Dómstóll dæmdi Djokovic í gær og hann fékk því inngöngu í landið eftir að hafa dúsað á farsóttarhóteli í marga daga.
Djokovic er kominn til Ástralíu til að keppa á Opna ástralska risamótinu sem hann getur unnið fjórða árið í röð.
Federal government looking into whether Djokovic lied on travel form | @Gallo_Ways https://t.co/Y3ypJiOp98
— The Sydney Morning Herald (@smh) January 11, 2022
Djokovic komst hjá bólusetningu á sérstakri undanþágu af því að hann fékk kórónuveiruna í síðasta mánuði. Það kom fram fyrir dómstólum.
Það virðist þó vera að Djokovic hafi ekki sagt satt frá í umsókn sinni við komuna til Ástralíu.
Ástralsk stjórnvöld kanna nú hvort að Djokovic hafi gefið upp rangar upplýsingar þegar hann fyllti út skýrsluna við komu sína til landsins.
Sydney Morning Herald segir frá því að Djokovic hafi sett nei við spurninguna um það hvort að hann hefði ferðast eitthvað fjórtán dögum fyrir ferðalag sitt til Ástralíu 6. janúar síðastliðinn.
Það er ekki satt því Djokovic ferðaðist frá Belgrad til Spánar á þessum tíma. Það er ólöglegt að gefa upp rangar upplýsingar og þetta gæti orðið til þess að honum verði hreinlega vísað úr landi.
Það er nú undir innflytjendaráðherranum Alex Hawke á ákveða hvort að senda Djokovic heim áður en hann getur tekið þátt í Opna ástralska risamótinu.