Þorleifur hefur vakið mikla athygli með Duke-háskólanum á undanförnum misserum. Þá vakti hann heimsathygli er hann gerði góðlátlegt grín að markverði UCLA fyrr á leiktíðinni.
Þorleifur verður 22 ára gamall á þessu ári og hefur leikið með Víking Ólafsvík og Augnablik hér á landi sem og uppeldisfélagi sínu Breiðabliki. Hann kom við sögu í einu leik Pepsi Max-deildarinnar síðasta sumar en hann lék 20 mínútur í 4-0 sigri Blika á Leikni Reykjavík.
Þorleifur verður einn þriggja Íslendinga í MLS-deildinni á næstu leiktíð. Róbert Orri Þorkelsson leikur með CF Montréal og Arnór Ingvi Traustason leikur með New England Revolution. Þá varð Guðmundur Þórarinsson MLS-meistari með New York City FC en hann hefur gefið út að hann sé á leið frá félaginu.
Þorleifur ræddi við fjölmiðladeild MLS að valinu loknu og sagði að hann væri tilbúinn í slaginn.
"I'm just ready to go to work."
— Major League Soccer (@MLS) January 11, 2022
Goalscorer and Iceland native Thor Ulfarsson (forward/@DukeMSOC) is @HoustonDynamo bound. pic.twitter.com/z6YfufP1ta
Houston Dynamo endaði í 13. og neðsta sæti Vesturdeildarinnar á síðustu leiktíð. Liðið vann aðeins 6 af 34 leikjum og á Þorleifur að hjálpa liðinu að klífa upp töfluna.