Sættir þú þig við 3000 evrur útborgaðar þegar þú átt að fá 4500 evrur útborgaðar? Ólafur Örn Jónsson skrifar 12. janúar 2022 11:01 Eða af hverju sættir þú þig við 6000 evrur þegar þú átt að fá 9000 evrur? Á fordæmalausan hátt sem aldrei hefur verið beitt fyrr á Íslandi né í öðrum vestrænum löndum hefur fjármálaráðherra skikkað Seðlabanka landsins til að kaupa upp gjaldeyri til að koma í veg fyrir að gengi krónunnar leiðrétti sig eftir hrun sem útgerðin olli til þess eins að viðhalda hrungróða útgerðarinnar á þinn og minn kostnað. Gerum okkur grein fyrir að lágt gengi krónunnar og skortur á fé í umferð er bara vont fyrir efnahag og framgang þjóðarinnar. Er kannski verið að réttlæta „að koma upp“ gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar? Það stenst enga skoðun því að engin þjóð lætur bara laun og lífeyrisþega bera kostnaðinn af uppbyggingu gjaldeyrisforða á sama tíma og útgerðinni eru tryggðar 50% auknar tekjur á kostnað almennings og hins opinbera. OECD tekur það fram í sínum leiðbeiningum að slíkur gjaldeyrisvaraforði sé eingöngu byggður upp með sameiginlegu átaki alls þjóðfélagsins ekki bara launþega og lífeyrisþega heldur með t.d. sölu ríkiseigna eða tekna af auðlindum. Nei, á okkur er verið að fremja fordæmalausan glæp sem á sér engin fordæmi í nútíma sögu Evrópu. Með því að grípa inn í frjálst flot krónunnar sem var/er hér við líði í áratugi er útgerðinni færður þvílíkur óáunninn óðagróði að annað annað eins hefur ekki þekkst á sama tíma og við tekjuhæsta þjóð veraldar miðað við höfðatölu búum við það að hér er landlæg fátækt, lægstlaunuðu og öryrkjar ná ekki endum saman, eldri borgarar eru svívirtir með skerðingu bóta og verðlausri hrunkrónu og við horfum á heilbrigðiskerfið sem eftir margra ára fjársvelti er að hrynja fyrir framan augun á okkur. Við eigum að krefjast þess að þegar í stað verði gengi krónunnar leiðrétt (Evran 90 kr) með parti af gjaldeyrisforðanum og þannig komið í veg fyrir að útgerðin laumist með allan gróðann af Loðnuvertíðinni án þess að neitt komi í okkar hlut af 90 milljarða söluverðmæti. Eins ætti að hefja á ný uppbyggingu á gjaldeyrisforðanum á réttan hátt og borga laun og lífeyrisþegum það sem stolið hefur verið af okkur undanfarin 7 ár. Ekki þegja og láta taka þig í þurran og látum heyra í okkur og brjótum furðulega þögn spilltra stjórnmálamanna og opinberra starfsmanna sem einhverra hluta vegna þegja og horfa í hina áttina á meðan við berum þjófnaðinn á herðum okkar. Höfundur er heldriborgari og fv skipstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Örn Jónsson Mest lesið Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson skrifar Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Eða af hverju sættir þú þig við 6000 evrur þegar þú átt að fá 9000 evrur? Á fordæmalausan hátt sem aldrei hefur verið beitt fyrr á Íslandi né í öðrum vestrænum löndum hefur fjármálaráðherra skikkað Seðlabanka landsins til að kaupa upp gjaldeyri til að koma í veg fyrir að gengi krónunnar leiðrétti sig eftir hrun sem útgerðin olli til þess eins að viðhalda hrungróða útgerðarinnar á þinn og minn kostnað. Gerum okkur grein fyrir að lágt gengi krónunnar og skortur á fé í umferð er bara vont fyrir efnahag og framgang þjóðarinnar. Er kannski verið að réttlæta „að koma upp“ gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar? Það stenst enga skoðun því að engin þjóð lætur bara laun og lífeyrisþega bera kostnaðinn af uppbyggingu gjaldeyrisforða á sama tíma og útgerðinni eru tryggðar 50% auknar tekjur á kostnað almennings og hins opinbera. OECD tekur það fram í sínum leiðbeiningum að slíkur gjaldeyrisvaraforði sé eingöngu byggður upp með sameiginlegu átaki alls þjóðfélagsins ekki bara launþega og lífeyrisþega heldur með t.d. sölu ríkiseigna eða tekna af auðlindum. Nei, á okkur er verið að fremja fordæmalausan glæp sem á sér engin fordæmi í nútíma sögu Evrópu. Með því að grípa inn í frjálst flot krónunnar sem var/er hér við líði í áratugi er útgerðinni færður þvílíkur óáunninn óðagróði að annað annað eins hefur ekki þekkst á sama tíma og við tekjuhæsta þjóð veraldar miðað við höfðatölu búum við það að hér er landlæg fátækt, lægstlaunuðu og öryrkjar ná ekki endum saman, eldri borgarar eru svívirtir með skerðingu bóta og verðlausri hrunkrónu og við horfum á heilbrigðiskerfið sem eftir margra ára fjársvelti er að hrynja fyrir framan augun á okkur. Við eigum að krefjast þess að þegar í stað verði gengi krónunnar leiðrétt (Evran 90 kr) með parti af gjaldeyrisforðanum og þannig komið í veg fyrir að útgerðin laumist með allan gróðann af Loðnuvertíðinni án þess að neitt komi í okkar hlut af 90 milljarða söluverðmæti. Eins ætti að hefja á ný uppbyggingu á gjaldeyrisforðanum á réttan hátt og borga laun og lífeyrisþegum það sem stolið hefur verið af okkur undanfarin 7 ár. Ekki þegja og láta taka þig í þurran og látum heyra í okkur og brjótum furðulega þögn spilltra stjórnmálamanna og opinberra starfsmanna sem einhverra hluta vegna þegja og horfa í hina áttina á meðan við berum þjófnaðinn á herðum okkar. Höfundur er heldriborgari og fv skipstjóri.
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar