Sóttvarnir Drífa Snædal skrifar 14. janúar 2022 13:30 Tíu manna samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti og hefur það áhrif á okkur flest. Nú eru að verða tvö ár af faraldrinum og langtímaafleiðingar farnar að segja til sín. Fjöldi fólks hefur misst vinnu tímabundið eða jafnvel til lengri tíma. Margir hafa gengið á lífeyrissparnað sinn og eigið fé til að brúa hið fjárhagslega bil eða jafnvel þurft að steypa sér í skuldir. Fólk sem vinnur við að liðsinna viðkvæmum einstaklingum hefur þurft að lifa við harðari sóttvarnir til að stofna ekki skjólstæðingum sínum í hættu. Fólk í framlínunni hefur verið undir ómanneskjulegu álagi í allt of langan tíma í velferðarkerfi sem víða er undirmannað. Skólar á öllum skólastigum hafa ítrekað breytt starfsemi sinni og innleitt nýja kennsluhætti til að geta haldið menntun barna gangandi í gegnum heimsfaraldur. Vinnandi fólk hefur komið til móts við atvinnurekendur og vinnustaði með sóttvörnum, breytingu á vinnutilhögun, skipulagi orlofs og jafnvel grundvallarbreytingu á störfum. Við höfum almennt öll lagt okkar af mörkum til að samfélagið og atvinnulífið geti gengið áfram. Ein mikilvægasta ákvörðunin sem tekin hefur verið er að greiða laun í sóttkví þannig að það sé ekki fjárhagsleg spurning fyrir atvinnurekendur eða launafólk hvort fylgja eigi sóttvarnarlögum. Að auki var boðið uppá hlutabótaleið þannig að ráðningasamband myndi haldast þótt nauðsynlegt væri að draga tímabundið saman seglin. Flestar þessara aðgerða hafa tekist vel en það er ekki þar með sagt að fyrirtæki eigi heimtingu á ríkisstuðningi við þessar aðstæður. Fjöldi fyrirtækja hefur staðið ástandið vel af sér og eru jafnvel stöndugri í dag en fyrir tveimur árum síðan. Það er því ekki sanngjarnt að fyrirtæki fái skilyrðislausan stuðning úr okkar sameiginlegu sjóðum á þessum tímum og að innleiddar séu almennar aðgerðir sem gagnast jafnt þeim sem maka krókinn og hinum sem komast varla lífs af. Það er líka lágmark að þau fyrirtæki sem njóta stuðnings undirgangist skilyrði um að greiða ekki arð, eiga ekki aflandsfélög, kaupa ekki eigin hlutabréf eða stunda aðrar leiðir til að tryggja gróða fyrir hina fáu. Borið hefur á því að fyrirtæki óska eftir fólki í vinnu aftur þó það sé í sóttkví. Sóttvarnaryfirvöld hafa veitt undanþágur frá sóttkví að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og nú nýverið var reglum um sóttkví fyrir þríbólusetta einstaklinga breytt. ASÍ hefur borist fjöldi fyrirspurna vegna framferði atvinnurekenda gagnvart starfsfólki sínu í tengslum við sóttkví og bólusetningar. Því skal eftirfarandi áréttað: Atvinnurekendur eiga ekki heimtingu á upplýsingum um heilsufar eða bólusetningar starfsfólks nema í undantekningartilvikum þar sem starfsfólk vinnur til dæmis með viðkvæmum hópum. Atvinnurekendur geta ekki krafið fólk um að undirgangast bólusetningar eða farið fram á skýringar á því hvers vegna fólk er skikkað í sóttkví af sóttvarnaryfirvöldum. Ef launamanneskjan er í sóttkví, þá er hún í sóttkví og það ber atvinnurekanda að virða. Allt valdboð eða skipanir verða einungis til þess að samstaða um sóttvarnir brestur. Við höfum hingað til staðið saman um sóttvarnir og aðrar aðgerðir til að halda samfélaginu gangandi á erfiðum tímum. Höldum því áfram. Förum vel með okkur! Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Sjá meira
