Í sjokki yfir sóttvörnum á EM: „Hvernig getum við spilað?“ Sindri Sverrisson skrifar 12. janúar 2022 10:30 Nikola Karabatic er mættur með Frökkum á enn eitt stórmótið.Hann á þrenn gullverðlaun af Evrópumótum, fern af heimsmeistaramótum og þrenn af Ólympiuleikum. Getty/Hasan Bratic Ein skærasta stjarna EM í handbolta og landsliðsþjálfari Serbíu eiga vart orð yfir skorti á sóttvörnum á mótinu. Þátttökuþjóðirnar eru nú nýmættar til Ungverjalands og Slóvakíu til að taka þátt á EM sem hefst á morgun. Íslenska liðið ferðaðist til að mynda til Búdapest í gær. Liðin hafa síðustu daga og vikur lagt mikið á sig til að forðast kórónuveirusmit en reglur EHF kveða á um að leikmenn þurfi að vera í einangrun í fimm daga eftir að smit greinist, og skila tveimur neikvæðum prófum, til að mega spila á EM. Þannig hafa Frakkar til að mynda verið í sóttvarnabúbblu í aðdraganda EM, rétt eins og Íslendingar. Nikola Karabatic segir eitthvað allt annað í gangi á hóteli Frakka í Szeged í Ungverjalandi: Umgangast hótelgesti sem huga ekki að sóttvörnum „Við vorum furðu lostnir, eða bara í sjokki, yfir þeim aðstæðum sem boðið er upp á á mótinu,“ er haft eftir Karabatic í frönskum miðlum. „Við fylgdum ströngum reglum til að forðast það að fá Covid og komum svo á hótel þar sem eru aðrir gestir sem ekki nota grímur. Við borðum á sama svæði og aðrir hótelgestir,“ sagði Karabatic. Vincent Gérard, markvörður Frakka, tók í sama streng. „Þegar maður mætir á hótelið og sér fólk labba um í sundfötunum og fara í hótellaugina án þess að vera með grímu eða neitt, þá er það sjokk. Sóttvarnareglurnar hérna eru, svo ekki sé meira sagt, öðruvísi,“ sagði Gerard. Philippe Bana, formaður handknattleikssambands Frakklands, segir að búið sé að leita til EHF vegna málsins og að úr því eigi að bæta í dag. Frakkar hefja keppni annað kvöld þegar þeir mæta Króötum í stórleik. Chaotic organisation in @EHFEURO!Normal clients without in the same corridor with the teams, no tests for all teams, delay on the tests (still waiting to be tested when it was planned at 8:45h) result=some players already infected. How can we play??— toni gerona (@geronatoni) January 12, 2022 Serbar hafa glímt við fjölda kórónuveirusmita í aðdraganda EM. Toni Gerona, hinn spænski þjálfari Serbíu, harmar þær aðstæður sem boðið er upp á á EM. Segir hann algjöra ringulreið ríkja, liðin þurfi að umgangast aðra hótelgesti sem ekki séu með grímur, ekki séu tekin próf, og að þegar séu leikmenn farnir að smitast. „Hvernig getum við spilað??“ spyr Gerona. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Nú mætast stálin stinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Sjá meira
Þátttökuþjóðirnar eru nú nýmættar til Ungverjalands og Slóvakíu til að taka þátt á EM sem hefst á morgun. Íslenska liðið ferðaðist til að mynda til Búdapest í gær. Liðin hafa síðustu daga og vikur lagt mikið á sig til að forðast kórónuveirusmit en reglur EHF kveða á um að leikmenn þurfi að vera í einangrun í fimm daga eftir að smit greinist, og skila tveimur neikvæðum prófum, til að mega spila á EM. Þannig hafa Frakkar til að mynda verið í sóttvarnabúbblu í aðdraganda EM, rétt eins og Íslendingar. Nikola Karabatic segir eitthvað allt annað í gangi á hóteli Frakka í Szeged í Ungverjalandi: Umgangast hótelgesti sem huga ekki að sóttvörnum „Við vorum furðu lostnir, eða bara í sjokki, yfir þeim aðstæðum sem boðið er upp á á mótinu,“ er haft eftir Karabatic í frönskum miðlum. „Við fylgdum ströngum reglum til að forðast það að fá Covid og komum svo á hótel þar sem eru aðrir gestir sem ekki nota grímur. Við borðum á sama svæði og aðrir hótelgestir,“ sagði Karabatic. Vincent Gérard, markvörður Frakka, tók í sama streng. „Þegar maður mætir á hótelið og sér fólk labba um í sundfötunum og fara í hótellaugina án þess að vera með grímu eða neitt, þá er það sjokk. Sóttvarnareglurnar hérna eru, svo ekki sé meira sagt, öðruvísi,“ sagði Gerard. Philippe Bana, formaður handknattleikssambands Frakklands, segir að búið sé að leita til EHF vegna málsins og að úr því eigi að bæta í dag. Frakkar hefja keppni annað kvöld þegar þeir mæta Króötum í stórleik. Chaotic organisation in @EHFEURO!Normal clients without in the same corridor with the teams, no tests for all teams, delay on the tests (still waiting to be tested when it was planned at 8:45h) result=some players already infected. How can we play??— toni gerona (@geronatoni) January 12, 2022 Serbar hafa glímt við fjölda kórónuveirusmita í aðdraganda EM. Toni Gerona, hinn spænski þjálfari Serbíu, harmar þær aðstæður sem boðið er upp á á EM. Segir hann algjöra ringulreið ríkja, liðin þurfi að umgangast aðra hótelgesti sem ekki séu með grímur, ekki séu tekin próf, og að þegar séu leikmenn farnir að smitast. „Hvernig getum við spilað??“ spyr Gerona.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Nú mætast stálin stinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Sjá meira