Handbolti

Teitur: Enn nóg af þáttum á Netflix

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Teitur er kominn á samning hjá Flensburg og ætlar að sýna þjóðinni af hverju hann fékk þann samning.
Teitur er kominn á samning hjá Flensburg og ætlar að sýna þjóðinni af hverju hann fékk þann samning.

„Það er góð stemning í hópnum og góður fílingur yfir þessu finnst mér,“ sagði stórskyttan Teitur Örn Einarsson sem er mættur með landsliðinu á EM.

Hópurinn er búinn að vera svo gott sem í einangrun í tíu daga en Teitur segir að þeir séu ekkert búnir með alla leiki til þess að stytta sér stundir.

„Það er alltaf hægt að finna sér eitthvað að gera og nóg af þáttum á Netflix.“

Það sem er óvenjulegt við hópinn í ár er sú staðreynd að fjórar örvhentar skyttur eru í hópnum. Það er því barist um mínúturnar.

„Ég bara hef ekki hugmynd um hvað ég spila. Ég á að vera klár í hornið ef á þarf að halda líka. Þetta verður að koma í ljós,“ segir Teitur sem fékk samning hjá þýska stórliðinu Flensburg á dögunum. Fyrst stuttan samning en eftir að hafa sannað sig fékk hann lengri samning. Þetta mót er því enginn gluggi fyrir hann.

„Það er búið að ganga vel hjá mér og mér líður vel. Það er í rauninni gott að hafa klárað þetta allt fyrir mót og ánægjulegt að allt hafi gengið upp. Það er frábært að þetta hafi gengið upp.“

Klippa: Teitur Örn til í hvað sem er



Fleiri fréttir

Sjá meira


×