Vísindamenn anda léttar Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2022 21:46 James Webb-geimsjónaukinn er nú opinn og lýkur ferðalagi sínu þann 23. janúar. Vonast er til að hægt verði að taka fyrstu myndirnar með honum í sumar. NASA GSFC/CIL/Adriana Manrique Gutierrez Vísindamönnum og verkfræðingum Geimvísindastofnanna Bandaríkjanna, Evrópu og Kanada tókst um helgina að opna gullhúðaðan spegil James Webb-geimsjónaukans. Það markaði lokaáfanga opnunar sjónaukans, sem er sá stærsti og besti sem hefur verið framleiddur. Fjölmargir hlutir þurftu að ganga eftir, einn á eftir öðrum, við opnun sjónaukans en hefði það ekki gerst, gæti sjónaukinn, sem kostaði um tíu milljarða dala, hafa verið ónothæfur. Bill Nelson, yfirmaður NASA, sagði í tilkynningu sem birt var um helgina að um merkan áfanga væri að ræða sem hafði áratuga aðdraganda. Hann sagði að þó ferðinni væri ekki lokið andaði hann og þeir sem að JWST koma aðeins léttar. „James Webb-geimsjónaukinn er fordæmalaust verkefni sem er nærri því að sjá ljósið frá fyrstu stjörnuþokunum og uppgötva leyndardóma alheims okkar.“ JWST nemur innrautt ljós og þarf hann að vera gífurlega kaldur til að virka rétt og svo geislun frá honum sjálfum trufli ekki skynjara sjónaukans. Hann á að verða -233 gráðu kaldur (um fjörutíu Kelvin). Skynjarar í sjónaukanum verða einungis -266 gráður eða um sjö kelvin. Núll kelvin eða -273 gráður kallast alkul og er lægsta fræðilega hitastig alheimsins. Þetta mun gera sjónaukanum kleift að sjá innrauða geislun frá fjarlægustu stjörnuþokum alheimsins og mögulega sjá hvernig fyrstu stjörnurnar og stjörnuþokurnar mynduðust í kjölfar Miklahvells. #NASAWebb is fully deployed! 🎉With the successful deployment & latching of our last mirror wing, that's:50 major deployments, complete.178 pins, released.20+ years of work, realized.Next to #UnfoldTheUniverse: traveling out to our orbital destination of Lagrange point 2! pic.twitter.com/mDfmlaszzV— NASA Webb Telescope (@NASAWebb) January 8, 2022 JWST er nú á leið á stað sem nefnist Lagrange-punktur 2. Eins og komið var inn á í fyrri frétt um sjónaukann er það einn nokkurra staða sem verða til út frá þyngdarkrafti jarðarinnar annars vegar og sólarinnar hins vegar. L2 er staður þar sem miðflóttaafl JWST er til jafns við þá þyngdarkrafta sem sjónaukinn verður fyrir frá jörðinni og sólinni. Þannig situr hann fastur á sínum stað og snýr alltaf frá sólinni, jörðinni og tunglinu. Þangað mun sjónaukinn koma þann 23. janúar, samkvæmt áætlunum. Þá verður hann í um 1,5 milljóna kílómetra fjarlægð frá jörðu. Þá hefur verið gefið út að útlit sé fyrir að hægt verði að nota sjónaukann í mun fleiri ár en vonir stóðu til, vegna þess hve vel geimskotið á jóladag heppnaðist. Lagt var upp með það að JWST yrði starfræktur í minnst fimm ár og var vonast eftir tíu árum. Nú er útlit fyrir að hægt verði að nota sjónaukann í heil tuttugu ár vegna þess hve mikið eldsneyti hann á eftir. Þegar sjónaukanum var skotið á loft var mjög mikilvægt að hann færi ekki of hratt af stað frá jörðu. Það var vegna þess að ekki var mögulegt að hægja á sjónaukanum, heldur eingöngu auka hraða hans. Til þess að hægja á honum hefði þurft að snúa honum í átt að sólu og við það hefðu speglar hans og skynjarar hitnað of mikið og skemmst. Geimskotið var þó svo gífurlega nákvæmt að lítið þurfti að auka hraða JWST og því er nægt eldsneyti á honum til um tuttugu ára. Áður en hægt verður að nota geimsjónaukanna þarf að kæla hann verulega og svo stilla spegla hans af mikilli nákvæmni. Til þess verður notast við 126 smáa mótora í sjónaukanum. Áætlað er að þessar stillingar muni stillingin taka um fimm mánuði. Vonast er til þess að sjónaukinn taki fyrstu myndirnar í sumar. What's next for #NASAWebb's mirrors? Once cold enough, and with the help of a star as a target, tiny motors will be used by our team to precisely align and shape each segment so all 18 will perform as one mirror. More: https://t.co/tPyWOyQQW0 pic.twitter.com/gsGhajRSFZ— NASA Webb Telescope (@NASAWebb) January 8, 2022 James Webb-geimsjónaukinn Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01 James Webb tekur á sig mynd en ekkert má bregða útaf Byrjað er að opna geimsjónaukann James Webb sem skotið var út í geim á jóladag. Sjónaukinn er svo stór að brjóta þurfti hann saman til að koma honum af yfirborði jarðar og má ekkert fara úrskeiðis á meðan verið er að opna hann. 29. desember 2021 17:00 Eðlilegt að fólk sé stressað fyrir geimskot James Webb James Webb geimsjónaukanum verður skotið á loft á aðfangadag, gangi áætlanir geimvísindamanna eftir. Gífurlega mikið er í húfi en fjölmargt þarf að ganga eftir svo sjónaukinn geti bylt geimvísindum eins og vonast er til. 20. desember 2021 15:44 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Fjölmargir hlutir þurftu að ganga eftir, einn á eftir öðrum, við opnun sjónaukans en hefði það ekki gerst, gæti sjónaukinn, sem kostaði um tíu milljarða dala, hafa verið ónothæfur. Bill Nelson, yfirmaður NASA, sagði í tilkynningu sem birt var um helgina að um merkan áfanga væri að ræða sem hafði áratuga aðdraganda. Hann sagði að þó ferðinni væri ekki lokið andaði hann og þeir sem að JWST koma aðeins léttar. „James Webb-geimsjónaukinn er fordæmalaust verkefni sem er nærri því að sjá ljósið frá fyrstu stjörnuþokunum og uppgötva leyndardóma alheims okkar.