Arteta: Þú þarft að hafa ákveðið hugarfar til að spila svona leiki Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. janúar 2022 23:31 Mikel Arteta var ánægður með sína menn í kvöld. Michael Regan/Getty Images Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hrósaði leikmönnum liðsins eftir markalaust jafntefli gegn Liverpool í undanúrslitum enska deildarbikarsins í kvöld þar sem hans menn þurftu að leika manni færri seinustu 65 mínútur leiksins. Granit Xhaka fékk að líta beint rautt spjald eftir tæplega 25 mínútna leik, en Arsenal-liðið spilaði þéttan varnarleik og án Mohamed Salah og Sadio Mane áttu leikmenn Liverpool í miklum erfiðleikum með að skapa sér færi. „Við gleðjumst yfir úrslitunum. Leikmennirnir sýndu mikla baráttu, ákveðni og bræðralag,“ sagði Arteta að leik loknum. „Þú sást hvað þetta þýddi fyrir þá. Við gáfumst aldrei upp og strákarnir eiga hrós skilið.“ Arteta segist ekki hafa séð atvikið sem leiddi til þess að Xhaka var sendur af velli nægilega vel, en viðurkennir þó að líklega hafi þetta verið rétt ákvörðun. „Ég veit ekki hvort að rauða spjaldið þjappaði hópnum saman en við sýndum mikla baráttu. Þú þarft að hafa ákveðið hugarfar til að spila svona leiki og strákarnir höfðu það. Við spiluðum þann leik sem við þurftum að spila, en ekki endilega okkar leik. Ég er ekki búinn að horfa á atvikið aftur, en þeir skoðuðu þetta þannig að líklega var þetta rautt spjald.“ Nokkrir leikmenn Arsenal eru fjarverandi vegna kórónuveirunnar, meiðsla og þá eru nokkrir að taka þátt í Afríkumótinu og Arteta segir það erfitt að stilla upp liði við þessar aðstæður. Arsenal mætir hins vegar Tottenham á sunnudaginn í Lundúnaslag og Arteta segir að liðið verði að mæta í þann leik. „Að skipuleggja liðið með þann fjölda leikmanna sem við höfum er mjög flókið. Við höfum enga miðjumenn þannig að hvað sem við gerum, þá er það ekki eðlilegt.“ „Það er samt auka hvatning að vera að fara að spila nágrannaslag á sunnudaginn og það veitir okkur aukna orku. Það eru engar afsakanir, við verðum að spila þann leik,“ sagði Arteta að lokum. Enski boltinn Tengdar fréttir Tíu leikmenn Arsenal héldu út gegn Liverpool Liverpool og Arsenal gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins í kvöld. 13. janúar 2022 21:42 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Sjá meira
Granit Xhaka fékk að líta beint rautt spjald eftir tæplega 25 mínútna leik, en Arsenal-liðið spilaði þéttan varnarleik og án Mohamed Salah og Sadio Mane áttu leikmenn Liverpool í miklum erfiðleikum með að skapa sér færi. „Við gleðjumst yfir úrslitunum. Leikmennirnir sýndu mikla baráttu, ákveðni og bræðralag,“ sagði Arteta að leik loknum. „Þú sást hvað þetta þýddi fyrir þá. Við gáfumst aldrei upp og strákarnir eiga hrós skilið.“ Arteta segist ekki hafa séð atvikið sem leiddi til þess að Xhaka var sendur af velli nægilega vel, en viðurkennir þó að líklega hafi þetta verið rétt ákvörðun. „Ég veit ekki hvort að rauða spjaldið þjappaði hópnum saman en við sýndum mikla baráttu. Þú þarft að hafa ákveðið hugarfar til að spila svona leiki og strákarnir höfðu það. Við spiluðum þann leik sem við þurftum að spila, en ekki endilega okkar leik. Ég er ekki búinn að horfa á atvikið aftur, en þeir skoðuðu þetta þannig að líklega var þetta rautt spjald.“ Nokkrir leikmenn Arsenal eru fjarverandi vegna kórónuveirunnar, meiðsla og þá eru nokkrir að taka þátt í Afríkumótinu og Arteta segir það erfitt að stilla upp liði við þessar aðstæður. Arsenal mætir hins vegar Tottenham á sunnudaginn í Lundúnaslag og Arteta segir að liðið verði að mæta í þann leik. „Að skipuleggja liðið með þann fjölda leikmanna sem við höfum er mjög flókið. Við höfum enga miðjumenn þannig að hvað sem við gerum, þá er það ekki eðlilegt.“ „Það er samt auka hvatning að vera að fara að spila nágrannaslag á sunnudaginn og það veitir okkur aukna orku. Það eru engar afsakanir, við verðum að spila þann leik,“ sagði Arteta að lokum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Tíu leikmenn Arsenal héldu út gegn Liverpool Liverpool og Arsenal gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins í kvöld. 13. janúar 2022 21:42 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Sjá meira
Tíu leikmenn Arsenal héldu út gegn Liverpool Liverpool og Arsenal gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins í kvöld. 13. janúar 2022 21:42