„Ef maður hættir að fá fiðring þá á maður bara að hætta þessu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. janúar 2022 19:15 Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, kveðst vera spenntur fyrir fyrsta leik liðsins á morgun. Vísir EM í handbolta hófst formlega í dag en nú er sólarhringur í fyrsta leik íslenska liðsins. Strákarnir ættu að þekkja andstæðing morgundagsins vel, en það eru Portúgalir sem mæta Íslendingum í fyrsta leik. Henry Birgir Gunnarsson er staddur í Búdapest þar sem leikurinn fer fram og hann tók stöðuna á þjálfara liðsins, Guðmundi Guðmundssyni, sem og fyrirliða liðsins, Aroni Pálmarssyni. „Það tilheyrir þessu sko, það er hluti af pakkanum,“ sagði Guðmundur aðspurður að því hvort að fiðringur fyrir fyrsta leik væri farinn að myndast. „Ef maður hættir að fá fiðring þá á maður bara að hætta þessu.“ Eins og áður segir þekkja íslensku strákarnir portúgalska liðið vel, en Guðmundur segist ekki vilja gefa of mikið upp um leikskipulagið á morgun. Hann segir einnig að liðið hafi fleiri vopn en í seinustu leikjum gegn Portúgal. „Ég náttúrulega gef ekkert leikplanið upp þannig lagað. En við erum búnir að fara rosalega vel yfir þá og greina alla okkar leiki á móti þeim sem eru þrjú stykki á einu ári. Nú erum við bara með fleiri vopn, menn eru í betra formi. Menn sem voru ekki að nýtast okkur í fyrra eru hérna núna þannig að mér líður bara tiltölulega vel“ Klippa: Ísland hefur leik á EM á morgun „Við erum staðráðnir í að gera vel“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska liðsins, segir að nú sé tími til kominn að stimpla sig almennilega inn. Mikið hafi verið rætt um að koma íslenska liðinu í hóp bestu átta handboltaþjóða heims á seinustu árum, og nú sé komið að því að sýna hvað liðið getur. „Við ætlum held ég bara að stimpla okkur almennilega inn. Við erum búnir að tala mikið í þrjú eða fjögur ár núna og nú er þetta bara undir okkur komið að sýna hvað við getum,“ sagði Aron. Aron Pálmarsson er fyrirliði íslenska liðsins.Vísir „Við erum bara fókuseraðir finnst mér. Við erum staðráðnir í að gera vel. Hópurinn er búinn að tala mikið saman og við finnum það bara að stemningin er allt önnur en bara á sáðasta móti, eða þar síðasta eða fyrir þremur árum,“ sagði Aron að lokum. Leikur Íslands gegn Portúgal hefst klukkan 19:30 annað kvöld og verður hægt að fylgjast mep beinni textalýsingu hér á Vísi. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Enski boltinn Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Henry Birgir Gunnarsson er staddur í Búdapest þar sem leikurinn fer fram og hann tók stöðuna á þjálfara liðsins, Guðmundi Guðmundssyni, sem og fyrirliða liðsins, Aroni Pálmarssyni. „Það tilheyrir þessu sko, það er hluti af pakkanum,“ sagði Guðmundur aðspurður að því hvort að fiðringur fyrir fyrsta leik væri farinn að myndast. „Ef maður hættir að fá fiðring þá á maður bara að hætta þessu.“ Eins og áður segir þekkja íslensku strákarnir portúgalska liðið vel, en Guðmundur segist ekki vilja gefa of mikið upp um leikskipulagið á morgun. Hann segir einnig að liðið hafi fleiri vopn en í seinustu leikjum gegn Portúgal. „Ég náttúrulega gef ekkert leikplanið upp þannig lagað. En við erum búnir að fara rosalega vel yfir þá og greina alla okkar leiki á móti þeim sem eru þrjú stykki á einu ári. Nú erum við bara með fleiri vopn, menn eru í betra formi. Menn sem voru ekki að nýtast okkur í fyrra eru hérna núna þannig að mér líður bara tiltölulega vel“ Klippa: Ísland hefur leik á EM á morgun „Við erum staðráðnir í að gera vel“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska liðsins, segir að nú sé tími til kominn að stimpla sig almennilega inn. Mikið hafi verið rætt um að koma íslenska liðinu í hóp bestu átta handboltaþjóða heims á seinustu árum, og nú sé komið að því að sýna hvað liðið getur. „Við ætlum held ég bara að stimpla okkur almennilega inn. Við erum búnir að tala mikið í þrjú eða fjögur ár núna og nú er þetta bara undir okkur komið að sýna hvað við getum,“ sagði Aron. Aron Pálmarsson er fyrirliði íslenska liðsins.Vísir „Við erum bara fókuseraðir finnst mér. Við erum staðráðnir í að gera vel. Hópurinn er búinn að tala mikið saman og við finnum það bara að stemningin er allt önnur en bara á sáðasta móti, eða þar síðasta eða fyrir þremur árum,“ sagði Aron að lokum. Leikur Íslands gegn Portúgal hefst klukkan 19:30 annað kvöld og verður hægt að fylgjast mep beinni textalýsingu hér á Vísi.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Enski boltinn Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira