Búinn að finna hinn þjóðþekkta slæma kafla hjá íslenska handboltalandsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2022 10:01 Aron Pálmarsson og félagar þurfa að passa sig á 49. til 55. mínútu því það er á þeim kafla þar sem gengi liðsins hefur oft verið slakt. Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta er á leiðinni á enn eitt stórmótið en strákarnir okkar eru komnir til Búdapest til að keppa á EM 2022. Íslenska þjóðin fylgist jafnan mjög vel í janúar þegar íslenska landsliðið stendur í stórræðum og hver einn og einasti þeirra sem hefur setið fyrir framan sjónvarpið þegar Ísland er að spila ætti að hafa heyrt talað um slæma kaflann. Jú þessi slæmi kafli sem getur reynst íslenska liðinu svo dýrkeyptur. Enginn hefur leikið á fleiri stórmótum íslenska landsliðsins en Guðjón Valur Sigurðsson og hann var orðinn mjög þreyttur á umræðunni um slæma kaflann eins og nokkur viðtöl eru gott dæmi um. En kannski er slæmi kaflinn enginn mýta. Ólafur Sigurgeirsson hjá HB Statz er búinn að greina tölfræðigögn um íslenska handboltalandsliðið undanfarin ár og hann er jafnvel búinn að finna þennan frægan slæma kafla. View this post on Instagram A post shared by HBStatz (@hbstatz) Ólafur skoraði gögn úr tapleikjum Íslands frá 2018 til 2021. Allar aðgerðir eru skráðar á mínútur og með því að nota fimm mínútna hlaupandi meðaltal þá gat hann reiknað út sóknarnýtingu og hlutfallsmarkvörslu íslensku strákanna eftir tíma leiksins. Það eru einkum tveir hlutar leikja íslenska liðsins sem geta gert tilkall til að vera slæmi kaflinn hjá íslenska handboltalandsliðinu en annar þeirra er án efa í nokkrum sérflokki. Ekki er hægt að sjá annað en að slæmi kafli íslenska liðsins haldi sig oftast á 49. til 55. mínútu leikjanna því tölur strákarna okkar í sókn sem vörn hrynja á þessum tíma. Það er á þessum tíma sem íslenska liðið missir leikina frá sér. Tölfræði yfir gengi íslenska landsliðsins.HB Statz Sóknarnýtingin hrynur um þrettán prósent og markvarslan niður um átján prósent. Þetta jafngilti 27 prósent neikvæðri breytingu á nýtingu sóknanna og neikvæð breyting á markvörslunni um 49 prósent. HB Statz hefur tekið tölfræði í íslenskum handbolta undanfarin ár en upp á síðkastið hafa menn þar á bæt verið að setja tölfræðin upp á myndrænni og meira lifandi hátt. Gott dæmi um það er þessi leit að slæma kaflanum sem má sjá á grafískri mynd HB Statz hér fyrir ofan. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Íslenska þjóðin fylgist jafnan mjög vel í janúar þegar íslenska landsliðið stendur í stórræðum og hver einn og einasti þeirra sem hefur setið fyrir framan sjónvarpið þegar Ísland er að spila ætti að hafa heyrt talað um slæma kaflann. Jú þessi slæmi kafli sem getur reynst íslenska liðinu svo dýrkeyptur. Enginn hefur leikið á fleiri stórmótum íslenska landsliðsins en Guðjón Valur Sigurðsson og hann var orðinn mjög þreyttur á umræðunni um slæma kaflann eins og nokkur viðtöl eru gott dæmi um. En kannski er slæmi kaflinn enginn mýta. Ólafur Sigurgeirsson hjá HB Statz er búinn að greina tölfræðigögn um íslenska handboltalandsliðið undanfarin ár og hann er jafnvel búinn að finna þennan frægan slæma kafla. View this post on Instagram A post shared by HBStatz (@hbstatz) Ólafur skoraði gögn úr tapleikjum Íslands frá 2018 til 2021. Allar aðgerðir eru skráðar á mínútur og með því að nota fimm mínútna hlaupandi meðaltal þá gat hann reiknað út sóknarnýtingu og hlutfallsmarkvörslu íslensku strákanna eftir tíma leiksins. Það eru einkum tveir hlutar leikja íslenska liðsins sem geta gert tilkall til að vera slæmi kaflinn hjá íslenska handboltalandsliðinu en annar þeirra er án efa í nokkrum sérflokki. Ekki er hægt að sjá annað en að slæmi kafli íslenska liðsins haldi sig oftast á 49. til 55. mínútu leikjanna því tölur strákarna okkar í sókn sem vörn hrynja á þessum tíma. Það er á þessum tíma sem íslenska liðið missir leikina frá sér. Tölfræði yfir gengi íslenska landsliðsins.HB Statz Sóknarnýtingin hrynur um þrettán prósent og markvarslan niður um átján prósent. Þetta jafngilti 27 prósent neikvæðri breytingu á nýtingu sóknanna og neikvæð breyting á markvörslunni um 49 prósent. HB Statz hefur tekið tölfræði í íslenskum handbolta undanfarin ár en upp á síðkastið hafa menn þar á bæt verið að setja tölfræðin upp á myndrænni og meira lifandi hátt. Gott dæmi um það er þessi leit að slæma kaflanum sem má sjá á grafískri mynd HB Statz hér fyrir ofan.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn