Bretar stytta einangrun úr sjö dögum í fimm Eiður Þór Árnason skrifar 13. janúar 2022 12:44 Sajid Javid er heilbrigðisráðherra Bretlands. Leon Neal/Getty Fólk sem greinist með Covid-19 á Englandi þarf einungis að sæta einangrun í fimm daga að lágmarki í stað sjö frá og með næsta mánudegi. Þetta tilkynnti Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Breta, í neðri málstofu breska þingsins í dag. Útskrift úr einangrun verður áfram háð því að einstaklingar geti framvísað tveimur neikvæðum hraðprófum við lok tímabilsins. Fram að þessu gat fólk losnað úr einangrun á áttunda degi ef það fékk neikvæða niðurstöðu á sjötta og sjöunda degi. Ráðherrar telja að stytting einangrunar muni draga úr umfangsmiklum starfsmannavanda í heilbrigðiskerfinu, samgöngum og skólum, þar sem mikill fjöldi starfsmanna í sóttkví og einangrun getur raskað mikilvægri grunnþjónustu. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá. Javid sagði í skýrslu sem hann flutti á þinginu að gögn frá Heilbrigðisöryggisstofnun Bretlands bendi til að tveir af hverjum þremur einstaklingum sem greinist með Covid-19 séu ekki lengur smitandi eftir fimm daga í einangrun. Vonast stjórnvöld til þess að geta gripið aðra með notkun hraðprófa. Hraðprófin ná ekki öllum Heilbrigðisráðherrann sagði að markmiðið með breytingunni væri að hámarka virkni fólks í efnahagslífinu og menntakerfinu. Á sama tíma sé dregið úr hættunni á því að fólk útsetji aðra eftir að það losnar úr einangrun. Javid bætti við að 79% fullorðinna Breta sem hafi verið boðinn örvunarskammtur hafi nú fengið hann og yfir 91% í aldurshópnum 50 ára og eldri. Sérfræðingar hafa bent á að hraðpróf nái ekki öllum þeim sem séu enn smitandi að lokinni einangrun. Gögn benda til að mynda til að tveir af hverjum fimm sem hafi losnað úr einangrun eftir sjö daga að undangengnum hraðprófum hafi enn verið smitandi. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Sjá meira
Útskrift úr einangrun verður áfram háð því að einstaklingar geti framvísað tveimur neikvæðum hraðprófum við lok tímabilsins. Fram að þessu gat fólk losnað úr einangrun á áttunda degi ef það fékk neikvæða niðurstöðu á sjötta og sjöunda degi. Ráðherrar telja að stytting einangrunar muni draga úr umfangsmiklum starfsmannavanda í heilbrigðiskerfinu, samgöngum og skólum, þar sem mikill fjöldi starfsmanna í sóttkví og einangrun getur raskað mikilvægri grunnþjónustu. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá. Javid sagði í skýrslu sem hann flutti á þinginu að gögn frá Heilbrigðisöryggisstofnun Bretlands bendi til að tveir af hverjum þremur einstaklingum sem greinist með Covid-19 séu ekki lengur smitandi eftir fimm daga í einangrun. Vonast stjórnvöld til þess að geta gripið aðra með notkun hraðprófa. Hraðprófin ná ekki öllum Heilbrigðisráðherrann sagði að markmiðið með breytingunni væri að hámarka virkni fólks í efnahagslífinu og menntakerfinu. Á sama tíma sé dregið úr hættunni á því að fólk útsetji aðra eftir að það losnar úr einangrun. Javid bætti við að 79% fullorðinna Breta sem hafi verið boðinn örvunarskammtur hafi nú fengið hann og yfir 91% í aldurshópnum 50 ára og eldri. Sérfræðingar hafa bent á að hraðpróf nái ekki öllum þeim sem séu enn smitandi að lokinni einangrun. Gögn benda til að mynda til að tveir af hverjum fimm sem hafi losnað úr einangrun eftir sjö daga að undangengnum hraðprófum hafi enn verið smitandi.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Sjá meira