Breyti engu ef fólk breyti ekki hegðun sinni Eiður Þór Árnason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 14. janúar 2022 18:50 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og formaður farsóttanefndar. Vísir/Einar Formaður farsóttanefndar Landspítalans bindur vonir við að hertar samkomutakmarkanir komi til með að skila árangri og draga úr álagi á spítalann. Þær muni þó engu breyta ef fólk breyti ekki hegðun sinni. Nú eru 42 sjúklingar inniliggjandi með Covid-19 á Landspítala, þar af 33 með virkt smit. Í gær voru fjórar innlagnir og fimm útskriftir. Á gjörgæslu eru átta sjúklingar og fjórir þeirra í öndunarvél. Eitt barn sem lagðist inn á spítalann Þorláksmessu liggur á gjörgæsludeild vegna Covid-19, að sögn Valtýs Stefánssonar Thors, barnasmitsjúkdómalæknis á Barnaspítala Hringsins. Annað barn var lagt inn á spítalann í gær en hefur nú verið útskrifað. Komi brátt í ljós hvort takmarkanirnar skili árangri Már Kristjánsson, formaður farsóttanefndar, segir stöðuna á Landspítalanum áfram vera í járnum en það hjálpi að dregið hafi úr komum sjúklinga á bráðamóttöku allra síðustu daga. Fjölmörgum aðgerðum hefur verið frestað á spítalanum í faraldrinum, þar á meðal hjá fólki sem greinst hefur með góðkynja æxli. Már segir að það verði umfangsmikið verkefni að vinna upp biðlista þegar faraldurinn kemst fyrir vind. „Þá má búast við því að þetta hvelfist yfir. Þetta getur ekki dregist úr hömlu, það er ekki ásættanlegt svo það verða næg verkefni að vinna þetta upp í framhaldinu.“ Ríkisstjórnin tilkynnti í dag að tíu manna samkomubann tæki gildi á miðnætti. Már á von á því að það komi í ljós á næstu sjö til tíu dögum hvort nýju aðgerðirnar skili tilætluðum árangri. „Ef fólk passar sig vel þá bind ég miklar vonir við þetta. Ef fólk passar sig ekki og breytir ekki sinni hegðun þá er ekki víst að þetta skipti neinu máli. Tíminni mun leiða þaðí ljós.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tíu mega koma saman Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. 14. janúar 2022 12:03 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Nú eru 42 sjúklingar inniliggjandi með Covid-19 á Landspítala, þar af 33 með virkt smit. Í gær voru fjórar innlagnir og fimm útskriftir. Á gjörgæslu eru átta sjúklingar og fjórir þeirra í öndunarvél. Eitt barn sem lagðist inn á spítalann Þorláksmessu liggur á gjörgæsludeild vegna Covid-19, að sögn Valtýs Stefánssonar Thors, barnasmitsjúkdómalæknis á Barnaspítala Hringsins. Annað barn var lagt inn á spítalann í gær en hefur nú verið útskrifað. Komi brátt í ljós hvort takmarkanirnar skili árangri Már Kristjánsson, formaður farsóttanefndar, segir stöðuna á Landspítalanum áfram vera í járnum en það hjálpi að dregið hafi úr komum sjúklinga á bráðamóttöku allra síðustu daga. Fjölmörgum aðgerðum hefur verið frestað á spítalanum í faraldrinum, þar á meðal hjá fólki sem greinst hefur með góðkynja æxli. Már segir að það verði umfangsmikið verkefni að vinna upp biðlista þegar faraldurinn kemst fyrir vind. „Þá má búast við því að þetta hvelfist yfir. Þetta getur ekki dregist úr hömlu, það er ekki ásættanlegt svo það verða næg verkefni að vinna þetta upp í framhaldinu.“ Ríkisstjórnin tilkynnti í dag að tíu manna samkomubann tæki gildi á miðnætti. Már á von á því að það komi í ljós á næstu sjö til tíu dögum hvort nýju aðgerðirnar skili tilætluðum árangri. „Ef fólk passar sig vel þá bind ég miklar vonir við þetta. Ef fólk passar sig ekki og breytir ekki sinni hegðun þá er ekki víst að þetta skipti neinu máli. Tíminni mun leiða þaðí ljós.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tíu mega koma saman Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. 14. janúar 2022 12:03 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Tíu mega koma saman Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. 14. janúar 2022 12:03