Eldvarnarhurðir lokuðust ekki þegar eldsvoði varð sautján að bana Árni Sæberg skrifar 10. janúar 2022 23:00 Viðbragðsaðilar að störfum í gær. AP Photo/Yuki Iwamura Sautján létust, þar af átta börn, þegar eldur kviknaði í íbúðablokk í New York. Rannsakendur telja að eldvarnarhurðir hafi ekki virkað sem skyldi með þeim afleiðingum að reykur barst á allar nítján hæðir hússins. Svo virðist sem eldur hafi kviknað út frá hitablásara í einni íbúð blokkarinnar. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að eldurinn sjálfur hafi aðeins skemmt lítinn hluta byggingarinnar en að reyk hafi borið frá íbúðinni um alla blokkina með skelfilegum afleiðingum. Upphaflega var talið að nítján hafi látist í eldsvoðanum en staðfest tala látinna er sautján, þar af átta börn. Þá liggja tugir íbúa á sjúkrahúsi, sumir í lífshættu. Slökkviliðsstjóri New York borgar segir dyr íbúðarinnar þar sem eldurinn kviknaði og dyr á fimmtándu hæð hefðu átt að lokast sjálfkrafa til að hemja útbreiðslu elds og reyks. Hann segir enn óljóst hvort eldvarnarhurðir hafi bilað eða eitthvað hafi verið sett fyrir þær. Ein biluð eldvarnarhurð geti valdið dauða margra Glenn Corbett, sérfræðingur í eldvörnum, segir lokaðar dyr nauðsynlegar til að temja eld og reyk, sérstaklega í byggingum sem eru án sjálfvirks slökkvibúnaðar. „Það er frekar ótrúlegt að bilun einnar hurðar geti leitt til svo margra dauðsfalla, en þannig er það. Þessar einu dyr spiluðu stórt hlutverk í því að eldurinn dreifðist og að reykur og hiti bárust lóðrétt í gegn um bygginguna,“ segir hann. Slökkviliðsmenn segja þykkan reykjarmökkinn hafa hindrað útgöngu íbúanna. Fórnarlömb hans hafi fundist örend á öllum hæðum hússins. Stefan Beauvogui, fyrrum íbúi hússins, segir að hitakerfi íbúðablokkarinnar hafi um langa hríð verið bilað. Hann hafi því notað þrjá hitablásara yfir vetrartímann. Hann kveðst hafa kvartað yfir ástandinu en að ekkert hafi verið í því gert. Bandaríkin Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Sjá meira
Svo virðist sem eldur hafi kviknað út frá hitablásara í einni íbúð blokkarinnar. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að eldurinn sjálfur hafi aðeins skemmt lítinn hluta byggingarinnar en að reyk hafi borið frá íbúðinni um alla blokkina með skelfilegum afleiðingum. Upphaflega var talið að nítján hafi látist í eldsvoðanum en staðfest tala látinna er sautján, þar af átta börn. Þá liggja tugir íbúa á sjúkrahúsi, sumir í lífshættu. Slökkviliðsstjóri New York borgar segir dyr íbúðarinnar þar sem eldurinn kviknaði og dyr á fimmtándu hæð hefðu átt að lokast sjálfkrafa til að hemja útbreiðslu elds og reyks. Hann segir enn óljóst hvort eldvarnarhurðir hafi bilað eða eitthvað hafi verið sett fyrir þær. Ein biluð eldvarnarhurð geti valdið dauða margra Glenn Corbett, sérfræðingur í eldvörnum, segir lokaðar dyr nauðsynlegar til að temja eld og reyk, sérstaklega í byggingum sem eru án sjálfvirks slökkvibúnaðar. „Það er frekar ótrúlegt að bilun einnar hurðar geti leitt til svo margra dauðsfalla, en þannig er það. Þessar einu dyr spiluðu stórt hlutverk í því að eldurinn dreifðist og að reykur og hiti bárust lóðrétt í gegn um bygginguna,“ segir hann. Slökkviliðsmenn segja þykkan reykjarmökkinn hafa hindrað útgöngu íbúanna. Fórnarlömb hans hafi fundist örend á öllum hæðum hússins. Stefan Beauvogui, fyrrum íbúi hússins, segir að hitakerfi íbúðablokkarinnar hafi um langa hríð verið bilað. Hann hafi því notað þrjá hitablásara yfir vetrartímann. Hann kveðst hafa kvartað yfir ástandinu en að ekkert hafi verið í því gert.
Bandaríkin Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Sjá meira