“ JWST nemur innrautt ljós og þarf hann að vera gífurlega kaldur til að virka rétt og svo geislun frá honum sjálfum trufli ekki skynjara sjónaukans. Hann á að verða -233 gráðu kaldur (um fjörutíu Kelvin). Skynjarar í sjónaukanum verða einungis -266 gráður eða um sjö kelvin. Núll kelvin eða -273 gráður kallast alkul og er lægsta fræðilega hitastig alheimsins. Þetta mun gera sjónaukanum kleift að sjá innrauða geislun frá fjarlægustu stjörnuþokum alheimsins og mögulega sjá hvernig fyrstu stjörnurnar og stjörnuþokurnar mynduðust í kjölfar Miklahvells. #NASAWebb is fully deployed! 🎉With the successful deployment & latching of our last mirror wing, that's:50 major deployments, complete.178 pins, released.20+ years of work, realized.Next to #UnfoldTheUniverse: traveling out to our orbital destination of Lagrange point 2! pic.twitter.com/mDfmlaszzV— NASA Webb Telescope (@NASAWebb) January 8, 2022 JWST er nú á leið á stað sem nefnist Lagrange-punktur 2. Eins og komið var inn á í fyrri frétt um sjónaukann er það einn nokkurra staða sem verða til út frá þyngdarkrafti jarðarinnar annars vegar og sólarinnar hins vegar. L2 er staður þar sem miðflóttaafl JWST er til jafns við þá þyngdarkrafta sem sjónaukinn verður fyrir frá jörðinni og sólinni. Þannig situr hann fastur á sínum stað og snýr alltaf frá sólinni, jörðinni og tunglinu. Þangað mun sjónaukinn koma þann 23. janúar, samkvæmt áætlunum. Þá verður hann í um 1,5 milljóna kílómetra fjarlægð frá jörðu. Þá hefur verið gefið út að útlit sé fyrir að hægt verði að nota sjónaukann í mun fleiri ár en vonir stóðu til, vegna þess hve vel geimskotið á jóladag heppnaðist. Lagt var upp með það að JWST yrði starfræktur í minnst fimm ár og var vonast eftir tíu árum. Nú er útlit fyrir að hægt verði að nota sjónaukann í heil tuttugu ár vegna þess hve mikið eldsneyti hann á eftir. Þegar sjónaukanum var skotið á loft var mjög mikilvægt að hann færi ekki of hratt af stað frá jörðu. Það var vegna þess að ekki var mögulegt að hægja á sjónaukanum, heldur eingöngu auka hraða hans. Til þess að hægja á honum hefði þurft að snúa honum í átt að sólu og við það hefðu speglar hans og skynjarar hitnað of mikið og skemmst. Geimskotið var þó svo gífurlega nákvæmt að lítið þurfti að auka hraða JWST og því er nægt eldsneyti á honum til um tuttugu ára. Áður en hægt verður að nota geimsjónaukanna þarf að kæla hann verulega og svo stilla spegla hans af mikilli nákvæmni. Til þess verður notast við 126 smáa mótora í sjónaukanum. Áætlað er að þessar stillingar muni stillingin taka um fimm mánuði. Vonast er til þess að sjónaukinn taki fyrstu myndirnar í sumar. What's next for #NASAWebb's mirrors? Once cold enough, and with the help of a star as a target, tiny motors will be used by our team to precisely align and shape each segment so all 18 will perform as one mirror. More: https://t.co/tPyWOyQQW0 pic.twitter.com/gsGhajRSFZ— NASA Webb Telescope (@NASAWebb) January 8, 2022
James Webb-geimsjónaukinn Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01 James Webb tekur á sig mynd en ekkert má bregða útaf Byrjað er að opna geimsjónaukann James Webb sem skotið var út í geim á jóladag. Sjónaukinn er svo stór að brjóta þurfti hann saman til að koma honum af yfirborði jarðar og má ekkert fara úrskeiðis á meðan verið er að opna hann. 29. desember 2021 17:00 Eðlilegt að fólk sé stressað fyrir geimskot James Webb James Webb geimsjónaukanum verður skotið á loft á aðfangadag, gangi áætlanir geimvísindamanna eftir. Gífurlega mikið er í húfi en fjölmargt þarf að ganga eftir svo sjónaukinn geti bylt geimvísindum eins og vonast er til. 20. desember 2021 15:44 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01
James Webb tekur á sig mynd en ekkert má bregða útaf Byrjað er að opna geimsjónaukann James Webb sem skotið var út í geim á jóladag. Sjónaukinn er svo stór að brjóta þurfti hann saman til að koma honum af yfirborði jarðar og má ekkert fara úrskeiðis á meðan verið er að opna hann. 29. desember 2021 17:00
Eðlilegt að fólk sé stressað fyrir geimskot James Webb James Webb geimsjónaukanum verður skotið á loft á aðfangadag, gangi áætlanir geimvísindamanna eftir. Gífurlega mikið er í húfi en fjölmargt þarf að ganga eftir svo sjónaukinn geti bylt geimvísindum eins og vonast er til. 20. desember 2021 15:44