Tíu manna samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti og hefur það áhrif á okkur flest. Nú eru að verða tvö ár af faraldrinum og langtímaafleiðingar farnar að segja til sín. Fjöldi fólks hefur misst vinnu tímabundið eða jafnvel til lengri tíma. Margir hafa gengið á lífeyrissparnað sinn og eigið fé til að brúa hið fjárhagslega bil eða jafnvel þurft að steypa sér í skuldir. Fólk sem vinnur við að liðsinna viðkvæmum einstaklingum hefur þurft að lifa við harðari sóttvarnir til að stofna ekki skjólstæðingum sínum í hættu. Fólk í framlínunni hefur verið undir ómanneskjulegu álagi í allt of langan tíma í velferðarkerfi sem víða er undirmannað. Skólar á öllum skólastigum hafa ítrekað breytt starfsemi sinni og innleitt nýja kennsluhætti til að geta haldið menntun barna gangandi í gegnum heimsfaraldur. Vinnandi fólk hefur komið til móts við atvinnurekendur og vinnustaði með sóttvörnum, breytingu á vinnutilhögun, skipulagi orlofs og jafnvel grundvallarbreytingu á störfum. Við höfum almennt öll lagt okkar af mörkum til að samfélagið og atvinnulífið geti gengið áfram. Ein mikilvægasta ákvörðunin sem tekin hefur verið er að greiða laun í sóttkví þannig að það sé ekki fjárhagsleg spurning fyrir atvinnurekendur eða launafólk hvort fylgja eigi sóttvarnarlögum. Að auki var boðið uppá hlutabótaleið þannig að ráðningasamband myndi haldast þótt nauðsynlegt væri að draga tímabundið saman seglin. Flestar þessara aðgerða hafa tekist vel en það er ekki þar með sagt að fyrirtæki eigi heimtingu á ríkisstuðningi við þessar aðstæður. Fjöldi fyrirtækja hefur staðið ástandið vel af sér og eru jafnvel stöndugri í dag en fyrir tveimur árum síðan. Það er því ekki sanngjarnt að fyrirtæki fái skilyrðislausan stuðning úr okkar sameiginlegu sjóðum á þessum tímum og að innleiddar séu almennar aðgerðir sem gagnast jafnt þeim sem maka krókinn og hinum sem komast varla lífs af. Það er líka lágmark að þau fyrirtæki sem njóta stuðnings undirgangist skilyrði um að greiða ekki arð, eiga ekki aflandsfélög, kaupa ekki eigin hlutabréf eða stunda aðrar leiðir til að tryggja gróða fyrir hina fáu. Borið hefur á því að fyrirtæki óska eftir fólki í vinnu aftur þó það sé í sóttkví. Sóttvarnaryfirvöld hafa veitt undanþágur frá sóttkví að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og nú nýverið var reglum um sóttkví fyrir þríbólusetta einstaklinga breytt. ASÍ hefur borist fjöldi fyrirspurna vegna framferði atvinnurekenda gagnvart starfsfólki sínu í tengslum við sóttkví og bólusetningar. Því skal eftirfarandi áréttað: Atvinnurekendur eiga ekki heimtingu á upplýsingum um heilsufar eða bólusetningar starfsfólks nema í undantekningartilvikum þar sem starfsfólk vinnur til dæmis með viðkvæmum hópum. Atvinnurekendur geta ekki krafið fólk um að undirgangast bólusetningar eða farið fram á skýringar á því hvers vegna fólk er skikkað í sóttkví af sóttvarnaryfirvöldum. Ef launamanneskjan er í sóttkví, þá er hún í sóttkví og það ber atvinnurekanda að virða. Allt valdboð eða skipanir verða einungis til þess að samstaða um sóttvarnir brestur. Við höfum hingað til staðið saman um sóttvarnir og aðrar aðgerðir til að halda samfélaginu gangandi á erfiðum tímum. Höldum því áfram. Förum vel með okkur! Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun