Fékk drottninguna til að hlæja í tilefni dagsins: „Skal hundur heita ef ég læt kerlingu stjórna mér“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 14. janúar 2022 21:00 Mette Frederikssen forsætisráðherra var meðal þeirra sem fluttu tölu í tilefni dagsins. AP/Mads Claus Rasmussen Fimmtíu ár eru liðin frá því að Margrét Þórhildur Danadrottning tók við krúnunni. Hátíðarhald var takmarkað vegna kórónuveirufaraldursins en þó var athöfn í danska þinghúsinu í tilefni dagsins. Forsætisráðherra Danmerkur minntist þess þegar landsmenn greiddu atkvæði um hvort kona mætti taka við krúnunni á sínum tíma. Margrét Þórhildur varð drottning Dana þann 14. janúar 1972 eftir að faðir hennar, Friðrik IX, lést 72 ára að aldri. Jens Otto Krag, þáverandi forsætisráðherra landsins, tilkynnti um andlát konungsins á svölum Kristjánsborgarhallar degi síðar og lýsti því þá formlega yfir að Margrét væri ný drottning landsins. Í dag hefur hin 81 árs gamla Margrét Þórhildur verið drottning í 50 ár en einungis Kristján IV, sem réð ríkjum á sautjándu öld, hefur setið lengur á konungsstól í landinu, eða 59 ár. Þó að formlegri hátíðardagskrá hafi verið frestað í dag var afmælisins minnst með athöfn í þinghúsinu þar sem Mette Frederiksen forsætisráðherra og Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, voru meðal ræðumanna. Þá hélt Margrét Þórhildur og meðlimir fjölskyldu hennar til Dómkirkjunnar í Hróarskeldu þar sem krans var lagður við leiði foreldra drottningarinnar. Frekari hátíðarhöldum hefur verið frestað fram til september. „Svona varð það og svona er það“ Margrét var elst þriggja dætra Friðriks konungs og Ingiríðar drottningar en á sínum tíma þurfti þjóðaratkvæðagreiðslu til að kona gæti tekið við krúnunni. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, vísaði í ræðu sinni í þinginu í dag til ummæla sem látin voru falla í kringum þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 1953. „Ég vil biðjast afsökunar fyrir fram á orðavalinu. Þetta var ekki kurteislega orðað. En samkvæmt dagbók formannsins var þetta orðað svona: "Ég skal hundur heita ef ég læt kerlingu stjórna mér." Tilvitnun lýkur. En svona varð það og svona er það,“ sagði ráðherrann og hló þá drottningin. Margrét Þórhildur nýtur mikilla vinsælda í Danmörku og virðist því hafa staðið við stóru orðin í ræðunni sem hún flutti þegar hún tók við. Þar bað hún guð um að gefa sér styrk til að taka við arfleið föður hennar en hún sagði það hennar markmið að leggja allan sinn dugnað og kraft í að vera drottning Dana. Hún hefur komið víða við frá því að hún tók við krúnunni og er til að mynda mikill Íslandsvinur. Hún hefur hitt alla forseta Íslands frá því að Kristján Eldjárn var forseti og átti sömuleiðis í mjög góðu sambandi við Vigdísi Finnbogadóttur. Í viðtali við fréttastofu árið 2017 sagðist Margrét alltaf hafa verið mjög meðvituð um sérstök tengsl sín við Ísland. „Fyrstu kynni mín af Íslandi eru frá heimsókn foreldra minna til landsins og það var áður en ég fæddist. Það tengist því að ég ber íslenskt nafn. Foreldrar mínir úskýrðu hvers vegna ég héti Þórhildur og að þau hefðu valið mér íslenskt nafn líka,” sagði Margrét í viðtali við Heimi Már Pétursson. Viðtalið í heild sinni má finna hér fyrir neðan. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Margrét Þórhildur varð drottning Dana þann 14. janúar 1972 eftir að faðir hennar, Friðrik IX, lést 72 ára að aldri. Jens Otto Krag, þáverandi forsætisráðherra landsins, tilkynnti um andlát konungsins á svölum Kristjánsborgarhallar degi síðar og lýsti því þá formlega yfir að Margrét væri ný drottning landsins. Í dag hefur hin 81 árs gamla Margrét Þórhildur verið drottning í 50 ár en einungis Kristján IV, sem réð ríkjum á sautjándu öld, hefur setið lengur á konungsstól í landinu, eða 59 ár. Þó að formlegri hátíðardagskrá hafi verið frestað í dag var afmælisins minnst með athöfn í þinghúsinu þar sem Mette Frederiksen forsætisráðherra og Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, voru meðal ræðumanna. Þá hélt Margrét Þórhildur og meðlimir fjölskyldu hennar til Dómkirkjunnar í Hróarskeldu þar sem krans var lagður við leiði foreldra drottningarinnar. Frekari hátíðarhöldum hefur verið frestað fram til september. „Svona varð það og svona er það“ Margrét var elst þriggja dætra Friðriks konungs og Ingiríðar drottningar en á sínum tíma þurfti þjóðaratkvæðagreiðslu til að kona gæti tekið við krúnunni. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, vísaði í ræðu sinni í þinginu í dag til ummæla sem látin voru falla í kringum þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 1953. „Ég vil biðjast afsökunar fyrir fram á orðavalinu. Þetta var ekki kurteislega orðað. En samkvæmt dagbók formannsins var þetta orðað svona: "Ég skal hundur heita ef ég læt kerlingu stjórna mér." Tilvitnun lýkur. En svona varð það og svona er það,“ sagði ráðherrann og hló þá drottningin. Margrét Þórhildur nýtur mikilla vinsælda í Danmörku og virðist því hafa staðið við stóru orðin í ræðunni sem hún flutti þegar hún tók við. Þar bað hún guð um að gefa sér styrk til að taka við arfleið föður hennar en hún sagði það hennar markmið að leggja allan sinn dugnað og kraft í að vera drottning Dana. Hún hefur komið víða við frá því að hún tók við krúnunni og er til að mynda mikill Íslandsvinur. Hún hefur hitt alla forseta Íslands frá því að Kristján Eldjárn var forseti og átti sömuleiðis í mjög góðu sambandi við Vigdísi Finnbogadóttur. Í viðtali við fréttastofu árið 2017 sagðist Margrét alltaf hafa verið mjög meðvituð um sérstök tengsl sín við Ísland. „Fyrstu kynni mín af Íslandi eru frá heimsókn foreldra minna til landsins og það var áður en ég fæddist. Það tengist því að ég ber íslenskt nafn. Foreldrar mínir úskýrðu hvers vegna ég héti Þórhildur og að þau hefðu valið mér íslenskt nafn líka,” sagði Margrét í viðtali við Heimi Már Pétursson. Viðtalið í heild sinni má finna hér fyrir neðan.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira