Danir hafi vanrækt handritasáttmálann Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. janúar 2022 07:01 Lilja stendur föst á sínu. Handritin skulu heim. vísir/vilhelm Danir hafa ekki uppfyllt öll skilyrði hins sögulega handritasáttmála að mati menningarmálaráðherra. Hún kallar eftir því að Danir efli rannsóknir sínar á miðaldabókmenntum og mun áfram berjast fyrir því að fá þau flest flutt til Íslands. Lítið hefur komið út úr störfum samráðsnefndar Íslands og Danmerkur um handritin sem var stofnuð fyrir tveimur árum. Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra hefur í sinni stjórnartíð talað fyrir því að fá þau íslensku miðaldahandrit sem enn eru í vörslu Dana hingað heim. Í vikunni birti Danska Ríkisútvarpið viðtal við ráðherrann þar sem hún gagnrýndi meðal annars framlag Dana til fræðanna. „Danir hafa ekki sinnt í eins miklum mæli rannsóknarskyldu sinni, ef við skoðum samninginn og þeir hafa líka verið að skera niður fjárveitingar til Norrænna fræða í Kaupmannahafnarháskóla,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra. Í handritasáttmálanum var ákveðið að Íslendingar fengju hluta handritanna aftur og að bæði lönd myndu sinna rannsóknum á þeim. Einnig er þar kveðið á um Íslendingar geti ekki krafist þess að fá fleiri handrit afhent. Vildu hindra það að einhver eins og Lilja kæmi til sögunnar Er þessi samningur þá orðinn úreltur að mati ráðherrans? „Hann var mjög umdeildur á sínum tíma. Það voru mjög margir Danir sem vildu alls ekki að handritin færu hérna eða að svona helmingurinn kæmi til Íslands því að þeir höfðu áhyggjur af því að það myndi einhver koma seinna meir eins og ég og segja heyrðu það ætti eitthvað meira að koma,“ segir Lilja. Þó telur hún að hægt sé að vinna innan samkomulagsins með því að fá langtímalán á handritunum. Danir neituðu nýlega Norðmönnum um svipaða langtímalánsbeiðni og hafa margir litið á það sem merki þess að enginn vilji sé þeim megin til að skila menningarverðmætum aftur til upprunalandanna. Lilju þykir synd að handritin séu geymd þar sem þeim sé ekki sinnt eins vel og hægt er. „Já ég tel að svo sé. Og dönsk yfirvöld segja að þau geti gert betur. En ég segi við getum líka gert enn betur,“ segir Lilja. Íslensk fræði Handritasafn Árna Magnússonar Háskólar Bókmenntir Danmörk Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Sjá meira
Lítið hefur komið út úr störfum samráðsnefndar Íslands og Danmerkur um handritin sem var stofnuð fyrir tveimur árum. Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra hefur í sinni stjórnartíð talað fyrir því að fá þau íslensku miðaldahandrit sem enn eru í vörslu Dana hingað heim. Í vikunni birti Danska Ríkisútvarpið viðtal við ráðherrann þar sem hún gagnrýndi meðal annars framlag Dana til fræðanna. „Danir hafa ekki sinnt í eins miklum mæli rannsóknarskyldu sinni, ef við skoðum samninginn og þeir hafa líka verið að skera niður fjárveitingar til Norrænna fræða í Kaupmannahafnarháskóla,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra. Í handritasáttmálanum var ákveðið að Íslendingar fengju hluta handritanna aftur og að bæði lönd myndu sinna rannsóknum á þeim. Einnig er þar kveðið á um Íslendingar geti ekki krafist þess að fá fleiri handrit afhent. Vildu hindra það að einhver eins og Lilja kæmi til sögunnar Er þessi samningur þá orðinn úreltur að mati ráðherrans? „Hann var mjög umdeildur á sínum tíma. Það voru mjög margir Danir sem vildu alls ekki að handritin færu hérna eða að svona helmingurinn kæmi til Íslands því að þeir höfðu áhyggjur af því að það myndi einhver koma seinna meir eins og ég og segja heyrðu það ætti eitthvað meira að koma,“ segir Lilja. Þó telur hún að hægt sé að vinna innan samkomulagsins með því að fá langtímalán á handritunum. Danir neituðu nýlega Norðmönnum um svipaða langtímalánsbeiðni og hafa margir litið á það sem merki þess að enginn vilji sé þeim megin til að skila menningarverðmætum aftur til upprunalandanna. Lilju þykir synd að handritin séu geymd þar sem þeim sé ekki sinnt eins vel og hægt er. „Já ég tel að svo sé. Og dönsk yfirvöld segja að þau geti gert betur. En ég segi við getum líka gert enn betur,“ segir Lilja.
Íslensk fræði Handritasafn Árna Magnússonar Háskólar Bókmenntir Danmörk Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Sjá meira