Eiga konur að fá lægri laun? Sandra B. Franks skrifar 11. janúar 2022 08:00 Ein mesta kvennastétt í landinu, og jafnframt ein sú mikilvægasta, eru sjúkraliðar. Um 98% sjúkraliða á Íslandi eru konur. Óumdeilt er það mikilvægi sem sjúkraliðar gegna hjá heilbrigðisstofnunum um allt land. Heilbrigðisþjónustan getur ekki verið án sjúkraliða og hefur það sést vel á tímum Covid-faraldursins. Þrátt fyrir það glíma sjúkraliðar við kerfisbundna mismun þegar kemur að launum. Kynbundnin launamunur milli starfa sem konur helst vinna og starfa sem karlar vinna er með öllu óásættanlegur. Sjúkraliðar bera skarðan hlut Ljóst er að talsverður árangur hefur náðst í að vinna gegn kynbundnum launamun milli sambærilegra starfa. Hins vegar eigum við talsvert lengra í land þegar kemur að kynbundnum launamun sem birtist í kynjaskiptum vinnumarkaði. Rannsóknir sýna að laun eru almennt lægri hjá þeim starfsstéttum þar sem konur eru í meirihluta. Sjúkraliðar bera því mjög skarðan hlut af þessari mismunun. Slíkt er óþolandi óréttlæti og ber stjórnvöldum og stofnunum þess að bregðast við því, bæði þegar kemur að kjarasamningum en einnig stofnanasamningum. Sérstakur starfshópur stjórnvalda og BSRB um endurmat á störfum kvenna hefur lagt til að stofnaður verði aðgerðahópur um launajafnrétti. Þá er lagt til að ráðist verði í greiningu á vandanum ásamt aðgerðum sem miða við að aðstoða atvinnurekendur við að uppfylla lagaskilyrði um jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf. Hins vegar er ljóst að vandinn krefst markvissra aðgerða. Ólíkt virðismat starfa Sjúkraliðafélag Íslands hefur ályktað um að gripið verði tafarlaust til aðgerða sem miða að því að verðmæti starfa sé metið að jöfnu hvort heldur sem konur eða karlar sinni þeim. Það er ekki nóg að tryggja sömu laun kynjanna fyrir sömu vinnu. Því hin hliðin á teningnum er að störf sem eru að langstærstum hluta unnin af konum eru launalægri en störf sem eru unnin að langstærstum hluta af körlum. Það sem ýtir undir þetta ólíka virðismat starfa er að konur frekar en karlar vinna í nánum samskiptum við annað fólk sem skapar óáþreifanleg verðmæti fyrir samfélagið. Hefðbundin störf sem karlar helst vinna fela hins vegar í sér sköpun á áþreifanlegum verðmætum. Það er því tómt mál að tala um launajafnrétti kynjanna á meðan störf sem eru unnin af 98% konum eru metin lægri en önnur hefðbundin störf sem karlar vinna. Þetta er eitt stærsta mál jafnréttisbaráttu dagsins í dag. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Kjaramál Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Ein mesta kvennastétt í landinu, og jafnframt ein sú mikilvægasta, eru sjúkraliðar. Um 98% sjúkraliða á Íslandi eru konur. Óumdeilt er það mikilvægi sem sjúkraliðar gegna hjá heilbrigðisstofnunum um allt land. Heilbrigðisþjónustan getur ekki verið án sjúkraliða og hefur það sést vel á tímum Covid-faraldursins. Þrátt fyrir það glíma sjúkraliðar við kerfisbundna mismun þegar kemur að launum. Kynbundnin launamunur milli starfa sem konur helst vinna og starfa sem karlar vinna er með öllu óásættanlegur. Sjúkraliðar bera skarðan hlut Ljóst er að talsverður árangur hefur náðst í að vinna gegn kynbundnum launamun milli sambærilegra starfa. Hins vegar eigum við talsvert lengra í land þegar kemur að kynbundnum launamun sem birtist í kynjaskiptum vinnumarkaði. Rannsóknir sýna að laun eru almennt lægri hjá þeim starfsstéttum þar sem konur eru í meirihluta. Sjúkraliðar bera því mjög skarðan hlut af þessari mismunun. Slíkt er óþolandi óréttlæti og ber stjórnvöldum og stofnunum þess að bregðast við því, bæði þegar kemur að kjarasamningum en einnig stofnanasamningum. Sérstakur starfshópur stjórnvalda og BSRB um endurmat á störfum kvenna hefur lagt til að stofnaður verði aðgerðahópur um launajafnrétti. Þá er lagt til að ráðist verði í greiningu á vandanum ásamt aðgerðum sem miða við að aðstoða atvinnurekendur við að uppfylla lagaskilyrði um jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf. Hins vegar er ljóst að vandinn krefst markvissra aðgerða. Ólíkt virðismat starfa Sjúkraliðafélag Íslands hefur ályktað um að gripið verði tafarlaust til aðgerða sem miða að því að verðmæti starfa sé metið að jöfnu hvort heldur sem konur eða karlar sinni þeim. Það er ekki nóg að tryggja sömu laun kynjanna fyrir sömu vinnu. Því hin hliðin á teningnum er að störf sem eru að langstærstum hluta unnin af konum eru launalægri en störf sem eru unnin að langstærstum hluta af körlum. Það sem ýtir undir þetta ólíka virðismat starfa er að konur frekar en karlar vinna í nánum samskiptum við annað fólk sem skapar óáþreifanleg verðmæti fyrir samfélagið. Hefðbundin störf sem karlar helst vinna fela hins vegar í sér sköpun á áþreifanlegum verðmætum. Það er því tómt mál að tala um launajafnrétti kynjanna á meðan störf sem eru unnin af 98% konum eru metin lægri en önnur hefðbundin störf sem karlar vinna. Þetta er eitt stærsta mál jafnréttisbaráttu dagsins í dag. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun