Norwich lyftir sér úr botnsætinu með öflugum sigri á Everton Atli Arason skrifar 15. janúar 2022 17:20 vísir/Getty Norwich vann bráð nauðsynlegan 2-1 sigur á Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sigurinn lyftir liðinu upp úr botnsæti deildarinnar og upp í 18. sætið. Norwich byrjaði leikinn á flugi gegn lánlausum Everton mönnum. Michael Keane varð fyrir því óhappi að skora sjálfsmark á 16. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar var Adam Idah búinn að tvöfalda forystu heimamanna. Á 60. mínútu minnkar Richarlison muninn með stórglæsilegu marki er hann skorar úr bakfallsspyrnu inn í vítateig Norwich. Nær komust gestirnir þó ekki og stigin þrjú fara til Norwich. Newcastle áfram í fallsæti Nýir eigendur Newcastle.vísir/Getty Á St. James' Park var voru Kieran Trippier og Chris Wood báðir í byrjunarliðinu í sínum fyrstu úrvalsdeildarleikjum fyrir Newcastle í 1-1 jafntefli gegn Watford. Allan Saint-Maximin gerði fyrsta mark leiksins í upphafi síðari hálfleiks þegar hann rænir boltanum af Jeremy Ngkia, bakverði Watford, og kemst inn í vítateig gestanna þar sem hann á skot á nærstöng sem Ben Foster, markvörður Watford, ræður ekki við. Á 88. mínútu jafnar Joao Pedro leikinn með góðum skalla eftir fyrirgjöf varamannsins Kiko Femenia af hægri kanti og þar við sat. Newcastle dettur niður í 19. sætið eftir jafnteflið á meðan Watford er áfram í 17. sæti. Adama Traore skorar fyrsta markið sitt á tímabilinu Í Wolverhampton var Southampton í heimsókn í leik þar sem heimamenn unnu 3-1. Wolves komst yfir eftir rúmlega hálftíma leik þegar Jan Bednarek, varnarmaður Southampton, brýtur á Rayan Aït-Nouri inn í vítateig. Eftir að hafa skoðað atvikið betur í VAR skjánum dæmir Michael Sailsbury, dómari leiksins, vítaspyrnu sem Raúl Jiminéz skorar örugglega úr. Conor Coady skoraði annað mark leiksins á 59. mínútu þegar hann skallar boltann í autt netið eftir að kollspyrna Max Kilman hafði endað í stönginni. James Ward Prowse skoraði frábært mark úr aukaspyrnu á 84. mínútu þegar hann skaut utanfótar snuddu sem endaði í marki Wovles. Gestirnir sóttu af krafti eftir mark Ward Prowse sem varð til þess að þeir urðu fáliðaðir í vörninni. Heimamenn nýttu sér það og Adama Traore gulltryggði 3-1 sigur Wolves með marki úr skyndisókn á 91. mínútu. Með sigrinum er Wolves komið upp í 8. sæti á meðan Southampton er í því 12. Enski boltinn Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Sanchez sleppt úr haldi Mun Zidane taka við af Deschamps? Hilmar skoraði 11 stig í sigri Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Sjá meira
Norwich byrjaði leikinn á flugi gegn lánlausum Everton mönnum. Michael Keane varð fyrir því óhappi að skora sjálfsmark á 16. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar var Adam Idah búinn að tvöfalda forystu heimamanna. Á 60. mínútu minnkar Richarlison muninn með stórglæsilegu marki er hann skorar úr bakfallsspyrnu inn í vítateig Norwich. Nær komust gestirnir þó ekki og stigin þrjú fara til Norwich. Newcastle áfram í fallsæti Nýir eigendur Newcastle.vísir/Getty Á St. James' Park var voru Kieran Trippier og Chris Wood báðir í byrjunarliðinu í sínum fyrstu úrvalsdeildarleikjum fyrir Newcastle í 1-1 jafntefli gegn Watford. Allan Saint-Maximin gerði fyrsta mark leiksins í upphafi síðari hálfleiks þegar hann rænir boltanum af Jeremy Ngkia, bakverði Watford, og kemst inn í vítateig gestanna þar sem hann á skot á nærstöng sem Ben Foster, markvörður Watford, ræður ekki við. Á 88. mínútu jafnar Joao Pedro leikinn með góðum skalla eftir fyrirgjöf varamannsins Kiko Femenia af hægri kanti og þar við sat. Newcastle dettur niður í 19. sætið eftir jafnteflið á meðan Watford er áfram í 17. sæti. Adama Traore skorar fyrsta markið sitt á tímabilinu Í Wolverhampton var Southampton í heimsókn í leik þar sem heimamenn unnu 3-1. Wolves komst yfir eftir rúmlega hálftíma leik þegar Jan Bednarek, varnarmaður Southampton, brýtur á Rayan Aït-Nouri inn í vítateig. Eftir að hafa skoðað atvikið betur í VAR skjánum dæmir Michael Sailsbury, dómari leiksins, vítaspyrnu sem Raúl Jiminéz skorar örugglega úr. Conor Coady skoraði annað mark leiksins á 59. mínútu þegar hann skallar boltann í autt netið eftir að kollspyrna Max Kilman hafði endað í stönginni. James Ward Prowse skoraði frábært mark úr aukaspyrnu á 84. mínútu þegar hann skaut utanfótar snuddu sem endaði í marki Wovles. Gestirnir sóttu af krafti eftir mark Ward Prowse sem varð til þess að þeir urðu fáliðaðir í vörninni. Heimamenn nýttu sér það og Adama Traore gulltryggði 3-1 sigur Wolves með marki úr skyndisókn á 91. mínútu. Með sigrinum er Wolves komið upp í 8. sæti á meðan Southampton er í því 12.
Enski boltinn Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Sanchez sleppt úr haldi Mun Zidane taka við af Deschamps? Hilmar skoraði 11 stig í sigri Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Sjá meira