé tilefni til enn betri undirbúnings fyrir morgundaginn. „Við héldum að það kæmu miklu færri í dag. Við blönduðum ekki nema fimm hundruð skammta í byrjun dags. En þetta gekk allt saman mjög vel og svo verður enn stærri dagur á morgun.“ Heilsugæslan sá til þess að börnunum liði sem best í bólusetningu í dag. Límmiðar, sápukúlur og leikatriði voru notuð til að reyna að létta stemninguna. Að ógleymdum þeim Kasper Jasper og Jónatani úr Kardemommubæ Þjóðleikhússins, sem mættu til að stytta börnunum stundir. Fullorðnir líka duglegir að mæta Heilsugæslan bauð fullorðnum einnig upp á bólusetningu og örvunarskammt milli tíu og tólf í dag. Ragnheiður Ósk segir fólk jafnvel hafa verið of duglegt að mæta í örvunarskammt en hún þurfti að vísa fólki frá eftir klukkan tólf þegar börnin áttu að hafa höllina út af fyrir sig. „Já, þetta var miklu meira en við bjuggumst við. Við ákváðum að hafa opið hús hérna milli tíu og tólf fyrir fullorðna sem að væru að koma annað hvort í sína fyrstu sprautu eða örvunarskammt. Við boðuðum samt engan en það er miklu meiri traffík en við áttum von á,“ sagði Ragnheiður Ósk í hádegisfréttum Bylgjunnar. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira
Alls voru nítján hundruð börn úr tólf grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu boðuð í bólusetningu í dag. „Þetta er miklu betri mæting en við höfðum þorað að vona enda er hálft höfuðborgarsvæðið í sóttkví eða einangrun. Og það auðvitað sérstaklega tengt skólunum,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þá segir hún að góð mæting í dag sé tilefni til enn betri undirbúnings fyrir morgundaginn. „Við héldum að það kæmu miklu færri í dag. Við blönduðum ekki nema fimm hundruð skammta í byrjun dags. En þetta gekk allt saman mjög vel og svo verður enn stærri dagur á morgun.“ Heilsugæslan sá til þess að börnunum liði sem best í bólusetningu í dag. Límmiðar, sápukúlur og leikatriði voru notuð til að reyna að létta stemninguna. Að ógleymdum þeim Kasper Jasper og Jónatani úr Kardemommubæ Þjóðleikhússins, sem mættu til að stytta börnunum stundir. Fullorðnir líka duglegir að mæta Heilsugæslan bauð fullorðnum einnig upp á bólusetningu og örvunarskammt milli tíu og tólf í dag. Ragnheiður Ósk segir fólk jafnvel hafa verið of duglegt að mæta í örvunarskammt en hún þurfti að vísa fólki frá eftir klukkan tólf þegar börnin áttu að hafa höllina út af fyrir sig. „Já, þetta var miklu meira en við bjuggumst við. Við ákváðum að hafa opið hús hérna milli tíu og tólf fyrir fullorðna sem að væru að koma annað hvort í sína fyrstu sprautu eða örvunarskammt. Við boðuðum samt engan en það er miklu meiri traffík en við áttum von á,“ sagði Ragnheiður Ósk í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira