Harry freistar þess að fá að greiða fyrir lögregluvernd í Bretlandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. janúar 2022 08:35 Þrátt fyrir að þau séu ekki lengur starfandi meðlimir konungsfjölskyldunnar, þarfnast Harry og Meghan enn öryggisgæslu. epa/Peter Foley Harry Bretaprins hefur farið fram á að dómstólar taki fyrir ákvörðun breska innanríkisráðuneytisins um að neita honum um að greiða fyrir lögregluvernd þegar hann og fjölskylda hans heimsækja Bretland. Prinsinn hefur viljað greiða fyrir öryggisgæslu sína og fjölskyldu sinnar, líkt og hann gerir í Bandaríkjunum þar sem hann er nú búsettur, en ráðuneytið hefur hafnað óskum hans um að fá að borga fyrir gæslu lögreglu. Harry segir hins vegar að öryggisteymið sem gætir fjölskyldunnar í Bandaríkjunum hafi ekki nægar heimildir og upplýsingar til að geta veitt henni örugga vernd í Bretlandi og því þurfi lögreglan að koma að málum. Á sama tíma vilji hann ekki að skattgreiðendur endi uppi með reikninginn. „Bretland verður alltaf heimaland Harry og land þar sem hann vill að eiginkona hans og börn séu örugg,“ sagði talsmaður prinsins í yfirlýsingu til AP. „Án verndar lögreglu er áhættan hins vegar of mikil.“ Harry langar að heimsækja Bretland með fjölskyldu sinni en amma hans og pabbi, Elísabet drottning og Karl Bretaprins, hafa enn ekki hitt dóttur hans Lilibet. Prinsinn er hins vegar uggandi um öryggi fjölskyldunnar. Í fyrra, þegar hann snéri einn heim til að vera viðstaddur afhjúpum styttu til minningar um móður sína, var bifreið hans elt af blaðamönnum gulu pressunnar. Móðir hans, Díana prinsessa, lést við sömu kringumstæður í París árið 1997. Fulltrúar Harry segja að jafnvel þótt hlutverk hans innan og fyrir konungsfjölskylduna hafi breyst, hafi staða hans sem einn meðlima hennar ekki gert það. Né heldur hafi ógnir sem stafa að honum og fjölskyldu hans minnkað. Harry og eiginkona hans, leikkonan Meghan Markle, hafa gert milljónasamninga við bæði Netflix og Spotify, sem prinsinn hefur sagt að eigi meðal annars að fjármagna öryggisgæsluna sem þau þurfa á að halda til að tryggja öryggi þeirra og barnanna, Archie og Lilibet. Guardian greindi frá. Bandaríkin Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu eftir ógildingu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Sjá meira
Prinsinn hefur viljað greiða fyrir öryggisgæslu sína og fjölskyldu sinnar, líkt og hann gerir í Bandaríkjunum þar sem hann er nú búsettur, en ráðuneytið hefur hafnað óskum hans um að fá að borga fyrir gæslu lögreglu. Harry segir hins vegar að öryggisteymið sem gætir fjölskyldunnar í Bandaríkjunum hafi ekki nægar heimildir og upplýsingar til að geta veitt henni örugga vernd í Bretlandi og því þurfi lögreglan að koma að málum. Á sama tíma vilji hann ekki að skattgreiðendur endi uppi með reikninginn. „Bretland verður alltaf heimaland Harry og land þar sem hann vill að eiginkona hans og börn séu örugg,“ sagði talsmaður prinsins í yfirlýsingu til AP. „Án verndar lögreglu er áhættan hins vegar of mikil.“ Harry langar að heimsækja Bretland með fjölskyldu sinni en amma hans og pabbi, Elísabet drottning og Karl Bretaprins, hafa enn ekki hitt dóttur hans Lilibet. Prinsinn er hins vegar uggandi um öryggi fjölskyldunnar. Í fyrra, þegar hann snéri einn heim til að vera viðstaddur afhjúpum styttu til minningar um móður sína, var bifreið hans elt af blaðamönnum gulu pressunnar. Móðir hans, Díana prinsessa, lést við sömu kringumstæður í París árið 1997. Fulltrúar Harry segja að jafnvel þótt hlutverk hans innan og fyrir konungsfjölskylduna hafi breyst, hafi staða hans sem einn meðlima hennar ekki gert það. Né heldur hafi ógnir sem stafa að honum og fjölskyldu hans minnkað. Harry og eiginkona hans, leikkonan Meghan Markle, hafa gert milljónasamninga við bæði Netflix og Spotify, sem prinsinn hefur sagt að eigi meðal annars að fjármagna öryggisgæsluna sem þau þurfa á að halda til að tryggja öryggi þeirra og barnanna, Archie og Lilibet. Guardian greindi frá.
Bandaríkin Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu eftir ógildingu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Sjá meira